Tíu íslensk verðlaun á BJJ-móti í Kaupmannahöfn Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. maí 2014 15:30 Myndarlegur hópur. Mynd/Oddur Páll Um nýliðna helgi fór fram Copenhagen Open mótið í brasilísku jiu-jitsu. 15 íslenskir keppendur tóku þátt frá þremur íslenskum félögum, Mjölni, Fenri og VBC. Hluti hópsins tók einnig þátt á Danish Open sem fram fór um síðustu helgi þar sem íslensku keppendurnir voru afar sigursælir. Copenhagen Open er mót undir alþjóðlega BJJ sambandinu (IBJJF) og er vel sótt árlega. Fyrri hluti mótsins fór fram á laugardegi þar sem keppt var í hefðbundnum jiu-jitsu galla (gi). Þar tóku íslensku keppendurnir 10 verðlaun.Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni hlaut brons bæði í sínum þyngdarflokki (-94 kg) og opnum flokki brúnbeltinga. Ómar Yamak sigraði sinn þyngdarflokk (-70 kg) í flokki fjólublábeltinga og Pétur Jónasson sigraði opinn flokk fjólublábeltinga en þeir kepptu báðir undir merkjum Mjölnis. Daði Steinn Brynjarsson úr VBC og Halldór Logi Valson úr Fenri hrepptu báðir verðlaun í sínum flokkum en þeir kepptu í flokki fjólublábeltinga. Daði Steinn hlaut bronsverðlaun (-82 kg flokkur) og Halldór Logi (+100,5 kg flokkur) silfur.Brynjar Örn Ellertsson sigraði +100,5 kg flokk blábeltinga og hlaut bronsverðlaun í opnum flokki blábeltinga. Ingibjörg Birna Ársælsdóttir hlaut bronsverðlaun í -64 kg flokki blábeltinga en Ingibjörg og Brynjar koma bæði frá Mjölni. Þá hlaut Ari Páll Samúelsson úr VBC silfurverðlaun í flokki blábeltinga undir 76 kg. Laugardagurinn var sannarlega frábær en þau létu ekki staðar numið þar og héldu sigurgöngu sinni áfram á sunnudeginum þar sem keppt var án hefðbundins galla (nogi) og í flokki hvítbeltinga í galla. Þráinn Kolbeinsson tók aftur bronsið í sínum þyngdarflokki brúnbeltinga en gat ekki tekið þátt í opna flokkinum vegna meiðsla. Ómar Yamak sigraði undir 70 kg flokk fjólublábeltinga og voru þetta þriðju gullverðlaun hans á mótunum tveimur í Danmörku. Fenrismaðurinn Halldór Logi Valsson gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk fjólublábeltinga en aðeins er mánuður síðan hann fékk fjólubláa beltið. Þá hlutu þeir Pétur Jónasson og Daði Steinn Brynjarsson bronsverðlaun í sínum þyngdarflokkum fjólublábeltinga. Í blábeltingaflokkunum héldu íslensku keppendurnir áfram að sópa að sér verðlaunum. Brynjar Örn Ellertsson og Ingibjörg Birna Ársælsdóttir sigruðu sína flokka en Ingibjörg tók einnig bronsið í opnum flokki blábeltinga. Ari Páll Samúelsson hlaut þar að auki brons í sínum flokki. Þeir Tómas Pálsson, Arnar Þór Björnsson, báðir úr Fenri, Pétur Óskar Þorkelsson og Heiðdís Ósk Leifsdóttir, frá VBC, nældu sér öll í bronsið en þau kepptu í flokki hvítbeltinga í galla. Svo sannarlega frábær árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar á stóru alþjóðlegu móti.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. Íþróttir Tengdar fréttir Íslendingar sópuðu að sér verðlaunum á BJJ-móti í Danmörku Sjö íslenskir keppendur tóku þátt á Danish Open mótinu í brasilísku jiu-jitsu um nýliðna helgi. Árangurinn lét ekki á sér standa þar sem okkar fólk hirti átta medalíur. 28. apríl 2014 18:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sjá meira
