Thomas Björn í góðum málum fyrir lokahringinn á Wentworth 24. maí 2014 19:47 Thomas Björn hefur verið frábær á Wentworth hingað til. Getty Það leit ekki beint út fyrir að Thomas Björn myndi stinga af á BMW PGA meistaramótinu þegar að Daninn hóf sinn þriðja hring í dag en hann byrjaði á því að fá tvöfaldan skolla á fyrstu holu og var nokkuð heppinn að sleppa í gegn um fyrri níu holurnar á aðeins tveimur höggum yfir pari. Björn fór svo gjörsamlega á kostum á seinni níu, fékk sjö fugla, tvö pör og kláraði hringinn á 65 höggum eða fimm undir pari. Hann leiðir því mótið fyrir lokahringinn en þessi vinsæli kylfingur er á 15 höggum undir pari, fimm höggum á undan Luke Donald sem er í öðru sæti á tíu höggum undir. Írinn Shane Lowry er einn í þriðja sæti á níu höggum undir pari en Joost Luiten og Rory McIlroy deila fjórða sætinu á átta höggum undir og þurfa hálfgert kraftaverk á morgun til þess að ná gera atlögu að Björn sem hefur verið í sérflokki hingað til. BMW PGA meistaramótið er eitt stærsta mót ársins á Evrópumótaröðinni og fer það ávalt fram á hinum glæsilega Wentworth velli á Englandi. Lokahringurinn fer fram á morgun og verður hann í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 12:30. Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Það leit ekki beint út fyrir að Thomas Björn myndi stinga af á BMW PGA meistaramótinu þegar að Daninn hóf sinn þriðja hring í dag en hann byrjaði á því að fá tvöfaldan skolla á fyrstu holu og var nokkuð heppinn að sleppa í gegn um fyrri níu holurnar á aðeins tveimur höggum yfir pari. Björn fór svo gjörsamlega á kostum á seinni níu, fékk sjö fugla, tvö pör og kláraði hringinn á 65 höggum eða fimm undir pari. Hann leiðir því mótið fyrir lokahringinn en þessi vinsæli kylfingur er á 15 höggum undir pari, fimm höggum á undan Luke Donald sem er í öðru sæti á tíu höggum undir. Írinn Shane Lowry er einn í þriðja sæti á níu höggum undir pari en Joost Luiten og Rory McIlroy deila fjórða sætinu á átta höggum undir og þurfa hálfgert kraftaverk á morgun til þess að ná gera atlögu að Björn sem hefur verið í sérflokki hingað til. BMW PGA meistaramótið er eitt stærsta mót ársins á Evrópumótaröðinni og fer það ávalt fram á hinum glæsilega Wentworth velli á Englandi. Lokahringurinn fer fram á morgun og verður hann í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 12:30.
Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira