Kemur stærsti laxinn í sumar upp af Nessvæðinu? Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2014 20:16 Klaus Frimor að sleppa vænum laxi í Aðaldalnum. Mynd: ÁPH Veiðin í Laxá í Aðaldal hefur verið ágæt þrátt fyrir að engar smálaxagöngur hafi sýnt sig í ánni enda skiptir það kannski engu máli því engin fer í Aðaldalinn til að elta smálaxa. Áin er ekki kölluð "Drottningin" að ástæðulausu enda þykir umhverfi hennar fagurt og það sem meira er, þegar þú stendur og kastar flugu í ánna og færð töku eru yfirgnæfandi líkur á að þú sért með metfiskinn þinn undir. Þetta hafa veiðimenn verið að upplifa í sumar og sérstaklega hafa stóru laxarnir sýnt sig vel á Nessvæðinu sem er frægt fyrir stórlaxa. Áin er að detta í frábært vatn eftir að hafa bólgnað aðeins í veðurhamnum í byrjun júlí og er kominn í gullvatn eins og það er kallað. Þeir sem hafa verið í ánni síðustu dagana hafa reist töluvert af laxi og náð nokkrum á land en það hafa líkar sloppið vænir laxar. Venjulega er uppselt í ánna á þessum tíma en við rákum augun í lausa daga inná Veiða.is sem verða líkelga fljótir að fara þegar stórlaxafréttir berast af bökkum Laxár. Stangveiði Mest lesið Þegar örflugurnar gefa best Veiði "Veiðistaður 60 er teppalagður af laxi" Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði
Veiðin í Laxá í Aðaldal hefur verið ágæt þrátt fyrir að engar smálaxagöngur hafi sýnt sig í ánni enda skiptir það kannski engu máli því engin fer í Aðaldalinn til að elta smálaxa. Áin er ekki kölluð "Drottningin" að ástæðulausu enda þykir umhverfi hennar fagurt og það sem meira er, þegar þú stendur og kastar flugu í ánna og færð töku eru yfirgnæfandi líkur á að þú sért með metfiskinn þinn undir. Þetta hafa veiðimenn verið að upplifa í sumar og sérstaklega hafa stóru laxarnir sýnt sig vel á Nessvæðinu sem er frægt fyrir stórlaxa. Áin er að detta í frábært vatn eftir að hafa bólgnað aðeins í veðurhamnum í byrjun júlí og er kominn í gullvatn eins og það er kallað. Þeir sem hafa verið í ánni síðustu dagana hafa reist töluvert af laxi og náð nokkrum á land en það hafa líkar sloppið vænir laxar. Venjulega er uppselt í ánna á þessum tíma en við rákum augun í lausa daga inná Veiða.is sem verða líkelga fljótir að fara þegar stórlaxafréttir berast af bökkum Laxár.
Stangveiði Mest lesið Þegar örflugurnar gefa best Veiði "Veiðistaður 60 er teppalagður af laxi" Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði