Landsmótið sett í blíðskaparveðri Sunna Karen Sigurþórsdóttir á Gaddstaðaflötum skrifar 3. júlí 2014 22:40 Frá setningu mótsins á Gaddstaðaflötum í kvöld. Vísir/SKS Landsmót hestamanna, sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu, var formlega sett um klukkan 21 í kvöld en rúmlega fimm þúsund manns eru nú viðstaddir mótið. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, setti mótið og ávarpaði gesti. Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt. Í dag fór að sjá í heiðan himininn og landsmótsgestum fjölgar ört, en öll helstu úrslit mótsins fara fram nú um helgina. Um þrjú hundruð tóku þátt í hópreið í setningarathöfn landsmótsins og fulltrúar frá flestum hestamannafélögum landsins riðu í braut. Svanhvít Kristjánsdóttir frá Halakoti leiddi hópreiðina. Karlakórinn Öðlingar stigu á stokk og sungu meðal annars þjóðsönginn og lagið Ég er kominn heim eftir Óðinn Valdimarsson eins og sjá má á meðfylgjandi myndböndum. Sólin hætti að fela sig bak við skýin og gladdi augu gestanna í brekkunni sem voru hinir kátustu við setninguna í kvöld. Greinilegt var að áhorfendur tóku góðu veðri fagnandi enda veðurguðirnir ekki leikið við keppendur og gesti síðan mótið hófst á sunnudag. Ágætt veður er í kortunum fyrir helgina þegar mótið nær hámarki. Því lýkur svo síðdegis á sunnudag. Nokkur met voru slegin í dag, en knapinn Bjarni Bjarnason á hryssunni Heru frá Þóroddsstöðum setti bæði Íslands- og heimsmet í 250 metra skeiði. Þau fóru vegalengdina á 21,76 sekúndum en gamla Íslandsmetið var 21,89 sekúndur sem sett var árið 2012 af Elvari Einarssyni á Kóngi frá Lækjarmóti. Fyrra heimsmet sett af svíanum Albin af Klintberg. Þá sló Teitur Árnason á Tuma frá Borgarhóli Íslandsmet í 150 metra skeiði í dag á 13,77 sekúndum. Fyrra Íslandsmet var sett árið 2009 af Sigurbirni Bárðarsyni á Óðni frá Búðardal á 14,15 sekúndum.Fylgst verður með gangi mála á Landsmótinu hér á Vísi. Hvetjum við Landsmótsgesti til að taka skemmtilegar myndir eða myndbönd og setja á Twitter og Instagram með merkinu #Landsmot. Vísir mun birta vel valin myndbönd og myndir.Þjóðsöngurinn fluttur á Gaddstaðaflötum: Hestar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Sjá meira
Landsmót hestamanna, sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu, var formlega sett um klukkan 21 í kvöld en rúmlega fimm þúsund manns eru nú viðstaddir mótið. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, setti mótið og ávarpaði gesti. Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt. Í dag fór að sjá í heiðan himininn og landsmótsgestum fjölgar ört, en öll helstu úrslit mótsins fara fram nú um helgina. Um þrjú hundruð tóku þátt í hópreið í setningarathöfn landsmótsins og fulltrúar frá flestum hestamannafélögum landsins riðu í braut. Svanhvít Kristjánsdóttir frá Halakoti leiddi hópreiðina. Karlakórinn Öðlingar stigu á stokk og sungu meðal annars þjóðsönginn og lagið Ég er kominn heim eftir Óðinn Valdimarsson eins og sjá má á meðfylgjandi myndböndum. Sólin hætti að fela sig bak við skýin og gladdi augu gestanna í brekkunni sem voru hinir kátustu við setninguna í kvöld. Greinilegt var að áhorfendur tóku góðu veðri fagnandi enda veðurguðirnir ekki leikið við keppendur og gesti síðan mótið hófst á sunnudag. Ágætt veður er í kortunum fyrir helgina þegar mótið nær hámarki. Því lýkur svo síðdegis á sunnudag. Nokkur met voru slegin í dag, en knapinn Bjarni Bjarnason á hryssunni Heru frá Þóroddsstöðum setti bæði Íslands- og heimsmet í 250 metra skeiði. Þau fóru vegalengdina á 21,76 sekúndum en gamla Íslandsmetið var 21,89 sekúndur sem sett var árið 2012 af Elvari Einarssyni á Kóngi frá Lækjarmóti. Fyrra heimsmet sett af svíanum Albin af Klintberg. Þá sló Teitur Árnason á Tuma frá Borgarhóli Íslandsmet í 150 metra skeiði í dag á 13,77 sekúndum. Fyrra Íslandsmet var sett árið 2009 af Sigurbirni Bárðarsyni á Óðni frá Búðardal á 14,15 sekúndum.Fylgst verður með gangi mála á Landsmótinu hér á Vísi. Hvetjum við Landsmótsgesti til að taka skemmtilegar myndir eða myndbönd og setja á Twitter og Instagram með merkinu #Landsmot. Vísir mun birta vel valin myndbönd og myndir.Þjóðsöngurinn fluttur á Gaddstaðaflötum:
Hestar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Sjá meira