Um nýliðna helgi fór fram Copenhagen Open mótið í brasilísku jiu-jitsu. 15 íslenskir keppendur tóku þátt frá þremur íslenskum félögum, Mjölni, Fenri og VBC. Hluti hópsins tók einnig þátt á Danish Open sem fram fór um síðustu helgi þar sem íslensku keppendurnir voru afar sigursælir. Copenhagen Open er mót undir alþjóðlega BJJ sambandinu (IBJJF) og er vel sótt árlega. Fyrri hluti mótsins fór fram á laugardegi þar sem keppt var í hefðbundnum jiu-jitsu galla (gi). Þar tóku íslensku keppendurnir 10 verðlaun.Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni hlaut brons bæði í sínum þyngdarflokki (-94 kg) og opnum flokki brúnbeltinga. Ómar Yamak sigraði sinn þyngdarflokk (-70 kg) í flokki fjólublábeltinga og Pétur Jónasson sigraði opinn flokk fjólublábeltinga en þeir kepptu báðir undir merkjum Mjölnis. Daði Steinn Brynjarsson úr VBC og Halldór Logi Valson úr Fenri hrepptu báðir verðlaun í sínum flokkum en þeir kepptu í flokki fjólublábeltinga. Daði Steinn hlaut bronsverðlaun (-82 kg flokkur) og Halldór Logi (+100,5 kg flokkur) silfur.Brynjar Örn Ellertsson sigraði +100,5 kg flokk blábeltinga og hlaut bronsverðlaun í opnum flokki blábeltinga. Ingibjörg Birna Ársælsdóttir hlaut bronsverðlaun í -64 kg flokki blábeltinga en Ingibjörg og Brynjar koma bæði frá Mjölni. Þá hlaut Ari Páll Samúelsson úr VBC silfurverðlaun í flokki blábeltinga undir 76 kg. Laugardagurinn var sannarlega frábær en þau létu ekki staðar numið þar og héldu sigurgöngu sinni áfram á sunnudeginum þar sem keppt var án hefðbundins galla (nogi) og í flokki hvítbeltinga í galla. Þráinn Kolbeinsson tók aftur bronsið í sínum þyngdarflokki brúnbeltinga en gat ekki tekið þátt í opna flokkinum vegna meiðsla. Ómar Yamak sigraði undir 70 kg flokk fjólublábeltinga og voru þetta þriðju gullverðlaun hans á mótunum tveimur í Danmörku. Fenrismaðurinn Halldór Logi Valsson gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk fjólublábeltinga en aðeins er mánuður síðan hann fékk fjólubláa beltið. Þá hlutu þeir Pétur Jónasson og Daði Steinn Brynjarsson bronsverðlaun í sínum þyngdarflokkum fjólublábeltinga. Í blábeltingaflokkunum héldu íslensku keppendurnir áfram að sópa að sér verðlaunum. Brynjar Örn Ellertsson og Ingibjörg Birna Ársælsdóttir sigruðu sína flokka en Ingibjörg tók einnig bronsið í opnum flokki blábeltinga. Ari Páll Samúelsson hlaut þar að auki brons í sínum flokki. Þeir Tómas Pálsson, Arnar Þór Björnsson, báðir úr Fenri, Pétur Óskar Þorkelsson og Heiðdís Ósk Leifsdóttir, frá VBC, nældu sér öll í bronsið en þau kepptu í flokki hvítbeltinga í galla. Svo sannarlega frábær árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar á stóru alþjóðlegu móti.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Íslendingar sópuðu að sér verðlaunum á BJJ-móti í Danmörku Sjö íslenskir keppendur tóku þátt á Danish Open mótinu í brasilísku jiu-jitsu um nýliðna helgi. Árangurinn lét ekki á sér standa þar sem okkar fólk hirti átta medalíur. 28. apríl 2014 18:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sjá meira
Íslendingar sópuðu að sér verðlaunum á BJJ-móti í Danmörku Sjö íslenskir keppendur tóku þátt á Danish Open mótinu í brasilísku jiu-jitsu um nýliðna helgi. Árangurinn lét ekki á sér standa þar sem okkar fólk hirti átta medalíur. 28. apríl 2014 18:00