Umfjöllun og viðtal: Fram - Kalju Nõmme 0-1 | Erfitt verkefni hjá Fram Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar 3. júlí 2014 18:53 Vísir/Daníel Framarar töpuðu fyrir Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri þeirra eistnesku. Eina mark leiksins kom eftir klukkustund leik og var þar að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi að finna taktinn. Leikmenn Kalju voru samt sem áður sterkari í upphafi leiksins og það virtist vera ákveðin skrekkur í Frömurum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru Framarar að vera ákveðnari og unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Hvorugt liðið náði samt sem áður að koma boltanum í netið og var því staðan 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétta eins og sá fyrri heldur rólega en gestirnir alltaf einu skrefi á undan. Þegar stundarfjórðungur var liðin af hálfleiknum náðu Eistarnir að komast yfir. Þar var að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið eftir virkilega misheppnað úthlaup frá Ögmundi Kristinssyni. Markvörðurinn kýldi boltann í raun beint á kollinn á Fábio sem stýrði knettinum laglega í netið. Framarar reyndu hvað þeir gátu næstu mínútur og þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum átti Viktor Bjarki Arnarson frábæran sprett upp völlinn. Hann prjónaði sig í gegnum alla vörn Kalju, átti aðeins eftir að leggja boltann framhjá markverði Kalju en boltinn fór hátt yfir. Skelfileg afgreiðsla hjá reynsluboltanum. Framarar náðu ekki að skapa sér fleiri færi í kvöld og lauk leiknum með 1-0 sigri Kalju. Liðin mætast án eftir viku ytra. Bjarni: Erum bara nokkuð bjartsýnir fyrir síðari leikinnMynd/Frammyndir.123.is„Ég er mjög ánægður með liðið, þeir fá ekkert færi sem ég man eftir, nema þegar við klúðrum örlítið í þessu marki sem þeir skora,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við fáum nokkur tækifæri til að skora í þessum leik og því eigum við alveg að geta farið með hausinn uppi í leikinn úti.“ Bjarni segir að aðstæður séu svipaðar úti hjá Eistunum og lítill útivöllur sem býður þeirra. „Við eigum góðan séns gegn þessu liði og förum mjög bjartsýnir út í síðari leikinn.“ Mynd/Frammyndir.123.is Evrópudeild UEFA Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira
Framarar töpuðu fyrir Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri þeirra eistnesku. Eina mark leiksins kom eftir klukkustund leik og var þar að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi að finna taktinn. Leikmenn Kalju voru samt sem áður sterkari í upphafi leiksins og það virtist vera ákveðin skrekkur í Frömurum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru Framarar að vera ákveðnari og unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Hvorugt liðið náði samt sem áður að koma boltanum í netið og var því staðan 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétta eins og sá fyrri heldur rólega en gestirnir alltaf einu skrefi á undan. Þegar stundarfjórðungur var liðin af hálfleiknum náðu Eistarnir að komast yfir. Þar var að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið eftir virkilega misheppnað úthlaup frá Ögmundi Kristinssyni. Markvörðurinn kýldi boltann í raun beint á kollinn á Fábio sem stýrði knettinum laglega í netið. Framarar reyndu hvað þeir gátu næstu mínútur og þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum átti Viktor Bjarki Arnarson frábæran sprett upp völlinn. Hann prjónaði sig í gegnum alla vörn Kalju, átti aðeins eftir að leggja boltann framhjá markverði Kalju en boltinn fór hátt yfir. Skelfileg afgreiðsla hjá reynsluboltanum. Framarar náðu ekki að skapa sér fleiri færi í kvöld og lauk leiknum með 1-0 sigri Kalju. Liðin mætast án eftir viku ytra. Bjarni: Erum bara nokkuð bjartsýnir fyrir síðari leikinnMynd/Frammyndir.123.is„Ég er mjög ánægður með liðið, þeir fá ekkert færi sem ég man eftir, nema þegar við klúðrum örlítið í þessu marki sem þeir skora,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við fáum nokkur tækifæri til að skora í þessum leik og því eigum við alveg að geta farið með hausinn uppi í leikinn úti.“ Bjarni segir að aðstæður séu svipaðar úti hjá Eistunum og lítill útivöllur sem býður þeirra. „Við eigum góðan séns gegn þessu liði og förum mjög bjartsýnir út í síðari leikinn.“ Mynd/Frammyndir.123.is
Evrópudeild UEFA Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira