Næsti Prius fjórhjóladrifinn Finnur Thorlacius skrifar 15. júlí 2014 09:45 Svona gæti fjórða kynslóð Toyota Prius litið út. Toyota vinnur nú að lokahönnun næstu kynslóðar vinsælasta tvinnbíls heims, Toyota Prius. Hann verður af fjórðu kynslóð, en Prius kom fyrst á markað árið 1997. Upphaflega ætlaði Toyota að hefja framleiðslu á fjórðu kynslóðinni næsta vor, en hefur frestað henni til desember á næsta ári. Prius mun fást með tveimur gerðum af rafhlöðum, ódýrum nickel-metal rafhlöðum og dýrari lithium ion rafhlöðum. Munu kaupendur því geta valið á milli bíls með þrautreyndum nickel-metal rafhlöðum Toyota og rafhlöðum sem tryggja mun lengri drægni bílsins, en kosta meira. Að auki er líklegt að Prius verði boðinn fjórhjóladrifinn, auk þess hefðbundna framhjóladrifna. Hybrid kerfi nýja bílsins verður allt mun nettara en í núverandi bíl, en engu að síður skilvirkara. Toyota menn segja að eyðslutölur hins nýja Prius muni koma skemmtilega á óvart. Verðið á einnig að koma á óvart, en nýr Prius fellur eins og svo margir af nýjum bílum Toyota undir samnýtingu íhluta með öðrum Toyota bílum en með því hefur Toyota tekist að lækka framleiðslukostnað margra sinna bíla. Toyota hafði í mars í fyrra selt 3,67 milljón Prius bíla frá upphafi og gætu þeir verið komnir í um 4 milljónir seldra bíla í dag. Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent
Toyota vinnur nú að lokahönnun næstu kynslóðar vinsælasta tvinnbíls heims, Toyota Prius. Hann verður af fjórðu kynslóð, en Prius kom fyrst á markað árið 1997. Upphaflega ætlaði Toyota að hefja framleiðslu á fjórðu kynslóðinni næsta vor, en hefur frestað henni til desember á næsta ári. Prius mun fást með tveimur gerðum af rafhlöðum, ódýrum nickel-metal rafhlöðum og dýrari lithium ion rafhlöðum. Munu kaupendur því geta valið á milli bíls með þrautreyndum nickel-metal rafhlöðum Toyota og rafhlöðum sem tryggja mun lengri drægni bílsins, en kosta meira. Að auki er líklegt að Prius verði boðinn fjórhjóladrifinn, auk þess hefðbundna framhjóladrifna. Hybrid kerfi nýja bílsins verður allt mun nettara en í núverandi bíl, en engu að síður skilvirkara. Toyota menn segja að eyðslutölur hins nýja Prius muni koma skemmtilega á óvart. Verðið á einnig að koma á óvart, en nýr Prius fellur eins og svo margir af nýjum bílum Toyota undir samnýtingu íhluta með öðrum Toyota bílum en með því hefur Toyota tekist að lækka framleiðslukostnað margra sinna bíla. Toyota hafði í mars í fyrra selt 3,67 milljón Prius bíla frá upphafi og gætu þeir verið komnir í um 4 milljónir seldra bíla í dag.
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent