Lars: Reynslumeiri menn ráða við þetta Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2014 15:30 Lars Lagerbäck fagnar því hversu vel Sölvi og miðverðirnir allir eru að spila með sínum félagsliðum. Vísir/Pjetur „Þetta er fyrsta skrefið í undirbúningnum fyrir EM þó við höfum spilað þennan leik gegn Wales,“ segir Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, í samtali við Vísi um vináttuleikina gegn Austurríki og Eistlandi sem fara fram í lok þessa mánaðar og byrjun þess næsta. Hann og Heimir Hallgrímsson kynntu hópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttuleikjum í lok þessa mánaðar og byrjun þess næsta. Landsliðið kemur saman í byrjun næstu viku og mætir Austurríki í Insbruck föstudaginn 30. maí. Miðvikudaginn 4. júní koma Eistar svo í heimsókn í Laugardalinn. Það er bara vonandi að völlurinn verði klár en áfram er unnið hörðum höndum í Dalnum að koma honum í stand. „Þetta er tækifæri til að hitta leikmennina og heyra þeirra hugmyndir fyrir undankeppnina og einnig hvað þeir ætla að gera í sumar. Sumir reyna eflaust að skipta um lið þannig það er gott að hitta þá,“ segir Lars. „Hvað varðar fótboltann þá erum við búnir að greina síðustu undankeppni og kannski viljum við aðeins breyta nokkrum hlutum. Þetta eru tveir flottir leikir sem við fáum. Það er líka gott að fá leik hérna heima þannig við getum sýnt okkur fyrir íslenskum áhorfendum.“Björn Bergmann vill ekki spila fyrir Ísland.Vísir/GettyBúinn að tala þrisvar sinnum við Björn Bergmann Fátt kom á óvart í landsliðsvalinu. Selfyssingarnir Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson voru valdir í hópinn gegn Austurríki eftir frábæra frammistöðu í byrjun tímabilsins í Noregi. Þeir verða þó aðeins í hópnum gegn Austurríki líkt og Birkir Már Sævarsson, bakvörður Brann. Þetta eru einu tveir vináttuleikir Íslands fyrir undankeppnina sem hefst í haust þannig Lars og Heimir fá ekki mörg tækifæri til að prófa nýja menn. „Við völdum nokkra af ungu leikmönnunum því þeim gengur vel með sínum liðum en vináttuleikirnir eru bara svo fáir. Það er mikilvægt að skoða leikmennina sem gætu mögulega verið framtíðarmenn þannig hópurinn er blanda af báðu. Það mikilvægasta er að eiga tvo góða leiki og koma sér vel af stað því við fáum ekki landsleik í ágúst,“ segir Lars.Eiður Smári Guðjohnsen gefur ekki kost á sér í þessi verkefni en er ekki formlega hættur með landsliðinu eins og haldið var eftir leikina gegn Króatíu. Hann er að skoða sín mál nú eftir að tímabilinu lauk í Belgíu en Eiður er líklega á förum frá Club Brugge.Björn Bergmann Sigurðarson gefur heldur ekki kost á sér frekar en fyrri daginn. Lars sagði á blaðamannafundinum að hann hefði rætt þrívegis við Björn á síðustu vikum og hljóðið í honum væri gott. Skagamaðurinn væri einfaldlega ekki tilbúinn til að spila með landsliðinu núna. „Hann telur sig ekki 100 prósent kláran til að spila fyrir landsliðið. Ég hef rætt við hann núna þrisvar og hann virkar á mig sem skynsamur strákur. Ég vil samt ekki vera að neyða menn til að spila fyrir landsliðið. Hann segist ekki vera tilbúinn en ég vil ekki loka neinum dyrum. Ég hef samt aldrei hitt jafnhæfileikaríkan leikmann sem hefur ekki áhuga á að spila fyrir landslið sitt,“ sagði Lars á sjálfum blaðamannafundinum.Landsliðsfyrirliðinn fékk lítið að spila hjá Cardiff.Vísir/GettyMiðverðirnir líta vel út Undir lok síðustu undankeppni var það orðið vandamál hversu margir lykilmanna íslenska liðsins voru ekki að spila reglulega með sínum félagsliðum. Sú er enn raunin hjá sumum leikmönnum á borð við Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson og Birki Bjarnason. „Reynslumeiri menn ráða við þetta, að spila minna með sínum félagsliðum. Ég vonast til að þeir fái að spila meira en í heildina hafa flestir spilað frekar mikið. Þannig séð lítur þetta ekki illa út en auðvitað vil ég að menn spili sem mest,“ segir Lars við Vísi. Varnarleikurinn var einnig smá höfuðverkur en nú eru allir þrír helstu miðverðir liðsins; Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason og SölviGeirOttesen, að spila reglulega og standa sig vel. „Þetta er mjög jákvætt. Ragnar og Sölvi hafa litið mjög vel út í leikjunum sem ég hef séð í sjónvarpinu. Þeir eru að standa sig mjög vel líkt og Kári Árnason hjá Rotherham. Hann verður nú á Wembley á sunnudaginn. Það var líka gott fyrir Hannes [Þór Halldórsson, markvörð] að komast í nýtt umhverfi. Ég er búinn að sjá flesta leikina hans í Noregi og hann er að standa sig mjög vel þó liðið sé ekki að spila jafnvel,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars og Heimir völdu fjóra nýliða Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í fótbolta, tilkynntu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttulandsleikjum. 23. maí 2014 12:05 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
„Þetta er fyrsta skrefið í undirbúningnum fyrir EM þó við höfum spilað þennan leik gegn Wales,“ segir Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, í samtali við Vísi um vináttuleikina gegn Austurríki og Eistlandi sem fara fram í lok þessa mánaðar og byrjun þess næsta. Hann og Heimir Hallgrímsson kynntu hópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttuleikjum í lok þessa mánaðar og byrjun þess næsta. Landsliðið kemur saman í byrjun næstu viku og mætir Austurríki í Insbruck föstudaginn 30. maí. Miðvikudaginn 4. júní koma Eistar svo í heimsókn í Laugardalinn. Það er bara vonandi að völlurinn verði klár en áfram er unnið hörðum höndum í Dalnum að koma honum í stand. „Þetta er tækifæri til að hitta leikmennina og heyra þeirra hugmyndir fyrir undankeppnina og einnig hvað þeir ætla að gera í sumar. Sumir reyna eflaust að skipta um lið þannig það er gott að hitta þá,“ segir Lars. „Hvað varðar fótboltann þá erum við búnir að greina síðustu undankeppni og kannski viljum við aðeins breyta nokkrum hlutum. Þetta eru tveir flottir leikir sem við fáum. Það er líka gott að fá leik hérna heima þannig við getum sýnt okkur fyrir íslenskum áhorfendum.“Björn Bergmann vill ekki spila fyrir Ísland.Vísir/GettyBúinn að tala þrisvar sinnum við Björn Bergmann Fátt kom á óvart í landsliðsvalinu. Selfyssingarnir Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson voru valdir í hópinn gegn Austurríki eftir frábæra frammistöðu í byrjun tímabilsins í Noregi. Þeir verða þó aðeins í hópnum gegn Austurríki líkt og Birkir Már Sævarsson, bakvörður Brann. Þetta eru einu tveir vináttuleikir Íslands fyrir undankeppnina sem hefst í haust þannig Lars og Heimir fá ekki mörg tækifæri til að prófa nýja menn. „Við völdum nokkra af ungu leikmönnunum því þeim gengur vel með sínum liðum en vináttuleikirnir eru bara svo fáir. Það er mikilvægt að skoða leikmennina sem gætu mögulega verið framtíðarmenn þannig hópurinn er blanda af báðu. Það mikilvægasta er að eiga tvo góða leiki og koma sér vel af stað því við fáum ekki landsleik í ágúst,“ segir Lars.Eiður Smári Guðjohnsen gefur ekki kost á sér í þessi verkefni en er ekki formlega hættur með landsliðinu eins og haldið var eftir leikina gegn Króatíu. Hann er að skoða sín mál nú eftir að tímabilinu lauk í Belgíu en Eiður er líklega á förum frá Club Brugge.Björn Bergmann Sigurðarson gefur heldur ekki kost á sér frekar en fyrri daginn. Lars sagði á blaðamannafundinum að hann hefði rætt þrívegis við Björn á síðustu vikum og hljóðið í honum væri gott. Skagamaðurinn væri einfaldlega ekki tilbúinn til að spila með landsliðinu núna. „Hann telur sig ekki 100 prósent kláran til að spila fyrir landsliðið. Ég hef rætt við hann núna þrisvar og hann virkar á mig sem skynsamur strákur. Ég vil samt ekki vera að neyða menn til að spila fyrir landsliðið. Hann segist ekki vera tilbúinn en ég vil ekki loka neinum dyrum. Ég hef samt aldrei hitt jafnhæfileikaríkan leikmann sem hefur ekki áhuga á að spila fyrir landslið sitt,“ sagði Lars á sjálfum blaðamannafundinum.Landsliðsfyrirliðinn fékk lítið að spila hjá Cardiff.Vísir/GettyMiðverðirnir líta vel út Undir lok síðustu undankeppni var það orðið vandamál hversu margir lykilmanna íslenska liðsins voru ekki að spila reglulega með sínum félagsliðum. Sú er enn raunin hjá sumum leikmönnum á borð við Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson og Birki Bjarnason. „Reynslumeiri menn ráða við þetta, að spila minna með sínum félagsliðum. Ég vonast til að þeir fái að spila meira en í heildina hafa flestir spilað frekar mikið. Þannig séð lítur þetta ekki illa út en auðvitað vil ég að menn spili sem mest,“ segir Lars við Vísi. Varnarleikurinn var einnig smá höfuðverkur en nú eru allir þrír helstu miðverðir liðsins; Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason og SölviGeirOttesen, að spila reglulega og standa sig vel. „Þetta er mjög jákvætt. Ragnar og Sölvi hafa litið mjög vel út í leikjunum sem ég hef séð í sjónvarpinu. Þeir eru að standa sig mjög vel líkt og Kári Árnason hjá Rotherham. Hann verður nú á Wembley á sunnudaginn. Það var líka gott fyrir Hannes [Þór Halldórsson, markvörð] að komast í nýtt umhverfi. Ég er búinn að sjá flesta leikina hans í Noregi og hann er að standa sig mjög vel þó liðið sé ekki að spila jafnvel,“ segir Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars og Heimir völdu fjóra nýliða Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í fótbolta, tilkynntu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttulandsleikjum. 23. maí 2014 12:05 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Lars og Heimir völdu fjóra nýliða Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í fótbolta, tilkynntu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttulandsleikjum. 23. maí 2014 12:05