Conor McGregor: Ég ætla að enda ferilinn hans Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. júlí 2014 12:45 Írski bardagamaðurinn Conor McGregor er í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Dublin nú á laugardaginn. McGregor æfði hér á landi í fjórar vikur fyrir bardagann og hefur lengi æft með Gunnari Nelson. Þetta verður þriðji UFC bardagi McGregor en hann hefur skotist stjarnfræðilega hratt upp á sjónarsviðið í UFC. Þrátt fyrir að vera aðeins búinn með tvo bardaga í UFC eru allir að tala um hann og allir vilja þagga niður í honum. McGregor er gríðarlega fær í að selja bardaga sína og vekur athygli í hvert sinn sem hann opnar á sér munninn. Kjaftbrúkur hans fer í taugarnar á mörgum en burtséð frá því kann hann að berjast. McGregor byrjaði snemma að æfa bardagalistir til að læra að verja sig. Hann byrjaði að æfa box þar sem hann tók um 50 áhugamannabardaga á einu ári og barðist nánast hverja einustu helgi. Eftir fjögur ár í boxi snéri hann sér að MMA þar sem hann hóf að æfa hjá SBG undir handleiðslu John Kavanagh. Hjá John Kavanagh kynntist hann ungum Íslendingi, Gunnari Nelson, og hafa þeir lengi æft saman hjá John Kavanagh, bæði í SBG í Írlandi og í Mjölni á Íslandi. McGregor gekk vel í upphafi ferils síns en eftir hans fyrsta tap kom tímabil þar sem hann æfði lítið og stundaði skemmtanalífið grimmt. Móðir Írans snjalla hringdi því áhyggjufull í John Kavanagh og bað hann um að tala hann til. John mætti heim til hans og sagði honum hreint út að hann væri að sóa hæfileikum sínum og að hann gæti náð virkilega langt ef hann myndi bara einbeita sér að MMA. Það varð ákveðinn vendipunktur í lífi McGregors og sneri hann því aftur á æfingar af miklum krafti og hefur hreinlega ekki hætt síðan. Það má í raun segja að það sé upphafið að sigurgöngunni sem Conor McGregor er nú á. Þessi sigurganga skilaði honum léttvigtar- og fjaðurvigtarbelti Cage Warriors áður en hann samdi við UFC. Nú er hann í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldi í heimabæ sínum, Dublin, og ætlar að koma sér í titilbaráttuna í fjaðurvigtinni. Til þess þarf hann fyrst að sigra Diego Brandao á laugardaginn en í myndbandinu hér að ofan segist hann ætla að enda feril Brandao. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira
Írski bardagamaðurinn Conor McGregor er í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Dublin nú á laugardaginn. McGregor æfði hér á landi í fjórar vikur fyrir bardagann og hefur lengi æft með Gunnari Nelson. Þetta verður þriðji UFC bardagi McGregor en hann hefur skotist stjarnfræðilega hratt upp á sjónarsviðið í UFC. Þrátt fyrir að vera aðeins búinn með tvo bardaga í UFC eru allir að tala um hann og allir vilja þagga niður í honum. McGregor er gríðarlega fær í að selja bardaga sína og vekur athygli í hvert sinn sem hann opnar á sér munninn. Kjaftbrúkur hans fer í taugarnar á mörgum en burtséð frá því kann hann að berjast. McGregor byrjaði snemma að æfa bardagalistir til að læra að verja sig. Hann byrjaði að æfa box þar sem hann tók um 50 áhugamannabardaga á einu ári og barðist nánast hverja einustu helgi. Eftir fjögur ár í boxi snéri hann sér að MMA þar sem hann hóf að æfa hjá SBG undir handleiðslu John Kavanagh. Hjá John Kavanagh kynntist hann ungum Íslendingi, Gunnari Nelson, og hafa þeir lengi æft saman hjá John Kavanagh, bæði í SBG í Írlandi og í Mjölni á Íslandi. McGregor gekk vel í upphafi ferils síns en eftir hans fyrsta tap kom tímabil þar sem hann æfði lítið og stundaði skemmtanalífið grimmt. Móðir Írans snjalla hringdi því áhyggjufull í John Kavanagh og bað hann um að tala hann til. John mætti heim til hans og sagði honum hreint út að hann væri að sóa hæfileikum sínum og að hann gæti náð virkilega langt ef hann myndi bara einbeita sér að MMA. Það varð ákveðinn vendipunktur í lífi McGregors og sneri hann því aftur á æfingar af miklum krafti og hefur hreinlega ekki hætt síðan. Það má í raun segja að það sé upphafið að sigurgöngunni sem Conor McGregor er nú á. Þessi sigurganga skilaði honum léttvigtar- og fjaðurvigtarbelti Cage Warriors áður en hann samdi við UFC. Nú er hann í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldi í heimabæ sínum, Dublin, og ætlar að koma sér í titilbaráttuna í fjaðurvigtinni. Til þess þarf hann fyrst að sigra Diego Brandao á laugardaginn en í myndbandinu hér að ofan segist hann ætla að enda feril Brandao. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira