Fyrsti laxinn kominn úr Jöklu Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2014 09:10 Fyrsti lax sumarsins í Jöklu. Hér er Sævar með Peter sem veiddi laxinn Jökla er eitt af þessum veiðisvæðum sem má kalla nýtt þó þar hafi verið nostrað við ánna í nokkur ár til að gera hana að góðri laxveiðiá á alla mælikvarða. Veiðiþjónustan Strengir hefur unnið í því ásamt landeigendum að rækta upp stofninn í Jöklu og sleppa laxi í hliðarárnar Kaldá, Fögruhlíðará og Laxá, en árangurinn af því starfi er farinn að skila sér í auknum göngum af laxi á þessu svæði. Jökla opnaði 1. júlí en hefur verið erfið til veiða vegna vatnsmagns. Fyrsti lax sumarsins kom upp í gær hjá Breskum veiðimanni sem var með Sævar Hafsteinsson leiðsögumann með sér. Þetta var 77 sm lax sem tók í veiðistaðnum Skipalá og flugan var Svört Krafla. Nokkuð af fiski var að sýna sig víða um ánna en fleiri komu þó ekki á land í gær. Eins og áður segir er áin nokkuð vatnsmikil er fer að sögn leiðsögumanna við hana hratt niður. Þrátt fyrir vatnsmagn er hún ekki lituð. Stangveiði Mest lesið Minnkandi veiði í Elliðaánum Veiði 32 laxar á land í fyrsta holli á Borg í Ytri Rangá Veiði Svartá og Tungufljót opna - góður júní í Skjálfandafljóti Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Góð veiði í veiðivötnum Veiði Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði VSK á veiðileyfi? Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Fölsuðu tölur um laxalús Veiði
Jökla er eitt af þessum veiðisvæðum sem má kalla nýtt þó þar hafi verið nostrað við ánna í nokkur ár til að gera hana að góðri laxveiðiá á alla mælikvarða. Veiðiþjónustan Strengir hefur unnið í því ásamt landeigendum að rækta upp stofninn í Jöklu og sleppa laxi í hliðarárnar Kaldá, Fögruhlíðará og Laxá, en árangurinn af því starfi er farinn að skila sér í auknum göngum af laxi á þessu svæði. Jökla opnaði 1. júlí en hefur verið erfið til veiða vegna vatnsmagns. Fyrsti lax sumarsins kom upp í gær hjá Breskum veiðimanni sem var með Sævar Hafsteinsson leiðsögumann með sér. Þetta var 77 sm lax sem tók í veiðistaðnum Skipalá og flugan var Svört Krafla. Nokkuð af fiski var að sýna sig víða um ánna en fleiri komu þó ekki á land í gær. Eins og áður segir er áin nokkuð vatnsmikil er fer að sögn leiðsögumanna við hana hratt niður. Þrátt fyrir vatnsmagn er hún ekki lituð.
Stangveiði Mest lesið Minnkandi veiði í Elliðaánum Veiði 32 laxar á land í fyrsta holli á Borg í Ytri Rangá Veiði Svartá og Tungufljót opna - góður júní í Skjálfandafljóti Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Góð veiði í veiðivötnum Veiði Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði VSK á veiðileyfi? Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Fölsuðu tölur um laxalús Veiði