"Alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist“ Randver Kári Randversson skrifar 28. júlí 2014 15:20 Frá Mýrarboltanum. Vísir/Vilhelm „Þetta er mesta stressvikan, þegar það er verið að klára lokaundirbúninginn, leggja lokahönd á skipulagið og mótahaldið – tryggja það að þetta sé allt alveg 100%. Við vorum að fá nýja veðurspá og hún lofar náttúrulega besta veðrinu hérna fyrir vestan. Við erum þakklátir fyrir það,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltafélagsins og mótsstjóri Mýrarboltans í samtali við Vísi. „Það er reyndar fínt fyrir okkur að fá smá skúrir, ef að það myndi gerast, það viðheldur þá bleytunni í vellinum. Miðað við þessa átt sem er spáð þá verður bara brilliant veður á mótssvæðinu. Það hentar mjög vel fyrir Tungudalinn þar sem mótið fer fram.“ Hann segir undirbúning fyrir Mýrarboltann, sem fram fer á Ísafirði um verslunarmannahelgina, ganga vel. „Allur undirbúningur er mjög langt kominn, við erum bara að yfirfara listann yfir þá hluti sem þarf að klára. Í rauninni er bara fín stemning í hópnum. Það er alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist. Þetta verður rosagaman eins og hefur alltaf verið. Við erum mjög spenntir fyrir því að láta þetta ganga vel.“ Mýrarboltafélagið fagnar tíu ára afmæli í ár og er þetta í ellefta sinn sem mótið fer fram. Jóhann segist ekki hafa nákvæma tölu á því hversu margir hafi yfirleitt tekið þátt í Mýrarboltanum fyrri ár, eða hversu margir hafi komið til að horfa á. Skráning í mótið hafi þó verið betur á veg komin á sama tíma í fyrra. Hann segir skráninguna yfirleitt taka kipp í síðustu vikunni fyrir verslunarmannahelgina og er bjartsýnn á að svo verði líka í ár. Þar spili rigningin á suðvesturhorninu inn í og telur hann að landsmenn séu komnir með nóg af rigningu. „Það hefur verið gríðarlega góð mæting á mótssvæðið sjálft, sérstaklega fyrri daginn, sem sagt á laugardeginum, þegar öll liðin keppa. Þá er gríðarlegur fjöldi á mótssvæðinu. Það fyllist ekki bara af keppendum heldur er frítt að koma og horfa á mótið. Það kostar ekkert að fylgjast með Mýrarboltanum, og ef þig langar í útilegu þá ferðu bara í útilegu og horfir og upplifir stemninguna,“ segir Jóhann. „Við reynum alltaf að gera betur heldur en við gerðum árið á undan, og veita góða þjónustu. Það er það eina sem við lofum,“ segir Jóhann Bæring að lokum. Mýrarboltinn Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
„Þetta er mesta stressvikan, þegar það er verið að klára lokaundirbúninginn, leggja lokahönd á skipulagið og mótahaldið – tryggja það að þetta sé allt alveg 100%. Við vorum að fá nýja veðurspá og hún lofar náttúrulega besta veðrinu hérna fyrir vestan. Við erum þakklátir fyrir það,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltafélagsins og mótsstjóri Mýrarboltans í samtali við Vísi. „Það er reyndar fínt fyrir okkur að fá smá skúrir, ef að það myndi gerast, það viðheldur þá bleytunni í vellinum. Miðað við þessa átt sem er spáð þá verður bara brilliant veður á mótssvæðinu. Það hentar mjög vel fyrir Tungudalinn þar sem mótið fer fram.“ Hann segir undirbúning fyrir Mýrarboltann, sem fram fer á Ísafirði um verslunarmannahelgina, ganga vel. „Allur undirbúningur er mjög langt kominn, við erum bara að yfirfara listann yfir þá hluti sem þarf að klára. Í rauninni er bara fín stemning í hópnum. Það er alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist. Þetta verður rosagaman eins og hefur alltaf verið. Við erum mjög spenntir fyrir því að láta þetta ganga vel.“ Mýrarboltafélagið fagnar tíu ára afmæli í ár og er þetta í ellefta sinn sem mótið fer fram. Jóhann segist ekki hafa nákvæma tölu á því hversu margir hafi yfirleitt tekið þátt í Mýrarboltanum fyrri ár, eða hversu margir hafi komið til að horfa á. Skráning í mótið hafi þó verið betur á veg komin á sama tíma í fyrra. Hann segir skráninguna yfirleitt taka kipp í síðustu vikunni fyrir verslunarmannahelgina og er bjartsýnn á að svo verði líka í ár. Þar spili rigningin á suðvesturhorninu inn í og telur hann að landsmenn séu komnir með nóg af rigningu. „Það hefur verið gríðarlega góð mæting á mótssvæðið sjálft, sérstaklega fyrri daginn, sem sagt á laugardeginum, þegar öll liðin keppa. Þá er gríðarlegur fjöldi á mótssvæðinu. Það fyllist ekki bara af keppendum heldur er frítt að koma og horfa á mótið. Það kostar ekkert að fylgjast með Mýrarboltanum, og ef þig langar í útilegu þá ferðu bara í útilegu og horfir og upplifir stemninguna,“ segir Jóhann. „Við reynum alltaf að gera betur heldur en við gerðum árið á undan, og veita góða þjónustu. Það er það eina sem við lofum,“ segir Jóhann Bæring að lokum.
Mýrarboltinn Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira