Michelson verður ekki með á US Open 4. júní 2014 21:51 Landon Michelson kemst ekki á US Open þetta árið. Facebook/Landon Michelson Landon Michelson nagar sig eflaust í handabökin þessa dagana en þessi 22 ára áhugamaður gerði slæm mistök sem kostuðu hann mögulega sæti á einu stærsta golfmóti heims, US Open. Michelson tók þátt í úrtökumóti fyrir US Open sem fram fór á Quail Valley vellinum í Flórída en hann lék hringina tvo á 71 höggi eða samtals á tveimur undir pari. Það skor hefði dugað Michelson til þess að komast í tveggja manna bráðabana um sæti á US Open en hann gerði þau mistök að skila inn röngu skori á seinni hringnum, upp á 70 högg en ekki 71. Það skor hefði verið nóg til þess að tryggja honum þátttökurétt á þessu sögufræga golfmóti en Bandaríkjamaðurinn ungi sýndi þó að golf er heiðursmannaíþrótt og gerði hið rétta, tilkynnti mótshöldurum að hann hefði skilað inn röngu skori og fyrir það fékk hann frávísun. „Ég er í raun alger asni, það er þess vegna sem þið eruð að tala við mig núna,“ sagði Michelson við fréttamenn Golf Channel eftir úrtökumótið. „Að skila inn réttu skorkorti er alfarið á mína ábyrgð og ég klikkaði á því í þetta sinn. Það hefði verið draumur að baða sig í athyglinni á US Open en svona er golf bara og ég verð að taka afleiðingum þessa klúðurs.“ Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Landon Michelson nagar sig eflaust í handabökin þessa dagana en þessi 22 ára áhugamaður gerði slæm mistök sem kostuðu hann mögulega sæti á einu stærsta golfmóti heims, US Open. Michelson tók þátt í úrtökumóti fyrir US Open sem fram fór á Quail Valley vellinum í Flórída en hann lék hringina tvo á 71 höggi eða samtals á tveimur undir pari. Það skor hefði dugað Michelson til þess að komast í tveggja manna bráðabana um sæti á US Open en hann gerði þau mistök að skila inn röngu skori á seinni hringnum, upp á 70 högg en ekki 71. Það skor hefði verið nóg til þess að tryggja honum þátttökurétt á þessu sögufræga golfmóti en Bandaríkjamaðurinn ungi sýndi þó að golf er heiðursmannaíþrótt og gerði hið rétta, tilkynnti mótshöldurum að hann hefði skilað inn röngu skori og fyrir það fékk hann frávísun. „Ég er í raun alger asni, það er þess vegna sem þið eruð að tala við mig núna,“ sagði Michelson við fréttamenn Golf Channel eftir úrtökumótið. „Að skila inn réttu skorkorti er alfarið á mína ábyrgð og ég klikkaði á því í þetta sinn. Það hefði verið draumur að baða sig í athyglinni á US Open en svona er golf bara og ég verð að taka afleiðingum þessa klúðurs.“
Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira