Volkswagen nálgast Toyota í fjölda seldra bíla Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2014 09:58 Volkswagen gæti orðið söluhæsta bílamerki heims í ár. Það er yfirlýst stefna Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims og svo virðist sem það takmark nálgist óðfluga. Fyrir nokkrum árum gaf Volkswagen það út að fyrirtækið ætlaði að verða stærsti bílaframleiðandi heims ekki seinna en árið 2018, en það gæti orðið mun fyrr, jafnvel í ár. Á fyrri hluta þessa árs hefur Toyota þó selt ýfið fleiri bíla en Volkswagen, eða 5.097.000 talsins en Volkswagen 4.970.000. Það segir þó ekki alla söguna þar sem vöxtur Volkswagen í sölu er nokkru hraðari, eða 5,9% en 3,8% hjá Toyota. Ef sá vöxtur héldi áfram á næsta ári fer Volkswagen örugglega fram úr Toyota í sölu. Í þessum tölum Volkswagen er ekki sala vörubílamerkjanna MAN og Scania, sem eru í eigu Volkswagen. Ef sala þeirra er hinsvegar talin með og vöxtur í sölu Volkswagen merkjanna allra heldur áfram í sama takti út árið, gæti það gerst að sala Volkswagen verði meiri en Toyota í ár, jafnvel án vörubílamerkjanna. Hjá Volkswagen munar mestu um 18% söluaukningu í Kína en Volkswagen seldi þar alls 1,8 milljón bíla á fyrri helmingi ársins á meðan Toyota seldi 466.000 bíla þar og jók söluna um 12%. Á það að sjálfsögðu um öll bílamerki Volkswagen. Nú er svo komið í Kína að Volkswagen merkið er söluhæst erlendra merkja, GM í öðru sæti, Ford í því þriðja og Toyota í fjórða og hefur misst þriðja sætið til Ford. Öðru máli gegnir um Bandaríkin en söluaukning var á Toyota bílum þar en söluminnkun á Volkswagen bílum á fyrri helmingi ársins og seldust 7 sinnum fleiri Toyota bílar þar en Volkswagen bílar. Í fyrra seldi Toyota 9,98 milljónir bíla í heiminum, Volkswagen 9,73 og GM 9,71. Bæði Volkswagen og Toyota áætla að selja yfir 10 milljónir bíla í ár, en seinni hluti ársins ræður hvort fyrirtækið nær toppsætinu. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent
Það er yfirlýst stefna Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims og svo virðist sem það takmark nálgist óðfluga. Fyrir nokkrum árum gaf Volkswagen það út að fyrirtækið ætlaði að verða stærsti bílaframleiðandi heims ekki seinna en árið 2018, en það gæti orðið mun fyrr, jafnvel í ár. Á fyrri hluta þessa árs hefur Toyota þó selt ýfið fleiri bíla en Volkswagen, eða 5.097.000 talsins en Volkswagen 4.970.000. Það segir þó ekki alla söguna þar sem vöxtur Volkswagen í sölu er nokkru hraðari, eða 5,9% en 3,8% hjá Toyota. Ef sá vöxtur héldi áfram á næsta ári fer Volkswagen örugglega fram úr Toyota í sölu. Í þessum tölum Volkswagen er ekki sala vörubílamerkjanna MAN og Scania, sem eru í eigu Volkswagen. Ef sala þeirra er hinsvegar talin með og vöxtur í sölu Volkswagen merkjanna allra heldur áfram í sama takti út árið, gæti það gerst að sala Volkswagen verði meiri en Toyota í ár, jafnvel án vörubílamerkjanna. Hjá Volkswagen munar mestu um 18% söluaukningu í Kína en Volkswagen seldi þar alls 1,8 milljón bíla á fyrri helmingi ársins á meðan Toyota seldi 466.000 bíla þar og jók söluna um 12%. Á það að sjálfsögðu um öll bílamerki Volkswagen. Nú er svo komið í Kína að Volkswagen merkið er söluhæst erlendra merkja, GM í öðru sæti, Ford í því þriðja og Toyota í fjórða og hefur misst þriðja sætið til Ford. Öðru máli gegnir um Bandaríkin en söluaukning var á Toyota bílum þar en söluminnkun á Volkswagen bílum á fyrri helmingi ársins og seldust 7 sinnum fleiri Toyota bílar þar en Volkswagen bílar. Í fyrra seldi Toyota 9,98 milljónir bíla í heiminum, Volkswagen 9,73 og GM 9,71. Bæði Volkswagen og Toyota áætla að selja yfir 10 milljónir bíla í ár, en seinni hluti ársins ræður hvort fyrirtækið nær toppsætinu.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent