Ljótasti brúðarbíllinn? Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 11:15 Margir fallegir bílar hafa orðið fyrir valinu til aksturs með nýbökuð brúðhjón. Vafalaust eru skiptar skoðanir um þennan bíl en hann er sérhannaður sem brúðarbíll. Ef giska ætti á í hvaða landi hann fyrirfinnst kæmi Rússland ofarlega í huga, en þar finnst einmitt þessi gripur. Engu að síður er hann í grunninn bandarískur bíll, þ.e. Chrysler PT Cruiser sem klipptur hefur verið í tvennt og útbúið stórt glerrými í miðju hans. Að innan er lúxusinn allsráðandi og þangað væri flestum inn bjóðandi, jafnvel nýbökuðum brúðhjónum. Sjá má útlit þess í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent
Margir fallegir bílar hafa orðið fyrir valinu til aksturs með nýbökuð brúðhjón. Vafalaust eru skiptar skoðanir um þennan bíl en hann er sérhannaður sem brúðarbíll. Ef giska ætti á í hvaða landi hann fyrirfinnst kæmi Rússland ofarlega í huga, en þar finnst einmitt þessi gripur. Engu að síður er hann í grunninn bandarískur bíll, þ.e. Chrysler PT Cruiser sem klipptur hefur verið í tvennt og útbúið stórt glerrými í miðju hans. Að innan er lúxusinn allsráðandi og þangað væri flestum inn bjóðandi, jafnvel nýbökuðum brúðhjónum. Sjá má útlit þess í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent