Kia og Benz á 40 ára afmæli Hölds á Akureyri Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2014 15:59 Mercedes Benz C-Class. Höldur fagnar nú 40 ára afmæli sínu og að því tilefni mun fyrirtækið halda bílasýningu á nýju og fullkomnu verkstæði þess að Þórsstíg 4 á Akureyri á morgun, laugardag kl. 12-16. Glæsilegir Mercedes-Benz og Kia bílar frá Bílaumboðinu Öskju verða til sýnis á sýningunni. Nýir og spennandi Mercedes-Benz GLA og C-Class verða stjörnur sýningarinnar ásamt nýjum og vel búnum Kia Sportage. Allir þessir þrír nýju bílar hafa fengið mjög góða dóma bílablaðamanna að undanförnu, m.a fyrir góða aksturseiginleika og sparneytni. Á afmælissýningunni verður öll hin breiða jeppa- og fólksbílalína Mercedes-Benz og Kia til sýnis. Samstarf Hölds og Bílaumboðsins Öskju mun styrkjast enn frekar á næstunni þar sem Höldur vinnur að því að ljúka vottun sem viðurkennt þjónustuverkstæði Mercedes-Benz fólks- og sendibíla á árinu. Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent
Höldur fagnar nú 40 ára afmæli sínu og að því tilefni mun fyrirtækið halda bílasýningu á nýju og fullkomnu verkstæði þess að Þórsstíg 4 á Akureyri á morgun, laugardag kl. 12-16. Glæsilegir Mercedes-Benz og Kia bílar frá Bílaumboðinu Öskju verða til sýnis á sýningunni. Nýir og spennandi Mercedes-Benz GLA og C-Class verða stjörnur sýningarinnar ásamt nýjum og vel búnum Kia Sportage. Allir þessir þrír nýju bílar hafa fengið mjög góða dóma bílablaðamanna að undanförnu, m.a fyrir góða aksturseiginleika og sparneytni. Á afmælissýningunni verður öll hin breiða jeppa- og fólksbílalína Mercedes-Benz og Kia til sýnis. Samstarf Hölds og Bílaumboðsins Öskju mun styrkjast enn frekar á næstunni þar sem Höldur vinnur að því að ljúka vottun sem viðurkennt þjónustuverkstæði Mercedes-Benz fólks- og sendibíla á árinu.
Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent