Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Hamar 6-1 | Hvergerðingar lítil fyrirstaða Árni Jóhannsson á Nettóvellinum skrifar 19. júní 2014 19:15 Keflvíkingar eru komnir í 8-liða úrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu. Þeir lögðu 3. deildarlið Hamars frá Hveragerði fyrr í kvöld á Nettó-vellinum í Keflavík. Leikurinn var í rólegri kantinum og gerðu heimamenn nóg til að tryggja það að nafn liðsins verði í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins. Keflvíkingar réðu lögum og lofum í leiknum í kvöld eins og búast mátti við fyrirfram og voru meira með boltann strax frá upphafi, þó án þess að skapa sér teljandi færi í byrjun leiksins. Hamar reyndi þó að spila boltanum þegar þeir náðu honum og voru ekki í neinum kýlingum upp völlinn en voru oft að missa boltann á hættulegum stöðum á vellinum. Það var strax á 12. mínútu leiksins sem að heimamenn komust yfir og var þar að verki Andri Fannar Freysson eftir undirbúning Magnúsar Sverris Þorsteinsson. Það tók Keflvíkinga ekki nema 10 mínútur að bæta við öðru markinu og voru sömu menn á ferðinni og í fyrsta markinu, nema nú var það Magnús sem skoraði eftir undirbúning Fannars. Eftir mörkin tvö hélt leikurinn áfram í sama horfinu, þ.e. Keflvíkingar voru meira með boltann og voru nú byrjaðir að skapa sér færi og hefðu getað skorað fleiri mörk fyrir leikhlé. Næst komust gestirnir á 45. mínútu þegar spilandi þjálfari Ingófur Þórarinsson smellhitti boltann í innanverða stöngina og út. Keflvíkingar héldu til búningsklefa með tveggja marka forskot og voru vel að því komnir. Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri nema að heimamenn bættu við fjórum mörkum og Hvergerðingar náðu að skora eitt mark. Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði sitt annað mark á 52. mínútu eftir góðan undirbúning Daníels Gylfasonar og 18 mínútum síðar skoraði harðjaxlinn Einar Orri Einarsson fjórða mark heimamanna með utanfótarskoti úr miðjum teignum eftir sendingu Magnúsar Matthíasarsonar. Staðan var orðin 4-0 og lítil von fyrir gestina og virtust heimamenn slaka aðeins á klónni því Hamar gerði sér lítið fyrir og skoraði mark þegar 76 mínútur voru liðnar. Þar var á ferðinni Samúel Arnar Kjartansson sem fékk boltann inn á teig heimamanna og lyfti honum yfir markvörðinn og í hliðarnetið. Glæsilegt mark. Magnús Sverrir fullkomnaði svo þrennunar sína þegar fimm mínútur lifðu áður en Theodór Halldórsson skoraði sjötta mark heimamanna í uppbótartíma. Hann hafði reyndar sett boltann tvisvar í netið en hvorugt skiptið taldi vegna rangstöðu. Eins og áður segir var sigur heimamanna þægilegur og fékk Kristján Guðmundsson tækifæri til að gefa ungum leikmönnum tækifæri á að fá nokkrar mínútur í þessum leik.Kristján Guðmundsson: Viljum skemmtilegan leik næst, það er nóg fyrir okkur Þjálfari Keflvíkinga var á því að leikurinn hafi verið jafn þægilegur og úrslit leiksins gefa til kynna. „Úrslitin já endurspegla alveg hvernig leikurinn spilaðist og muninn á liðunum í deildarkeppninni. Við stigum aðeins af bensíngjöfinni í lok fyrri hálfleiks og vorum nærrum því búnir að fá á okkur mark þegar boltinn fór í stöngina hjá okkur. Það var alveg næg viðvörun fyrir okkur að vera ekki að slaka á. Við höfðum ekki efni á því.“ „Þegar þægileg forysta er komin þá fara menn að taka aukasénsa og standa ekki í réttu stöðunum og það gerðist þegar við fengum markið á okkur í seinni hálfleik. Svo gáfum við bara í í lokin og var kláruðum leikinn.“ Kristján gat gefið nokkrum ungum leikmönnum tækifæri í kvöld og var spurður hvort framtíðin væri björt í Keflavík. „Já já, það eru nokkrir efnilegir strákar á leiðinni upp og þeir eru nokkrir að æfa með okkur ásamt því að vera að koma inn í sumar. Þeir eru að spila sinn annan og fyrsta leik og það er mjög spennandi að hleypa þeim inn á völlinn og leyfa þeim að spila aðeins.“ Kristján sagðist ekki vera með neinn draumamótherja í næstu umferð og vildi bara fá spennandi leik. „Ég vil bara fá spennandi leik. Bikarinn er ákveðið ævintýri og til dæmis þá var það gaman fyrir Hamar að ná marki á móti okkur og við viljum bara skemmtilegan leik næst, það er nóg fyrir okkur.“Ingólfur Þórarinsson: Gáfum of ódýr mörk á okkur „Keflavík var betra í leiknum og átti skilið að vinna, við stóðum okkur hinsvegar vel á köflum en gáfum ódýr mörk og þegar spilað er á móti úrvalsdeildarliði þá er þér bara refsað“, sagði Ingólfur Þórarinsson þjálfari Hamars eftir leik í kvöld. „Það gefur okkur jú dálítið að ná svona langt í bikarnum. Við finnum það alveg að við erum að spila ágætlega en erum að lenda í því sama aftur og aftur. Að gefa ódýr mörk, það hefur gerst í deildinni líka. Ef við náum að koma í veg fyrir það og sjáum að við getum átt góða kafla á móti góðu liði, þá fá strákarnir vonandi smá sjálfstraust. Það hefur vantað í sumar.“ Ingólfur var óheppinn að skora ekki í lok fyrri hálfleiks þegar skot hans small í stönginni. „Það hefði verið gaman að skora, þá hefði líka verið 2-1 í hálfleik, það hefði getað gefið mönnum trú á þessu. Við erum með mjög ungt lið, það eru strákar í þessu liði sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki, þá vantaði kannski smá sjálfstraust í byrjun. Litu jafnvel of stórt á verkefnið, við hefðum mátt vera rólegri í byrjun við vorum dálítið stressaðir.“ Um mark Hamars hafði Ingólfur að segja. „Það komur fínir kaflar hjá okkur, náðum góðri sókn og skoruðum gott mark en Keflvíkingar voru betri og áttu skilið að vinna. Við gáfum þeim of ódýr mörk.“ Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Keflvíkingar eru komnir í 8-liða úrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu. Þeir lögðu 3. deildarlið Hamars frá Hveragerði fyrr í kvöld á Nettó-vellinum í Keflavík. Leikurinn var í rólegri kantinum og gerðu heimamenn nóg til að tryggja það að nafn liðsins verði í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins. Keflvíkingar réðu lögum og lofum í leiknum í kvöld eins og búast mátti við fyrirfram og voru meira með boltann strax frá upphafi, þó án þess að skapa sér teljandi færi í byrjun leiksins. Hamar reyndi þó að spila boltanum þegar þeir náðu honum og voru ekki í neinum kýlingum upp völlinn en voru oft að missa boltann á hættulegum stöðum á vellinum. Það var strax á 12. mínútu leiksins sem að heimamenn komust yfir og var þar að verki Andri Fannar Freysson eftir undirbúning Magnúsar Sverris Þorsteinsson. Það tók Keflvíkinga ekki nema 10 mínútur að bæta við öðru markinu og voru sömu menn á ferðinni og í fyrsta markinu, nema nú var það Magnús sem skoraði eftir undirbúning Fannars. Eftir mörkin tvö hélt leikurinn áfram í sama horfinu, þ.e. Keflvíkingar voru meira með boltann og voru nú byrjaðir að skapa sér færi og hefðu getað skorað fleiri mörk fyrir leikhlé. Næst komust gestirnir á 45. mínútu þegar spilandi þjálfari Ingófur Þórarinsson smellhitti boltann í innanverða stöngina og út. Keflvíkingar héldu til búningsklefa með tveggja marka forskot og voru vel að því komnir. Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri nema að heimamenn bættu við fjórum mörkum og Hvergerðingar náðu að skora eitt mark. Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði sitt annað mark á 52. mínútu eftir góðan undirbúning Daníels Gylfasonar og 18 mínútum síðar skoraði harðjaxlinn Einar Orri Einarsson fjórða mark heimamanna með utanfótarskoti úr miðjum teignum eftir sendingu Magnúsar Matthíasarsonar. Staðan var orðin 4-0 og lítil von fyrir gestina og virtust heimamenn slaka aðeins á klónni því Hamar gerði sér lítið fyrir og skoraði mark þegar 76 mínútur voru liðnar. Þar var á ferðinni Samúel Arnar Kjartansson sem fékk boltann inn á teig heimamanna og lyfti honum yfir markvörðinn og í hliðarnetið. Glæsilegt mark. Magnús Sverrir fullkomnaði svo þrennunar sína þegar fimm mínútur lifðu áður en Theodór Halldórsson skoraði sjötta mark heimamanna í uppbótartíma. Hann hafði reyndar sett boltann tvisvar í netið en hvorugt skiptið taldi vegna rangstöðu. Eins og áður segir var sigur heimamanna þægilegur og fékk Kristján Guðmundsson tækifæri til að gefa ungum leikmönnum tækifæri á að fá nokkrar mínútur í þessum leik.Kristján Guðmundsson: Viljum skemmtilegan leik næst, það er nóg fyrir okkur Þjálfari Keflvíkinga var á því að leikurinn hafi verið jafn þægilegur og úrslit leiksins gefa til kynna. „Úrslitin já endurspegla alveg hvernig leikurinn spilaðist og muninn á liðunum í deildarkeppninni. Við stigum aðeins af bensíngjöfinni í lok fyrri hálfleiks og vorum nærrum því búnir að fá á okkur mark þegar boltinn fór í stöngina hjá okkur. Það var alveg næg viðvörun fyrir okkur að vera ekki að slaka á. Við höfðum ekki efni á því.“ „Þegar þægileg forysta er komin þá fara menn að taka aukasénsa og standa ekki í réttu stöðunum og það gerðist þegar við fengum markið á okkur í seinni hálfleik. Svo gáfum við bara í í lokin og var kláruðum leikinn.“ Kristján gat gefið nokkrum ungum leikmönnum tækifæri í kvöld og var spurður hvort framtíðin væri björt í Keflavík. „Já já, það eru nokkrir efnilegir strákar á leiðinni upp og þeir eru nokkrir að æfa með okkur ásamt því að vera að koma inn í sumar. Þeir eru að spila sinn annan og fyrsta leik og það er mjög spennandi að hleypa þeim inn á völlinn og leyfa þeim að spila aðeins.“ Kristján sagðist ekki vera með neinn draumamótherja í næstu umferð og vildi bara fá spennandi leik. „Ég vil bara fá spennandi leik. Bikarinn er ákveðið ævintýri og til dæmis þá var það gaman fyrir Hamar að ná marki á móti okkur og við viljum bara skemmtilegan leik næst, það er nóg fyrir okkur.“Ingólfur Þórarinsson: Gáfum of ódýr mörk á okkur „Keflavík var betra í leiknum og átti skilið að vinna, við stóðum okkur hinsvegar vel á köflum en gáfum ódýr mörk og þegar spilað er á móti úrvalsdeildarliði þá er þér bara refsað“, sagði Ingólfur Þórarinsson þjálfari Hamars eftir leik í kvöld. „Það gefur okkur jú dálítið að ná svona langt í bikarnum. Við finnum það alveg að við erum að spila ágætlega en erum að lenda í því sama aftur og aftur. Að gefa ódýr mörk, það hefur gerst í deildinni líka. Ef við náum að koma í veg fyrir það og sjáum að við getum átt góða kafla á móti góðu liði, þá fá strákarnir vonandi smá sjálfstraust. Það hefur vantað í sumar.“ Ingólfur var óheppinn að skora ekki í lok fyrri hálfleiks þegar skot hans small í stönginni. „Það hefði verið gaman að skora, þá hefði líka verið 2-1 í hálfleik, það hefði getað gefið mönnum trú á þessu. Við erum með mjög ungt lið, það eru strákar í þessu liði sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki, þá vantaði kannski smá sjálfstraust í byrjun. Litu jafnvel of stórt á verkefnið, við hefðum mátt vera rólegri í byrjun við vorum dálítið stressaðir.“ Um mark Hamars hafði Ingólfur að segja. „Það komur fínir kaflar hjá okkur, náðum góðri sókn og skoruðum gott mark en Keflvíkingar voru betri og áttu skilið að vinna. Við gáfum þeim of ódýr mörk.“
Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira