Angel Cabrera sigraði eftir æsispennandi lokahring 7. júlí 2014 09:36 Angel Cabrera hafði ástæðu til að fagna í gær. AP/Getty Lokahringurinn á Greenbrier Classic sem fram fór í gær var hin mesta skemmtun en Argentínumaðurinn Angel Cabrera sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni í fimm ár. Fyrir lokahringinn leiddi Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley en hann spilaði sig fljótt úr baráttu efstu manna með fjórum skollum á fyrri níu holunum á Old White TPC vellinum. Á meðan fékk landi hans George McNeill hvern fuglinn á fætur öðrum en hann lék lokahringinn á 61 höggi eða níu undir pari og gerði sér einnig lítið fyrir og fór holu í höggi á áttundu holu. McNeil var í forystu þangað til að Angel Cabrera ákvað að setja í fluggírinn en á seinni níu holunum á lokahringnum fékk hann þrjá fugla og glæsilegan örn á 13. holu. Það dugði til en Cabrera sigraði mótið á samtals 16 höggum undir pari. George McNeill kom annar á 14 höggum undir pari en fyrrum US Open meistarinn Webb Simpson nældi sér í þriðja sætið á 10 undir með góðum lokahring upp á 63 högg. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er John Deere Classic en þar á ungstirnið Jordan Spieth titil að verja. Golf Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Lokahringurinn á Greenbrier Classic sem fram fór í gær var hin mesta skemmtun en Argentínumaðurinn Angel Cabrera sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni í fimm ár. Fyrir lokahringinn leiddi Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley en hann spilaði sig fljótt úr baráttu efstu manna með fjórum skollum á fyrri níu holunum á Old White TPC vellinum. Á meðan fékk landi hans George McNeill hvern fuglinn á fætur öðrum en hann lék lokahringinn á 61 höggi eða níu undir pari og gerði sér einnig lítið fyrir og fór holu í höggi á áttundu holu. McNeil var í forystu þangað til að Angel Cabrera ákvað að setja í fluggírinn en á seinni níu holunum á lokahringnum fékk hann þrjá fugla og glæsilegan örn á 13. holu. Það dugði til en Cabrera sigraði mótið á samtals 16 höggum undir pari. George McNeill kom annar á 14 höggum undir pari en fyrrum US Open meistarinn Webb Simpson nældi sér í þriðja sætið á 10 undir með góðum lokahring upp á 63 högg. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er John Deere Classic en þar á ungstirnið Jordan Spieth titil að verja.
Golf Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira