Indriði bjargaði mannslífi á fótboltavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2014 20:58 Indriði Sigurðsson. Mynd/KSÍ/Hlmar Þór Guðmundsson Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, var fljótur að hugsa í leik á móti Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir að leikmaður andstæðinga gleypti tunguna og gat ekki andað. Ron Hansen, sjúkraþjálfari Bodö/Glimt, þakkar fljótum viðbrögðum Indriða að ekki fór verr og Indriði er svo sannarlega hetja kvöldsins í Noregi. Dagblaðið segir frá atvikinu og slær því upp að íslenski miðvörðurinn hafi hreinlega bjargað mannslífi á fótboltavellinum í dag. Það voru liðnar 36 mínútur í leiknum þegar Papa „Badou" Ndiaye lenti í samstuði og lá eftir líflaus á vellinum. „Ég sá að hann fékk mikið högg og lá á maganum. Hann virtist vera meðvitundalaus. Ég hljóp að honum, snéri honum við og þá sá ég að hann var búinn að velta augunum og orðinn fölur í framan. Það leit út fyrir hann væri ekki að anda" lýsir Indriði í samtali við Dagbladet en hann segir reynslu sína af skyndihjálparnámskeiði hafi komið sér vel á þessari stundu. „Ég náði taki á kjálkanum hans og náði að opna hann. Ég veit ekki hvort hann var búinn að gleypa tunguna eða var að fara að gera það en ég náði að minnsta kosti taki á henni og togaði hana til baka. Þá sáu nokkrir leikmenn Bodø/Glimt að hann andaði aftur," sagði Indriði. „Þá komu fleiri á staðinn. Það mikilvægasta var að að opna fyrir öndunarveginn. Þetta leit ekki vel út en ég varð að sjá til þess að hann gæti andað," sagði Indriði. Viking komst í 2-1 í leiknum en varð á endanum að sætta sig við 2-3 tap á heimavelli sínum. Leiksins verður ekki minnst fyrir þau úrslit heldur miklu frekar fyrir hetjulega framgöngu fyrirliðans. Það er hægt að sjá viðtal við Indriða hér fyrir neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Sjá meira
Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, var fljótur að hugsa í leik á móti Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir að leikmaður andstæðinga gleypti tunguna og gat ekki andað. Ron Hansen, sjúkraþjálfari Bodö/Glimt, þakkar fljótum viðbrögðum Indriða að ekki fór verr og Indriði er svo sannarlega hetja kvöldsins í Noregi. Dagblaðið segir frá atvikinu og slær því upp að íslenski miðvörðurinn hafi hreinlega bjargað mannslífi á fótboltavellinum í dag. Það voru liðnar 36 mínútur í leiknum þegar Papa „Badou" Ndiaye lenti í samstuði og lá eftir líflaus á vellinum. „Ég sá að hann fékk mikið högg og lá á maganum. Hann virtist vera meðvitundalaus. Ég hljóp að honum, snéri honum við og þá sá ég að hann var búinn að velta augunum og orðinn fölur í framan. Það leit út fyrir hann væri ekki að anda" lýsir Indriði í samtali við Dagbladet en hann segir reynslu sína af skyndihjálparnámskeiði hafi komið sér vel á þessari stundu. „Ég náði taki á kjálkanum hans og náði að opna hann. Ég veit ekki hvort hann var búinn að gleypa tunguna eða var að fara að gera það en ég náði að minnsta kosti taki á henni og togaði hana til baka. Þá sáu nokkrir leikmenn Bodø/Glimt að hann andaði aftur," sagði Indriði. „Þá komu fleiri á staðinn. Það mikilvægasta var að að opna fyrir öndunarveginn. Þetta leit ekki vel út en ég varð að sjá til þess að hann gæti andað," sagði Indriði. Viking komst í 2-1 í leiknum en varð á endanum að sætta sig við 2-3 tap á heimavelli sínum. Leiksins verður ekki minnst fyrir þau úrslit heldur miklu frekar fyrir hetjulega framgöngu fyrirliðans. Það er hægt að sjá viðtal við Indriða hér fyrir neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Sjá meira