Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2014 17:21 Stór lax sem tók á Bátsvaðinu í gær Mynd: Veiðifélag Eystri Rangár Veiðin í Eystri Rangá er feyknagóð þessa dagana og áin stefnir hraðbyri í 1000 laxa og á nóg inni enda besti tíminn í ánni í raun ekki ennþá kominn. Alls eru komnir 764 laxar á land í dag og það styttist í 100 laxa dagana en þeir koma oft í lok júlí. Síðan geta komið dagar þar sem veiðin fer vel yfir það og áður en veiðimenn settu stóru laxana í klakkisturnar var oft mikið að gera í veiðihúsinu þegar veiðimenn mættu með hundrað laxa sem þurfti að vigta og bóka. Því hefur verið mjög vel tekið af veiðimönnum að setja allan stórlax í klakkistur og fá flök af reyktum laxi í staðinn enda er það þetta ræktunarstarf sem hefur skilað góðri veiði í ánni og háu hlutfalli stórlaxa. Fyrst við erum að nefna stórlaxa þá má nefna að í gær veiddust tveir 20 punda (100 sm) laxar í Eystri og komu þeir upp úr Bátsvaði og Tjarnarhyl. Í báðum tilfellum voru það erlendir veiðimenn sem settu í laxana undir leiðsögn leiðsögumanna við ánna. Stórlaxahlutfallið í ánni er búið að vera mjög gott í sumar og ennþá eru göngur af stórum fiski að koma í ánna eins hefur meira sést af eins árs laxi og er hann bara vel haldinn. Stangveiði Mest lesið Þegar örflugurnar gefa best Veiði "Veiðistaður 60 er teppalagður af laxi" Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði
Veiðin í Eystri Rangá er feyknagóð þessa dagana og áin stefnir hraðbyri í 1000 laxa og á nóg inni enda besti tíminn í ánni í raun ekki ennþá kominn. Alls eru komnir 764 laxar á land í dag og það styttist í 100 laxa dagana en þeir koma oft í lok júlí. Síðan geta komið dagar þar sem veiðin fer vel yfir það og áður en veiðimenn settu stóru laxana í klakkisturnar var oft mikið að gera í veiðihúsinu þegar veiðimenn mættu með hundrað laxa sem þurfti að vigta og bóka. Því hefur verið mjög vel tekið af veiðimönnum að setja allan stórlax í klakkistur og fá flök af reyktum laxi í staðinn enda er það þetta ræktunarstarf sem hefur skilað góðri veiði í ánni og háu hlutfalli stórlaxa. Fyrst við erum að nefna stórlaxa þá má nefna að í gær veiddust tveir 20 punda (100 sm) laxar í Eystri og komu þeir upp úr Bátsvaði og Tjarnarhyl. Í báðum tilfellum voru það erlendir veiðimenn sem settu í laxana undir leiðsögn leiðsögumanna við ánna. Stórlaxahlutfallið í ánni er búið að vera mjög gott í sumar og ennþá eru göngur af stórum fiski að koma í ánna eins hefur meira sést af eins árs laxi og er hann bara vel haldinn.
Stangveiði Mest lesið Þegar örflugurnar gefa best Veiði "Veiðistaður 60 er teppalagður af laxi" Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði