Bleikjuveiðin á Þingvöllum komin í gang Karl Lúðvíksson skrifar 28. maí 2014 19:14 Góð bleikjuveiði hefur verið á Þingvöllum síðustu daga Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Urriðinn er nú svo til alveg horfinn af veiðistöðunum við Þingvallavatn en það kemur ekki að sök því síðustu daga hefur bleikjuveiðin verið mjög góð. Það virðist vera nokkurn veginn sama hvar menn eru við veiðar, alls staðar er bleikjan að ganga með landinu og oft í nokkru magni. Veiðimenn sem voru við Vatnskot eldsnemma í gærmorgun gerðu flestir fína veiði og dæmi eru um að menn hafi verið með 10 fínar bleikjur eftir morguninn. Þeir sem voru við Öfugsnáða voru líka í fiski og sama er að segja um veiðimenn sem voru við Nautatanga, Vellankatla og á Rússapallinum svo kallaða. Mest af bleikjunni er um 1-2 pund en á milli sjást stærri fiskar. Sú veiðitækni sem virtist gefa bestu raunina var að veiða á flotlínu með langa tauma, allt að eina og hálfa stangarlengd, nota flugur eins og Peacock, Killer eða Frisco, draga löturhægt inn og síðast en ekki síst að nota tökuvara. Tökurnar eru oft ansi grannar svo það þarf að bregðast við þeim um leið og flugan er tekinn annars spýtir bleikjan flugunni fljótt út úr sér. Stangveiði Mest lesið Veiðislóð 3 tbl. komið út Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Flott veiði í Svartá í Skagafirði Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Lítið að gerast í nærvötnum borgarinnar Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði
Urriðinn er nú svo til alveg horfinn af veiðistöðunum við Þingvallavatn en það kemur ekki að sök því síðustu daga hefur bleikjuveiðin verið mjög góð. Það virðist vera nokkurn veginn sama hvar menn eru við veiðar, alls staðar er bleikjan að ganga með landinu og oft í nokkru magni. Veiðimenn sem voru við Vatnskot eldsnemma í gærmorgun gerðu flestir fína veiði og dæmi eru um að menn hafi verið með 10 fínar bleikjur eftir morguninn. Þeir sem voru við Öfugsnáða voru líka í fiski og sama er að segja um veiðimenn sem voru við Nautatanga, Vellankatla og á Rússapallinum svo kallaða. Mest af bleikjunni er um 1-2 pund en á milli sjást stærri fiskar. Sú veiðitækni sem virtist gefa bestu raunina var að veiða á flotlínu með langa tauma, allt að eina og hálfa stangarlengd, nota flugur eins og Peacock, Killer eða Frisco, draga löturhægt inn og síðast en ekki síst að nota tökuvara. Tökurnar eru oft ansi grannar svo það þarf að bregðast við þeim um leið og flugan er tekinn annars spýtir bleikjan flugunni fljótt út úr sér.
Stangveiði Mest lesið Veiðislóð 3 tbl. komið út Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Flott veiði í Svartá í Skagafirði Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Lítið að gerast í nærvötnum borgarinnar Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði