Fín veiði í opnun Elliðavatns Karl Lúðvíksson skrifar 25. apríl 2014 07:28 Geir Þorsteinsson fékk 8 urriða í gærmorgun við Elliðavatn Elliðavatn opnaði fyrir veiðimenn í gær á fyrsta degi sumars og nokkur fjöldi veiðimanna var við bakka vatnsins að freista þess að setja í fisk. Aflabrögðin voru þó mjög misjöfn og flestir urði lítið sem ekkert varir en þeir sem þekkja vatnið vel gerðu það flestir nokkuð gott. Á Þingnesinu og svæðinu þar í kring var nokkuð líf og í það minnsta einn veiðimaður sem var kominn með 5 urriða og eina bleikju á land. Við Elliðavatnsbæinn kom einn og einn fiskur upp, þar af slapp einn sem nærstæddir fullyrtu að væri að minnsta kosti 6-7 pund en sá slapp úr háfi veiðimannsins við löndun. Geir Þorsteinsson gerði líka fína veiði á engjunum og náði 8 fallegum urriðum í gær morgun. Samkvæmt vefnum hjá Veiðikortinu var hann ekki mjög feiminn við að deila sínu leynivopni en að sögn notaði hann mest lítinn brúnann nobbler í urriðann en litlar straumflugur eins og nobbler gefa oft fína veiði fyrst á vorinn. Þegar líður á sumarið fara menn yfirleitt í minni og nákvæmari flugur enda verður silungurinn oft ansi vandlátur á æti þegar framboðið er nægt. Stangveiði Mest lesið Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Hliðarvatns dagurinn sunnudaginn 11.júní Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði
Elliðavatn opnaði fyrir veiðimenn í gær á fyrsta degi sumars og nokkur fjöldi veiðimanna var við bakka vatnsins að freista þess að setja í fisk. Aflabrögðin voru þó mjög misjöfn og flestir urði lítið sem ekkert varir en þeir sem þekkja vatnið vel gerðu það flestir nokkuð gott. Á Þingnesinu og svæðinu þar í kring var nokkuð líf og í það minnsta einn veiðimaður sem var kominn með 5 urriða og eina bleikju á land. Við Elliðavatnsbæinn kom einn og einn fiskur upp, þar af slapp einn sem nærstæddir fullyrtu að væri að minnsta kosti 6-7 pund en sá slapp úr háfi veiðimannsins við löndun. Geir Þorsteinsson gerði líka fína veiði á engjunum og náði 8 fallegum urriðum í gær morgun. Samkvæmt vefnum hjá Veiðikortinu var hann ekki mjög feiminn við að deila sínu leynivopni en að sögn notaði hann mest lítinn brúnann nobbler í urriðann en litlar straumflugur eins og nobbler gefa oft fína veiði fyrst á vorinn. Þegar líður á sumarið fara menn yfirleitt í minni og nákvæmari flugur enda verður silungurinn oft ansi vandlátur á æti þegar framboðið er nægt.
Stangveiði Mest lesið Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Hliðarvatns dagurinn sunnudaginn 11.júní Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði