Fimm sekúndna gleði Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2014 13:45 Óheppilegt upphaf fyrstu ökuferðar. Flestir eiga bíla sína í nokkur ár en til eru þeir sem eiga þá skemur. Það var stór dagur í lífi eiganda þessa fallega Tesla Model S bíls er hann sótti hann til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Gleðin hefur vafalaust verið við völd, en hún var skammvinn. Eigandinn hefur ekki alveg áttað sig á því afli sem er í þessum magnaða bíl, því við fyrstu inngjöf missti hann stjórn á bílnum og ók á skilti fyrir utan höfuðstöðvarnar og skemmdi það ekki minna en bílinn sjálfan. Líklegt má telja að frá því eigandinn lagði af stað á nýja bílnum sínum og þangað til hann var nánast ónýtur hafi liðið um 5 sekúndur og ekki er víst að mörg dæmi séu um skemmri eign á bíl. Vonandi er hann vel tryggður og fær nýtt eintak bráðlega. Nýjum eigendum Tesla Model S bíla skal bent á að þeir eru einkar öflugir og rétt að hefja kynni á þeim með hófsömum hætti. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent
Flestir eiga bíla sína í nokkur ár en til eru þeir sem eiga þá skemur. Það var stór dagur í lífi eiganda þessa fallega Tesla Model S bíls er hann sótti hann til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Gleðin hefur vafalaust verið við völd, en hún var skammvinn. Eigandinn hefur ekki alveg áttað sig á því afli sem er í þessum magnaða bíl, því við fyrstu inngjöf missti hann stjórn á bílnum og ók á skilti fyrir utan höfuðstöðvarnar og skemmdi það ekki minna en bílinn sjálfan. Líklegt má telja að frá því eigandinn lagði af stað á nýja bílnum sínum og þangað til hann var nánast ónýtur hafi liðið um 5 sekúndur og ekki er víst að mörg dæmi séu um skemmri eign á bíl. Vonandi er hann vel tryggður og fær nýtt eintak bráðlega. Nýjum eigendum Tesla Model S bíla skal bent á að þeir eru einkar öflugir og rétt að hefja kynni á þeim með hófsömum hætti.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent