Martin: Ekki lengur bara rassafar á bekknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2014 22:30 Martin fær verðlaun fyrir að hafa verið valinn besti leikmaður úrslitanna. vísir/andri marinó "Við vissum að þeir hittu á lélegan leik á móti okkur síðast eða við á frábæran. Við vissum að þeir kæmu grimmir inn í þennan leik og við þurftum bara að mæta því. Við náðum að standast stóru áhlaupin hjá þeim, náðum alltaf að koma til baka og sýndum þvílíkan karakter í lokin með því að setja þessi stóru skot niður," sagði KR-ingurinn Martin Hermannsson eftir leikinn en hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Martin skoraði 26 stig í sigrinum í kvöld og skoraði hverja frábæru körfuna á fætur annarri þar sem hann sprengdi upp Grindavíkurvörnina með flottum gegnumbrotum. Hann var líka sáttur með verðlaunin. "Það er smá egóbúst, ég neita því ekki. Þetta eru samt bara liðsverðlaun og það hefði hver sem er í okkar liði getað fengið þetta. Pavel er búinn að vera frábær eins og Helgi og Darri," sagði Martin. Martin og KR-liðið voru vissulega í nokkrum sérflokki í vetur og þeir stóðustu pressuna og lönduðu titlinum á móti samheldnu liði Grindvíkinga sem vissu hvað þarf til að vinna. "Þetta er búinn að vera frábær vetur. Við töpuðum bara einum deildarleik á öllum tímabilinu og jöfnuðum met. Maður kann eiginlega ekki að tapa lengur ef ég á að vera hreinskilinn," sagði Martin. Martin tók einnig þátt í Íslandsmeistaratitlinum en þá var hann bara sextán ára og í mjög litlu hlutverki. Martin viðurkennir að þessi titill sé allt öðruvísi en sá voruð 2011. "Þetta er ekki það sama því nú á maður smá part í þessu. Ég átti rassafar á bekknum í síðasta Íslandsmeistaratitli en á kannski aðeins stærri hlut í þessum," sagði Martin. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-87 | KR Íslandsmeistari KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild karla eftir átta stiga sigur, 79-87, á Grindavík í Röstinni í kvöld. 1. maí 2014 00:01 Finnur trylltist af fögnuði | Myndband "Við erum fokking Íslandsmeistarar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, skömmu eftir að hans menn tryggðu sér titilinn í Röstinni. Finnur réð sér vart fyrir kæti. 1. maí 2014 21:40 Bikarinn á loft hjá KR | Myndband Það var mikil stemning í Röstinni í Grindavík í kvöld er Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, lyfti sjálfum Íslandsbikarnum á loft. 1. maí 2014 22:23 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira
"Við vissum að þeir hittu á lélegan leik á móti okkur síðast eða við á frábæran. Við vissum að þeir kæmu grimmir inn í þennan leik og við þurftum bara að mæta því. Við náðum að standast stóru áhlaupin hjá þeim, náðum alltaf að koma til baka og sýndum þvílíkan karakter í lokin með því að setja þessi stóru skot niður," sagði KR-ingurinn Martin Hermannsson eftir leikinn en hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Martin skoraði 26 stig í sigrinum í kvöld og skoraði hverja frábæru körfuna á fætur annarri þar sem hann sprengdi upp Grindavíkurvörnina með flottum gegnumbrotum. Hann var líka sáttur með verðlaunin. "Það er smá egóbúst, ég neita því ekki. Þetta eru samt bara liðsverðlaun og það hefði hver sem er í okkar liði getað fengið þetta. Pavel er búinn að vera frábær eins og Helgi og Darri," sagði Martin. Martin og KR-liðið voru vissulega í nokkrum sérflokki í vetur og þeir stóðustu pressuna og lönduðu titlinum á móti samheldnu liði Grindvíkinga sem vissu hvað þarf til að vinna. "Þetta er búinn að vera frábær vetur. Við töpuðum bara einum deildarleik á öllum tímabilinu og jöfnuðum met. Maður kann eiginlega ekki að tapa lengur ef ég á að vera hreinskilinn," sagði Martin. Martin tók einnig þátt í Íslandsmeistaratitlinum en þá var hann bara sextán ára og í mjög litlu hlutverki. Martin viðurkennir að þessi titill sé allt öðruvísi en sá voruð 2011. "Þetta er ekki það sama því nú á maður smá part í þessu. Ég átti rassafar á bekknum í síðasta Íslandsmeistaratitli en á kannski aðeins stærri hlut í þessum," sagði Martin.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-87 | KR Íslandsmeistari KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild karla eftir átta stiga sigur, 79-87, á Grindavík í Röstinni í kvöld. 1. maí 2014 00:01 Finnur trylltist af fögnuði | Myndband "Við erum fokking Íslandsmeistarar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, skömmu eftir að hans menn tryggðu sér titilinn í Röstinni. Finnur réð sér vart fyrir kæti. 1. maí 2014 21:40 Bikarinn á loft hjá KR | Myndband Það var mikil stemning í Röstinni í Grindavík í kvöld er Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, lyfti sjálfum Íslandsbikarnum á loft. 1. maí 2014 22:23 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-87 | KR Íslandsmeistari KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild karla eftir átta stiga sigur, 79-87, á Grindavík í Röstinni í kvöld. 1. maí 2014 00:01
Finnur trylltist af fögnuði | Myndband "Við erum fokking Íslandsmeistarar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, skömmu eftir að hans menn tryggðu sér titilinn í Röstinni. Finnur réð sér vart fyrir kæti. 1. maí 2014 21:40
Bikarinn á loft hjá KR | Myndband Það var mikil stemning í Röstinni í Grindavík í kvöld er Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, lyfti sjálfum Íslandsbikarnum á loft. 1. maí 2014 22:23