Eru Hybrid bílar á undanhaldi? Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2014 13:53 Toyota Prius hefur til margra ára verið söluhæsti Hybrid bíll heimsins. Þó svo að sívaxandi fjöldi Hybrid bíla sé nú í boði í heiminum sýna tölur að hlutfallsleg sala þeirra er ekki að vaxa, að minnsta kosti ekki í Bandaríkjunum. Tölur þaðan benda einmitt til þess að hlutfallsleg sala þeirra gagnvart öðrum bílum fari lækkandi. Þar í landi nam sala þeirra 3,3% allra seldra nýrra bíla í fyrra, en á fyrstu 5 mánuðum ársins hefur hún lækkað í 3,0%. Frá árinu 2009 til ársins í ár hefur bílgerðum Hybrid bíla, sem á íslensku eru nefndir tvinnbílar, fjölgað frá 24 gerðum í 47. Á þessum tíma hefur þó hlutfallslega sala þeirra vaxið um aðeins 0,9%, eða frá 2,4% í 3,3% í fyrra. Ef horft er til sölunnar í ár er aukningin enn minni, eða aðeins 0,6% þó svo bílgerðunum hafi fjölgað um 96% á þessum 5 árum. Þessar tölur ættu ekki að hvetja bílaframleiðendur til að fjölga bílgerðunum enn frekar og gæti einmitt orðið til þess að þeir muni fækka þeim á næstunni. Það sem sérfræðingar telja að valdi því að sala þeirra hafi ekki aukist meira er sú staðreynd að hefðbundnar bensín- og dísilvélar eru farnar að eyða svo litlu að lítill ávinningur fæst ef keyptur er Hybrid bíll. Hybrid bílar kosta meira en hefðbundnir bílar og því svarar það ekki kostnaði að kaupa þá, það vinnst aldrei aftur til baka á lífsleið bílanna. Öðru máli gegnir um bíla sem hlaða má rafmagni heima hjá sér og fer slíkum bílum mjög fjölgandi, enda ávinningurinn mjög teljanlegur í þeirra tilviki. Því gætu þeir tekið við Hybrid bílum sem eingöngu endurheimta orku við hemlun. Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent
Þó svo að sívaxandi fjöldi Hybrid bíla sé nú í boði í heiminum sýna tölur að hlutfallsleg sala þeirra er ekki að vaxa, að minnsta kosti ekki í Bandaríkjunum. Tölur þaðan benda einmitt til þess að hlutfallsleg sala þeirra gagnvart öðrum bílum fari lækkandi. Þar í landi nam sala þeirra 3,3% allra seldra nýrra bíla í fyrra, en á fyrstu 5 mánuðum ársins hefur hún lækkað í 3,0%. Frá árinu 2009 til ársins í ár hefur bílgerðum Hybrid bíla, sem á íslensku eru nefndir tvinnbílar, fjölgað frá 24 gerðum í 47. Á þessum tíma hefur þó hlutfallslega sala þeirra vaxið um aðeins 0,9%, eða frá 2,4% í 3,3% í fyrra. Ef horft er til sölunnar í ár er aukningin enn minni, eða aðeins 0,6% þó svo bílgerðunum hafi fjölgað um 96% á þessum 5 árum. Þessar tölur ættu ekki að hvetja bílaframleiðendur til að fjölga bílgerðunum enn frekar og gæti einmitt orðið til þess að þeir muni fækka þeim á næstunni. Það sem sérfræðingar telja að valdi því að sala þeirra hafi ekki aukist meira er sú staðreynd að hefðbundnar bensín- og dísilvélar eru farnar að eyða svo litlu að lítill ávinningur fæst ef keyptur er Hybrid bíll. Hybrid bílar kosta meira en hefðbundnir bílar og því svarar það ekki kostnaði að kaupa þá, það vinnst aldrei aftur til baka á lífsleið bílanna. Öðru máli gegnir um bíla sem hlaða má rafmagni heima hjá sér og fer slíkum bílum mjög fjölgandi, enda ávinningurinn mjög teljanlegur í þeirra tilviki. Því gætu þeir tekið við Hybrid bílum sem eingöngu endurheimta orku við hemlun.
Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent