Tiger Woods snýr aftur um helgina 24. júní 2014 16:00 Áhugavert verður að sjá hvernig Woods leikur um helgina. AP/Getty Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn eftir rúmlega þriggja mánaða fjarveru um helgina en hann verður með á Quicken Loans National mótinu sem fram fer á hinum sögufræga Congressional velli. Ástæðan fyrir fjarveru Woods var skurðaðgerð á baki sem hann fór í um miðjan mars en hann hefur misst af síðustu tveimur risamótum vegna hennar. „Ég er enn smá ryðgaður en það er bara ný áskorun að komast í gott keppnisform,“ sagði Woods í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. „Ég er nýbyrjaður að geta slegið af fullum krafti aftur en mér finnst eins og nú sé rétti tíminn til þess að koma til baka, ég er mjög spenntur fyrir komandi verkefnum.“ Meðal komandi verkefna hjá Woods er Opna breska meistaramótið sem fram fer á Royal Liverpool vellinum í júlí en hann sigraði það síðast þegar að leikið var á þeim velli árið 2006. Margir kylfingar á PGA-mótaröðinni hafa fagnað endurkomu Woods, meðal annars fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley. „Þegar að Tiger er með þá er spennustigið yfirleitt meira, hann er svo vinsæll og hefur gert svo mikið fyrir golfið. Við þörfnumst hans en fyrst og fremst þarfnast golfíþróttin hans.“ Sýnt verður beint frá öllum hringjum á Quicken Loans National mótinu á Golfstöðinni um helgina. Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn eftir rúmlega þriggja mánaða fjarveru um helgina en hann verður með á Quicken Loans National mótinu sem fram fer á hinum sögufræga Congressional velli. Ástæðan fyrir fjarveru Woods var skurðaðgerð á baki sem hann fór í um miðjan mars en hann hefur misst af síðustu tveimur risamótum vegna hennar. „Ég er enn smá ryðgaður en það er bara ný áskorun að komast í gott keppnisform,“ sagði Woods í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. „Ég er nýbyrjaður að geta slegið af fullum krafti aftur en mér finnst eins og nú sé rétti tíminn til þess að koma til baka, ég er mjög spenntur fyrir komandi verkefnum.“ Meðal komandi verkefna hjá Woods er Opna breska meistaramótið sem fram fer á Royal Liverpool vellinum í júlí en hann sigraði það síðast þegar að leikið var á þeim velli árið 2006. Margir kylfingar á PGA-mótaröðinni hafa fagnað endurkomu Woods, meðal annars fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley. „Þegar að Tiger er með þá er spennustigið yfirleitt meira, hann er svo vinsæll og hefur gert svo mikið fyrir golfið. Við þörfnumst hans en fyrst og fremst þarfnast golfíþróttin hans.“ Sýnt verður beint frá öllum hringjum á Quicken Loans National mótinu á Golfstöðinni um helgina.
Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira