Mikil veiði í Sléttuhlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2014 19:12 Frábær veiði úr Sléttuhlíðarvatni Mynd: Valþór Söring Jónsson Sléttuhlíðarvatn er ekki beinlínis í alfaraleið en veiðivonin í vatninu er það góð að það er vel þess virði að taka krók á ferðalaginu og kíkja í vatnið. Vatnið er inní Veiðikortinu svo korthafar þurfa eingöngu að tilkynna sig við komu og skrá aflann sem oft á tíðum getur verið mjög góður. Á vef Veiðikortsins er frétt af Valþóri Söring Jónssyni sem var við veiðar ásamt félögum sínum þann 29. maí og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd gerðu þeir feyknagóða veiði eða 46 fiska á aðeins þremur tímum. Þeir voru aftur á ferðinni 31. maí og fengu þá 41 fisk. Mikið af urriða er í vatninu og stöku bleikja og þrátt fyrir að fiskurinn sé ekki mjög stór, eða 1-2 pund að jafnaði þó stærri séu inn á milli, er þetta mjög góður matfiskur. Veiðivonin í vatninu er mjög góð og vatnið þess vegna tilvalið fyrir fjölskylduna því flestir fá eitthvað á færið sem reyna fyrir sér. Best veiðist á litlar straumflugur og púpur en séu veiðimenn að nota spinnera hefur "Lippann" alltaf reynst veiðimönnum við vatnið happadrjúg. Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði
Sléttuhlíðarvatn er ekki beinlínis í alfaraleið en veiðivonin í vatninu er það góð að það er vel þess virði að taka krók á ferðalaginu og kíkja í vatnið. Vatnið er inní Veiðikortinu svo korthafar þurfa eingöngu að tilkynna sig við komu og skrá aflann sem oft á tíðum getur verið mjög góður. Á vef Veiðikortsins er frétt af Valþóri Söring Jónssyni sem var við veiðar ásamt félögum sínum þann 29. maí og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd gerðu þeir feyknagóða veiði eða 46 fiska á aðeins þremur tímum. Þeir voru aftur á ferðinni 31. maí og fengu þá 41 fisk. Mikið af urriða er í vatninu og stöku bleikja og þrátt fyrir að fiskurinn sé ekki mjög stór, eða 1-2 pund að jafnaði þó stærri séu inn á milli, er þetta mjög góður matfiskur. Veiðivonin í vatninu er mjög góð og vatnið þess vegna tilvalið fyrir fjölskylduna því flestir fá eitthvað á færið sem reyna fyrir sér. Best veiðist á litlar straumflugur og púpur en séu veiðimenn að nota spinnera hefur "Lippann" alltaf reynst veiðimönnum við vatnið happadrjúg.
Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði