Citroën flytur framleiðslu C3 frá Frakklandi til Slóvakíu Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2014 11:30 Ciotroën C3. Næsta kynslóð Citroën C3 verður ekki framleiddur í Frakklandi, heldur Slóvakíu. Er það liður í þeim áætlunum móðurfélagsins PSA/Peugeot-Citroën að flytja framleiðslu smærri bíla sinna frá vesturhluta Evrópu vegna hás framleiðslukostnaðar þar. Núna er Citroën C3 framleiddur í Poissy, í nágrenni Parísar og hefur bíllinn selst í 48.614 eintökum á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Samkvæmt innanbúðarheimildum PSA verður framleiðslan færð til Trnava í Slóvakíu, en þar er þegar í framleiðslu bílarnir C3 Picasso og Peugeot 208. Framleiðsla á fjöldaframleiddum smærri bílum sem seljast á lágu verði er ekki lengur arðsöm í V-Evrópu. Það er ef til vill skiljanlegt í ljósi þess að meðalkostnaður við hvern starfsmann þar er um 57 Evrur á hvern klukkutíma, en aðeins 15,5 Evrur í Slóvakíu. Búist er við að þegar PSA endanlega greinir frá þessum áformum sínum verði allt vitlaust í heimlandinu Frakklandi og stéttarfélög þar geri þeim lífið leitt, sem fyrr þegar greint er frá áætlunum um að fækka störfum í frönskum bílaverksmiðjum. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent
Næsta kynslóð Citroën C3 verður ekki framleiddur í Frakklandi, heldur Slóvakíu. Er það liður í þeim áætlunum móðurfélagsins PSA/Peugeot-Citroën að flytja framleiðslu smærri bíla sinna frá vesturhluta Evrópu vegna hás framleiðslukostnaðar þar. Núna er Citroën C3 framleiddur í Poissy, í nágrenni Parísar og hefur bíllinn selst í 48.614 eintökum á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Samkvæmt innanbúðarheimildum PSA verður framleiðslan færð til Trnava í Slóvakíu, en þar er þegar í framleiðslu bílarnir C3 Picasso og Peugeot 208. Framleiðsla á fjöldaframleiddum smærri bílum sem seljast á lágu verði er ekki lengur arðsöm í V-Evrópu. Það er ef til vill skiljanlegt í ljósi þess að meðalkostnaður við hvern starfsmann þar er um 57 Evrur á hvern klukkutíma, en aðeins 15,5 Evrur í Slóvakíu. Búist er við að þegar PSA endanlega greinir frá þessum áformum sínum verði allt vitlaust í heimlandinu Frakklandi og stéttarfélög þar geri þeim lífið leitt, sem fyrr þegar greint er frá áætlunum um að fækka störfum í frönskum bílaverksmiðjum.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent