Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2014 18:57 Óskar með fyrsta lax sumarsins úr Eystri Rangá Fyrsti laxinn úr Eystri Rangá kom á land í gær en markvisst hefur verið unnið í því að veiða snemmgengna laxa til að nota þá í klak. Þetta hefur skilað því að laxinn gengur fyrr í ánna og þegar áin opnar í júlí er yfirleitt lax að finna á öllum svæðum þó mesta lífið sé á neðstu svæðunum. Fyrsti laxinn þetta árið kom á land á Hofteigsbreiðu sem er einn af bestu stöðunum í ánni en hann er á svæði 4, rétt fyrir neðan veiðihúsin. Þetta var 4 kílóa hrygna sem tók fluguna Grýlu hjá veiðimanninum Óskari Björgvinssyni. Eystri Rangá opnar eftir tvær vikur og er meðalþyngdin þar fyrstu tvær vikurnar yfirleitt feyknagóð en undantekning hefur verið að sjá eins árs laxa fyrstu dagana og laxarnir sem veiðimenn eru að kljást við yfirleit 75-90 sm langir og þungir eftir því. Stangveiði Mest lesið Þegar örflugurnar gefa best Veiði "Veiðistaður 60 er teppalagður af laxi" Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði
Fyrsti laxinn úr Eystri Rangá kom á land í gær en markvisst hefur verið unnið í því að veiða snemmgengna laxa til að nota þá í klak. Þetta hefur skilað því að laxinn gengur fyrr í ánna og þegar áin opnar í júlí er yfirleitt lax að finna á öllum svæðum þó mesta lífið sé á neðstu svæðunum. Fyrsti laxinn þetta árið kom á land á Hofteigsbreiðu sem er einn af bestu stöðunum í ánni en hann er á svæði 4, rétt fyrir neðan veiðihúsin. Þetta var 4 kílóa hrygna sem tók fluguna Grýlu hjá veiðimanninum Óskari Björgvinssyni. Eystri Rangá opnar eftir tvær vikur og er meðalþyngdin þar fyrstu tvær vikurnar yfirleitt feyknagóð en undantekning hefur verið að sjá eins árs laxa fyrstu dagana og laxarnir sem veiðimenn eru að kljást við yfirleit 75-90 sm langir og þungir eftir því.
Stangveiði Mest lesið Þegar örflugurnar gefa best Veiði "Veiðistaður 60 er teppalagður af laxi" Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði