Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - Stjarnan 1-3 | Ellefu sigrar í röð Kristinn Ásgeir Gylfason á Fylkisvelli skrifar 7. ágúst 2014 12:48 Vísir/Arnþór Stjörnukonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum. Fylkisliðið náði að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur en það var ekki nóg. Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Stjörnuliðið vann þarna sinn ellefta deildarsigur í röð og náði með því ellefu stiga forskoti á Breiðablik sem á leik inni á morgun. Lucy Gildein kom Fylki yfir strax á 2. mínútu og Fylkiskonur voru yfir í 48 mínútur. Stjarnan jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks og skoraði síðan tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum. Sigrún Ella Einarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna en Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði þriðja markið. Fylkisliðið fékk fín færi til að bæta við mörkum en Stjörnukonum tókst að komast skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum. Harpa Þorsteinsdóttir komst ekki á blað í leiknum en hún var búin að skora í átta leikjum í röð og alls 20 mörk í fyrstu 11 leikjunum. Vel skipulagt Fylkislið gerði Stjörnukonum erfitt fyrir í kvöld. Fylkir lagði mikla áherslu á að verjast og treysti á skyndisóknir. Tvisvar komst Lucy Gildein í gott færi ein á móti markmanni en í hvorugt skiptið tókst henni að koma boltanum í netið. Mikið líf komst í Fylkiskonur þegar þær skorðuðu snemma leiks. Allt útlit var fyrir jafnan leik framan af fyrri hálfleik. Störnukonur vöknuðu svo til lífsins um miðjan hálfleikinn og þar eftir var stefnan á vellinum nánast óslitið í átt að marki Fylkis. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn. Markatalan segir ekki alla söguna enda átti Lucy Gildein tvö góð færi. Stjörnunni tókst að nýta þau færi sem liðið fékk og skóp með því sigurinn.Hrafnhildur Hekla: Úrslitin segja ekki til um framvindu leiksins „Við spiluðum með fimm manna vörn. Þær sóttu mjög fast og við ætluðum okkur að halda aftur af þeim. Boltinn hlaut eiginlega að leka inn hjá þeim. Við náðum ekki að klára færin. Þetta var góður leikur hjá okkur þrátt fyrir úrslitin, sem mér finnst ekki alveg segja til um framvindu leiksins,“ sagði Hrafnhildur Hekla fyrirliði Fylkis.Ragna Lóa: Jákvætt þegar liðið mitt gengur af velli og er svekkt yfir því að hafa tapað „Við lögðum upp með það að verjast vel og ná skyndisóknum. Ef Lucy hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við komist í 2-0 og unnið þennan leik, það þarf að nýta skyndisóknirnar,“ sagði Ragna Lóa þjálfari Fylkis og bætti svo við í léttum tón: „Það þyrfti helst að selja Hörpu úr landi“.Ólafur Þór: Það er langt í að við förum að fagna „Leikurinn snérist svolítið um það hjá þeim að stoppa Hörpu, það gekk ágætlega en þá kom annar leikmaður í hennar stað og skoraði tvö mörk í dag, sem var frábært," sagði Ólafur. „Þetta var hörku leikur á móti vel skipulögðu Fylkisliði. Við fáum alltaf færi og mörkin detta þá inn. Við sáum að í dag að það eru hörku lið í deildinni. Þótt við séum með forskot er langt í að við förum að fagna,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í Lautinni í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira
Stjörnukonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum. Fylkisliðið náði að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur en það var ekki nóg. Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Stjörnuliðið vann þarna sinn ellefta deildarsigur í röð og náði með því ellefu stiga forskoti á Breiðablik sem á leik inni á morgun. Lucy Gildein kom Fylki yfir strax á 2. mínútu og Fylkiskonur voru yfir í 48 mínútur. Stjarnan jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks og skoraði síðan tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum. Sigrún Ella Einarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna en Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði þriðja markið. Fylkisliðið fékk fín færi til að bæta við mörkum en Stjörnukonum tókst að komast skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum. Harpa Þorsteinsdóttir komst ekki á blað í leiknum en hún var búin að skora í átta leikjum í röð og alls 20 mörk í fyrstu 11 leikjunum. Vel skipulagt Fylkislið gerði Stjörnukonum erfitt fyrir í kvöld. Fylkir lagði mikla áherslu á að verjast og treysti á skyndisóknir. Tvisvar komst Lucy Gildein í gott færi ein á móti markmanni en í hvorugt skiptið tókst henni að koma boltanum í netið. Mikið líf komst í Fylkiskonur þegar þær skorðuðu snemma leiks. Allt útlit var fyrir jafnan leik framan af fyrri hálfleik. Störnukonur vöknuðu svo til lífsins um miðjan hálfleikinn og þar eftir var stefnan á vellinum nánast óslitið í átt að marki Fylkis. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn. Markatalan segir ekki alla söguna enda átti Lucy Gildein tvö góð færi. Stjörnunni tókst að nýta þau færi sem liðið fékk og skóp með því sigurinn.Hrafnhildur Hekla: Úrslitin segja ekki til um framvindu leiksins „Við spiluðum með fimm manna vörn. Þær sóttu mjög fast og við ætluðum okkur að halda aftur af þeim. Boltinn hlaut eiginlega að leka inn hjá þeim. Við náðum ekki að klára færin. Þetta var góður leikur hjá okkur þrátt fyrir úrslitin, sem mér finnst ekki alveg segja til um framvindu leiksins,“ sagði Hrafnhildur Hekla fyrirliði Fylkis.Ragna Lóa: Jákvætt þegar liðið mitt gengur af velli og er svekkt yfir því að hafa tapað „Við lögðum upp með það að verjast vel og ná skyndisóknum. Ef Lucy hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við komist í 2-0 og unnið þennan leik, það þarf að nýta skyndisóknirnar,“ sagði Ragna Lóa þjálfari Fylkis og bætti svo við í léttum tón: „Það þyrfti helst að selja Hörpu úr landi“.Ólafur Þór: Það er langt í að við förum að fagna „Leikurinn snérist svolítið um það hjá þeim að stoppa Hörpu, það gekk ágætlega en þá kom annar leikmaður í hennar stað og skoraði tvö mörk í dag, sem var frábært," sagði Ólafur. „Þetta var hörku leikur á móti vel skipulögðu Fylkisliði. Við fáum alltaf færi og mörkin detta þá inn. Við sáum að í dag að það eru hörku lið í deildinni. Þótt við séum með forskot er langt í að við förum að fagna,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í Lautinni í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira