Davíð Gunnlaugsson tryggði sér sigur í meistaramóti GKJ með vallarmeti á lokahringnum 14. júlí 2014 05:30 Davíð, í miðjunni, fagnar titlinum ásamt keppinautum sínum Degi og Kristjáni. Vísir Davíð Gunnlaugsson sigraði í meistaraflokki á meistaramóti Golfklúbbsins Kjalar sem kláraðist í gær en hann lék hringina fjóra á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á samtals þremur höggum yfir pari. Davíð, sem er einnig PGA-golfleiðbeinandi í klúbbnum var fimm höggum á eftir Degi Ebenezarsyni fyrir lokadaginn en hann tryggði sér sigurinn með því að setja glæsilegt vallarmet upp á 67 högg eða fimm undir pari á lokahringnum. Hann sigraði mótið að lokum með þremur höggum en afrekskylfingurinn Kristján Þór Einarsson sem nýlega sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni nældi sér í annað sætið eftir bráðabana við Dag Ebenezarson. „Lykillinn að sigrinum og þessum frábæra hring var pútterinn, hann var sjóðheitur og ég setti mörg góð pútt niður,“ sagði Davíð við fréttaritara eftir hringinn. „Ég vissi að ég þyrfti að eiga góðan dag til þess að eiga möguleika á að ná strákunum og til þess þurfti ég að spila djarft golf.“ Davíð hefur verið meðlimur í GKJ síðan að hann var lítill strákur og því er sigurinn honum afar kær. „Það var virkilega sætt að vinna loksins og fá nafnið mitt á bikarinn. Það hafa margir góðir kylfingar sigrað þetta mót og það hefur verið draumur hjá mér lengi að komast í þann hóp. Það er einstök stemming í meistaramótinu í Mosfellsbænum og í raun ekkert mót sem er skemmtilegra að taka þátt í.“ Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Davíð Gunnlaugsson sigraði í meistaraflokki á meistaramóti Golfklúbbsins Kjalar sem kláraðist í gær en hann lék hringina fjóra á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á samtals þremur höggum yfir pari. Davíð, sem er einnig PGA-golfleiðbeinandi í klúbbnum var fimm höggum á eftir Degi Ebenezarsyni fyrir lokadaginn en hann tryggði sér sigurinn með því að setja glæsilegt vallarmet upp á 67 högg eða fimm undir pari á lokahringnum. Hann sigraði mótið að lokum með þremur höggum en afrekskylfingurinn Kristján Þór Einarsson sem nýlega sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni nældi sér í annað sætið eftir bráðabana við Dag Ebenezarson. „Lykillinn að sigrinum og þessum frábæra hring var pútterinn, hann var sjóðheitur og ég setti mörg góð pútt niður,“ sagði Davíð við fréttaritara eftir hringinn. „Ég vissi að ég þyrfti að eiga góðan dag til þess að eiga möguleika á að ná strákunum og til þess þurfti ég að spila djarft golf.“ Davíð hefur verið meðlimur í GKJ síðan að hann var lítill strákur og því er sigurinn honum afar kær. „Það var virkilega sætt að vinna loksins og fá nafnið mitt á bikarinn. Það hafa margir góðir kylfingar sigrað þetta mót og það hefur verið draumur hjá mér lengi að komast í þann hóp. Það er einstök stemming í meistaramótinu í Mosfellsbænum og í raun ekkert mót sem er skemmtilegra að taka þátt í.“
Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira