Kjartan Henry: Þykist ekki vera einhver Mel Gibson Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2014 21:35 Kjartan Henry í fyrri leiknum á KR-vellinum. vísir/arnþór „Þetta var mjög erfitt,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, við Vísi í kvöld eftir 4-0 tapið gegn Celtic ytra í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. KR tapaði fyrri leiknum heima, 1-0, og einvíginu samanlagt, 5-0, en Skotlandsmeistararnir voru virkilega öflugir í kvöld og komust snemma 2-0 yfir. „Það var virkilega erfitt að fá á sig mark svona snemma, en við reyndum okkar besta og spiluðum ágætis leik þó það hljómi kannski skringilega,“ sagði Kjartan Henry. „Þetta er bara klassalið sem spilaði betur en við áttum kannski von á. Svona fór þetta bara. Við verðum bara að ná okkur eftir þetta og einbeita okkur að næsta verkefni.“ Framherjinn vildi þó ekki meina að Celtic-menn hefðu verið eitthvað að slaka á hér heima þó þar hafi KR-inga haldið betur í við þá. „Alls ekki. Við fengum bara tvö mörk á okkur frekar snemma í kvöld úr horni. Svona gerist. Það drap allt niður og við förum inn í hálfleik 3-0 undir. Við reyndum að halda hreinu í seinni hálfleik og pota inn einu. Við fengum fín færi, en þetta gekk ekki í dag. Þetta er hundfúlt og lítur illa út, en við stóðum okkur ágætlega engu að síður,“ sagði Kjartan Henry sem fór úr axlarlið í fyrri hálfleik. „Þetta hefur komið fyrir áður. Ég þarf eitthvað að fara að styrkja öxlina,“ sagði hann og hló við. Hann viðurkennir fúslega að það sé sárt að láta kippa sér aftur í lið. „Já, ég ætla ekki að þykjast vera einhver Mel Gibson. Þetta er auðvitað búið að gerast svo oft núna að þetta venst. En þetta er auðvitað sárt og var það sérstaklega í fyrsta skiptið,“ sagði Kjartan Henry finnbogason. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Celtic fór létt með KR í Skotlandi Íslandsmeistararnir úr leik í Meistaradeildinni eftir 4-0 tap í Edinborg. 22. júlí 2014 16:48 Þjálfari Celtic: Ekki besti mótherjinn sem við mætum Norðmaðurinn ánægður með stórsigurinn á KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 22. júlí 2014 21:16 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
„Þetta var mjög erfitt,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, við Vísi í kvöld eftir 4-0 tapið gegn Celtic ytra í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. KR tapaði fyrri leiknum heima, 1-0, og einvíginu samanlagt, 5-0, en Skotlandsmeistararnir voru virkilega öflugir í kvöld og komust snemma 2-0 yfir. „Það var virkilega erfitt að fá á sig mark svona snemma, en við reyndum okkar besta og spiluðum ágætis leik þó það hljómi kannski skringilega,“ sagði Kjartan Henry. „Þetta er bara klassalið sem spilaði betur en við áttum kannski von á. Svona fór þetta bara. Við verðum bara að ná okkur eftir þetta og einbeita okkur að næsta verkefni.“ Framherjinn vildi þó ekki meina að Celtic-menn hefðu verið eitthvað að slaka á hér heima þó þar hafi KR-inga haldið betur í við þá. „Alls ekki. Við fengum bara tvö mörk á okkur frekar snemma í kvöld úr horni. Svona gerist. Það drap allt niður og við förum inn í hálfleik 3-0 undir. Við reyndum að halda hreinu í seinni hálfleik og pota inn einu. Við fengum fín færi, en þetta gekk ekki í dag. Þetta er hundfúlt og lítur illa út, en við stóðum okkur ágætlega engu að síður,“ sagði Kjartan Henry sem fór úr axlarlið í fyrri hálfleik. „Þetta hefur komið fyrir áður. Ég þarf eitthvað að fara að styrkja öxlina,“ sagði hann og hló við. Hann viðurkennir fúslega að það sé sárt að láta kippa sér aftur í lið. „Já, ég ætla ekki að þykjast vera einhver Mel Gibson. Þetta er auðvitað búið að gerast svo oft núna að þetta venst. En þetta er auðvitað sárt og var það sérstaklega í fyrsta skiptið,“ sagði Kjartan Henry finnbogason.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Celtic fór létt með KR í Skotlandi Íslandsmeistararnir úr leik í Meistaradeildinni eftir 4-0 tap í Edinborg. 22. júlí 2014 16:48 Þjálfari Celtic: Ekki besti mótherjinn sem við mætum Norðmaðurinn ánægður með stórsigurinn á KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 22. júlí 2014 21:16 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Celtic fór létt með KR í Skotlandi Íslandsmeistararnir úr leik í Meistaradeildinni eftir 4-0 tap í Edinborg. 22. júlí 2014 16:48
Þjálfari Celtic: Ekki besti mótherjinn sem við mætum Norðmaðurinn ánægður með stórsigurinn á KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 22. júlí 2014 21:16