Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - FH 1-0 | Bikar-Baldur skaut KR áfram Kristinn Páll Teitsson á KR-velli skrifar 28. maí 2014 16:19 Baldur Sigurðsson skorar sigurmarkið með skalla. Vísir/Daníel Bikar-Baldur Sigurðsson skoraði eina mark KR í 1-0 sigri á FH í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Það verða því KR-ingar sem verða í pottinum á föstudaginn þegar dregið er í 16-liða úrslitum á meðan Hafnfirðingar sitja eftir með sárt ennið. Leikurinn var eini Pepsideildar slagurinn í 32-liða úrslitunum og var um stórslag að ræða. Liðin hafa skipt sín á milli flestum af helstu titlum landsins undanfarin ár, þar á meðal unnið bikarkeppnina fimm af síðustu sjö árum. Vesturbæingar byrjuðu leikinn betur og fékk Bikar-Baldur Sigurðsson sannkallað dauðafæri í upphafi leiks. Baldur fékk góða stungusendingu inn fyrir vörn FH eftir tuttugu sekúndur en Róbert Örn Óskarsson var vel á verði. Baldur var aftur á ferðinni undir lok hálfleiksins og kom Róbert þá engum vörnum við. Gary Martin átti þá eitraða sendingu inn á fjærstöng þar sem Baldur reis hæst allra og skallaði boltann í netið. Stuttu síðar flautaði Gunnar Jarl Jónsson, góður dómari leiksins til hálfleiks. Meira jafnræði var í leik liðanna í seinni hálfleik en liðunum gekk illa að skapa sér færi. Heimir Guðjónsson reyndi að hressa upp á sóknarleik gestanna með því að senda nafnana Atla Viðar Björnsson og Atla Guðnason inná en tíu mínútum seinna urðu gestirnir fyrir áfalli.Jón Ragnar Jónsson, hægri bakvörður FH, var allt of seinn í háskalega tæklingu á Baldri og fékk réttilega rautt spjald eftir örlítinn misskiling hjá Gunnari Jarli. Eftir það var róðurinn þungur og þrátt fyrir hálffæri FH-inga náðu heimamenn að halda út. KR-ingar hafa ekki byrjað mótið vel en sigurinn í kvöld gæti gefið liðinu aukin kraft í verkefnin sem eru framundan. Á miðjunni var Egill Jónsson flottur en við hlið hans átti Abdel-Farid Zato-Arouna frábæran leik í liði KR. Farid var allt í öllu á miðjunni hjá heimamönnum og var réttilega valinn maður leiksins í lok leiks. Rúnar: Vissum að Baldur ætti helling inniKR-ingar fagna sigurmarki Baldurs.Vísir/Daníel„Við byrjuðum leikinn vel, við sköpuðum þrjú hættuleg færi á fyrstu mínútum leiksins og spiluðum vel miðað við aðstæður,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ánægður í viðtölum eftir leik. „Það var ekki hægt að spila gríðarlega flottan fótbolta í dag en það voru góðir kaflar inn á milli.“ Rúnar var ánægður að vera kominn heim í Frostaskjólið. „Það er frábært að vera hér en það var ekki ávísun á sigur. Það er vissulega mun skemmtilegra að spila hér en nokkursstaðar annarstaðar, hér líður okkur vel og við fengum góðan stuðning í kvöld. Hér æfum við og viljum spila leikina okkar.“ Rúnar var ánægður með spilamennskuna heilt yfir í leiknum. „Við vörðumst vel og náðum vel að loka á sóknarleik þeirra í leiknum. Egill og Farid voru gríðarlega sterkir fyrir framan varnarlínuna og stóðu sig vel í dag. Við sköpuðum að mínu mati fleiri færi og áttum sannarlega skilið að vinna þennan leik.“ Baldur Sigurðsson skoraði fyrsta markið sitt í sumar og Rúnar var ánægður að sjá hann kominn á blað. „Hann hefur ekki verið drjúgur í markaskorun á þessu tímabili. Við vissum að hann ætti helling inni og hann kom sér á réttan stað í dag og kláraði vel eftir góða sendingu frá Gary. Hann veit hvar sólin er staðsett í Vesturbænum og gat skorað á móti sól,“ sagði Rúnar léttur þegar hann var spurður út í stóra sólarmálið. Heimir: Ósammála rauða spjaldinuRóbert Örn stekkur inn í hrúgu af leikmönnum í vítateig FH.Vísir/Daníel„Mér fannst rauða spjaldið ekki réttmætt, gult spjald hefði dugað að mínu mati,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, aðspurður út í rauða spjaldið sem Jón Ragnar Jónsson fékk í bikartapinu gegn KR í kvöld. „Flest spjöldin í leiknum voru rétt en ég var ekki sammála þessu. Jón Ragnar reyndi að draga úr þessu frekar en hvað annað.“ Sóknarleikurinn gekk illa í FH-liðinu í dag. Heimir gerði lítið úr því að grasið hefði verið að stríða þeim í dag en leikurinn var sá fyrsti í Frostaskjólinu á þessu tímabili. „Þetta er ekki áhyggjuefni en við þurfum vissulega á því að slípa sóknarleikinn betur. Vellirnir hafa ekki verið að bjóða upp á mikinn fótbolta á grasinu. En ástandið í dag var alveg eins fyrir þá og þeir gátu látið boltann ganga rétt eins og við létum boltann ganga á köflum.“ Kassim Doumbia var á varamannabekknum í dag en var ekki í standi til að byrja leikinn eftir að hafa verið meiddur. „Kassim fór í myndartöku í gær og er ekki alveg tilbúinn en hann verður vonandi klár í næsta leik. Meiðsli eru aldrei af hinu góða og við höfum verið óheppnir með varnarlínuna okkar. Okkur tókst ágætlega að leysa þetta en auðvitað vill maður hafa alla sína menn klára.“ Atli Viðar og Atli Guðna byrjuðu báðir á bekknum í dag. „Atli Guðna er búinn að vera meiddur og hann þurfti að koma inn af bekknum en þeir stóðu sig vel í dag.“ „KR-ingarnir voru sterkari í fyrri hálfleik, við spiluðum einfaldlega ekki nægilega vel í fyrri hálfleik. Okkur tókst illa að verjast vinstra megin í vörninni en það gekk betur í seinni.“ Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Bikar-Baldur Sigurðsson skoraði eina mark KR í 1-0 sigri á FH í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Það verða því KR-ingar sem verða í pottinum á föstudaginn þegar dregið er í 16-liða úrslitum á meðan Hafnfirðingar sitja eftir með sárt ennið. Leikurinn var eini Pepsideildar slagurinn í 32-liða úrslitunum og var um stórslag að ræða. Liðin hafa skipt sín á milli flestum af helstu titlum landsins undanfarin ár, þar á meðal unnið bikarkeppnina fimm af síðustu sjö árum. Vesturbæingar byrjuðu leikinn betur og fékk Bikar-Baldur Sigurðsson sannkallað dauðafæri í upphafi leiks. Baldur fékk góða stungusendingu inn fyrir vörn FH eftir tuttugu sekúndur en Róbert Örn Óskarsson var vel á verði. Baldur var aftur á ferðinni undir lok hálfleiksins og kom Róbert þá engum vörnum við. Gary Martin átti þá eitraða sendingu inn á fjærstöng þar sem Baldur reis hæst allra og skallaði boltann í netið. Stuttu síðar flautaði Gunnar Jarl Jónsson, góður dómari leiksins til hálfleiks. Meira jafnræði var í leik liðanna í seinni hálfleik en liðunum gekk illa að skapa sér færi. Heimir Guðjónsson reyndi að hressa upp á sóknarleik gestanna með því að senda nafnana Atla Viðar Björnsson og Atla Guðnason inná en tíu mínútum seinna urðu gestirnir fyrir áfalli.Jón Ragnar Jónsson, hægri bakvörður FH, var allt of seinn í háskalega tæklingu á Baldri og fékk réttilega rautt spjald eftir örlítinn misskiling hjá Gunnari Jarli. Eftir það var róðurinn þungur og þrátt fyrir hálffæri FH-inga náðu heimamenn að halda út. KR-ingar hafa ekki byrjað mótið vel en sigurinn í kvöld gæti gefið liðinu aukin kraft í verkefnin sem eru framundan. Á miðjunni var Egill Jónsson flottur en við hlið hans átti Abdel-Farid Zato-Arouna frábæran leik í liði KR. Farid var allt í öllu á miðjunni hjá heimamönnum og var réttilega valinn maður leiksins í lok leiks. Rúnar: Vissum að Baldur ætti helling inniKR-ingar fagna sigurmarki Baldurs.Vísir/Daníel„Við byrjuðum leikinn vel, við sköpuðum þrjú hættuleg færi á fyrstu mínútum leiksins og spiluðum vel miðað við aðstæður,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ánægður í viðtölum eftir leik. „Það var ekki hægt að spila gríðarlega flottan fótbolta í dag en það voru góðir kaflar inn á milli.“ Rúnar var ánægður að vera kominn heim í Frostaskjólið. „Það er frábært að vera hér en það var ekki ávísun á sigur. Það er vissulega mun skemmtilegra að spila hér en nokkursstaðar annarstaðar, hér líður okkur vel og við fengum góðan stuðning í kvöld. Hér æfum við og viljum spila leikina okkar.“ Rúnar var ánægður með spilamennskuna heilt yfir í leiknum. „Við vörðumst vel og náðum vel að loka á sóknarleik þeirra í leiknum. Egill og Farid voru gríðarlega sterkir fyrir framan varnarlínuna og stóðu sig vel í dag. Við sköpuðum að mínu mati fleiri færi og áttum sannarlega skilið að vinna þennan leik.“ Baldur Sigurðsson skoraði fyrsta markið sitt í sumar og Rúnar var ánægður að sjá hann kominn á blað. „Hann hefur ekki verið drjúgur í markaskorun á þessu tímabili. Við vissum að hann ætti helling inni og hann kom sér á réttan stað í dag og kláraði vel eftir góða sendingu frá Gary. Hann veit hvar sólin er staðsett í Vesturbænum og gat skorað á móti sól,“ sagði Rúnar léttur þegar hann var spurður út í stóra sólarmálið. Heimir: Ósammála rauða spjaldinuRóbert Örn stekkur inn í hrúgu af leikmönnum í vítateig FH.Vísir/Daníel„Mér fannst rauða spjaldið ekki réttmætt, gult spjald hefði dugað að mínu mati,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, aðspurður út í rauða spjaldið sem Jón Ragnar Jónsson fékk í bikartapinu gegn KR í kvöld. „Flest spjöldin í leiknum voru rétt en ég var ekki sammála þessu. Jón Ragnar reyndi að draga úr þessu frekar en hvað annað.“ Sóknarleikurinn gekk illa í FH-liðinu í dag. Heimir gerði lítið úr því að grasið hefði verið að stríða þeim í dag en leikurinn var sá fyrsti í Frostaskjólinu á þessu tímabili. „Þetta er ekki áhyggjuefni en við þurfum vissulega á því að slípa sóknarleikinn betur. Vellirnir hafa ekki verið að bjóða upp á mikinn fótbolta á grasinu. En ástandið í dag var alveg eins fyrir þá og þeir gátu látið boltann ganga rétt eins og við létum boltann ganga á köflum.“ Kassim Doumbia var á varamannabekknum í dag en var ekki í standi til að byrja leikinn eftir að hafa verið meiddur. „Kassim fór í myndartöku í gær og er ekki alveg tilbúinn en hann verður vonandi klár í næsta leik. Meiðsli eru aldrei af hinu góða og við höfum verið óheppnir með varnarlínuna okkar. Okkur tókst ágætlega að leysa þetta en auðvitað vill maður hafa alla sína menn klára.“ Atli Viðar og Atli Guðna byrjuðu báðir á bekknum í dag. „Atli Guðna er búinn að vera meiddur og hann þurfti að koma inn af bekknum en þeir stóðu sig vel í dag.“ „KR-ingarnir voru sterkari í fyrri hálfleik, við spiluðum einfaldlega ekki nægilega vel í fyrri hálfleik. Okkur tókst illa að verjast vinstra megin í vörninni en það gekk betur í seinni.“
Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira