Lúxuskerra sem eyðir 3,1 lítra Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2014 11:03 Porsche Panamera E-Hybrid. Kominn er til landsins fyrsti Porsche Panamera E-Hybrid bíllinn til Bílabúðar Benna. Þessi bíll er um margt óvenjulegur en það eru ekki margir bílar sem bera með sér meiri lúxus og stærð, en eyða samt að meðaltali aðeins 3,1 lítra eldsneytis á hverja hundrað kílómetra. Það helgast af því að stinga má honum í samband við heimilisrafmagn og kemst hann fyrstu 35 kílómetrana á rafmagninu eingöngu. Að auki má aka honum á allt að 135 km hraða eingöngu á rafmagni. Líklega það albesta við þennan bíl er verðið en þar sem hann ber með sér lág tollgjöld er hægt að bjóða hann á 16,9 milljónir króna og er hann því á sama verði og Porsche Panmera Diesel, sem þó er mun aflminni og eyðir meira. Þessi bíll er svo hlaðinn lúxus að leit er að öðru eins og bíllinn svo fallegur að allra augu beinast að honum á ferð. Bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is var svo heppinn að fá að prófa þennan kostagrip í gær og var það sannarlega mikil upplifun. Akstureiginleikar hans eru óviðjafnanlegir, aflið magnað og þægindi eins og fæstir hafa kynnst. Porsche Panamera E-Hybrid er 416 hestöfl og koma 333 þeirra frá 3,0 lítra bensínvél en restin frá rafmótorunum. Þennan fyrsta Porsche Panamera E-Hybrid má nú skoða í sýningarsal Bílabúðar Benna. Það er þess virði.Bíllinn er algert augnayndi að innan. Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent
Kominn er til landsins fyrsti Porsche Panamera E-Hybrid bíllinn til Bílabúðar Benna. Þessi bíll er um margt óvenjulegur en það eru ekki margir bílar sem bera með sér meiri lúxus og stærð, en eyða samt að meðaltali aðeins 3,1 lítra eldsneytis á hverja hundrað kílómetra. Það helgast af því að stinga má honum í samband við heimilisrafmagn og kemst hann fyrstu 35 kílómetrana á rafmagninu eingöngu. Að auki má aka honum á allt að 135 km hraða eingöngu á rafmagni. Líklega það albesta við þennan bíl er verðið en þar sem hann ber með sér lág tollgjöld er hægt að bjóða hann á 16,9 milljónir króna og er hann því á sama verði og Porsche Panmera Diesel, sem þó er mun aflminni og eyðir meira. Þessi bíll er svo hlaðinn lúxus að leit er að öðru eins og bíllinn svo fallegur að allra augu beinast að honum á ferð. Bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is var svo heppinn að fá að prófa þennan kostagrip í gær og var það sannarlega mikil upplifun. Akstureiginleikar hans eru óviðjafnanlegir, aflið magnað og þægindi eins og fæstir hafa kynnst. Porsche Panamera E-Hybrid er 416 hestöfl og koma 333 þeirra frá 3,0 lítra bensínvél en restin frá rafmótorunum. Þennan fyrsta Porsche Panamera E-Hybrid má nú skoða í sýningarsal Bílabúðar Benna. Það er þess virði.Bíllinn er algert augnayndi að innan.
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent