Þýski boltinn | Pizarro skoraði tvö í sigri Bayern Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2014 22:22 Claudio Pizarro skorar fyrir Bayern München í dag. Vísir/Getty Bayern München lenti í tvígang undir á heimavelli gegn Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, en tókst að snúa taflinu sér í vil í seinni hálfleik.Theodor Gebre Selaisse kom Brimarborgunum yfir á 10. mínútu, en Franck Ribery jafnaði tíu mínútum síðar. Aaron Hunt skoraði svo annað mark Werder Bremen á 36. mínútu, en gestirnir leiddu í hálfleik, 2-1. Í seinni hálfleik sýndu Þýskalandsmeistararnir svo mátt sinn og megin. Perúmaðurinn Claudio Pizarro - markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar - skoraði tvö mörk á fjórum mínútum og þeir Bastian Schweinsteiger og Arjen Robben bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Leikmenn Bayern spiluðu með sorgarbönd í minningu Titos Vilanova, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem lést í gær langt fyrir aldur fram eftir baráttu við krabbamein í hálsi. Vilanova og Pep Guardiola, þjálfari Bayern, voru aldavinir og fyrrum samstarfsfélagar hjá Barcelona, en Guardiola minntist félaga síns að leik loknum: „Það var erfitt fyrir mig að komast í gegnum leikinn í dag. Tito var meira en vinur. Sorgin mun fylgja mér það sem eftir er. Við vorum ungir, við vildum sigra heiminn og okkur tókst það," sagði Guardiola eftir leikinn í dag. Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund skildu jöfn, 2-2, í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Lars Bender kom Leverkusen yfir eftir sjö mínútna leik, en Oliver Kirch jafnaði á 29. mínútu. Gonzalo Castro kom Leverkusen yfir á nýjan leik á 35. mínútu, en það var síðan Marco Reus sem jafnaði leikinn úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar. Dortmund situr sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, en Leverkusen er tveimur sætum neðar í töflunni.Úrslit dagsins: Bayern München 5-2 Werder Bremen Hertha Berlin 2-0 Braunschweig Mainz 05 2-0 Nürnberg Wolfsburg 2-2 Freiburg Hoffenheim 0-0 Eintracht Frankfurt Bayern Leverkusen 2-2 Borussia Dortmund. Þýski boltinn Tengdar fréttir Vilanova er látinn Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri. 25. apríl 2014 16:31 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Sjá meira
Bayern München lenti í tvígang undir á heimavelli gegn Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, en tókst að snúa taflinu sér í vil í seinni hálfleik.Theodor Gebre Selaisse kom Brimarborgunum yfir á 10. mínútu, en Franck Ribery jafnaði tíu mínútum síðar. Aaron Hunt skoraði svo annað mark Werder Bremen á 36. mínútu, en gestirnir leiddu í hálfleik, 2-1. Í seinni hálfleik sýndu Þýskalandsmeistararnir svo mátt sinn og megin. Perúmaðurinn Claudio Pizarro - markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar - skoraði tvö mörk á fjórum mínútum og þeir Bastian Schweinsteiger og Arjen Robben bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Leikmenn Bayern spiluðu með sorgarbönd í minningu Titos Vilanova, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem lést í gær langt fyrir aldur fram eftir baráttu við krabbamein í hálsi. Vilanova og Pep Guardiola, þjálfari Bayern, voru aldavinir og fyrrum samstarfsfélagar hjá Barcelona, en Guardiola minntist félaga síns að leik loknum: „Það var erfitt fyrir mig að komast í gegnum leikinn í dag. Tito var meira en vinur. Sorgin mun fylgja mér það sem eftir er. Við vorum ungir, við vildum sigra heiminn og okkur tókst það," sagði Guardiola eftir leikinn í dag. Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund skildu jöfn, 2-2, í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Lars Bender kom Leverkusen yfir eftir sjö mínútna leik, en Oliver Kirch jafnaði á 29. mínútu. Gonzalo Castro kom Leverkusen yfir á nýjan leik á 35. mínútu, en það var síðan Marco Reus sem jafnaði leikinn úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar. Dortmund situr sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, en Leverkusen er tveimur sætum neðar í töflunni.Úrslit dagsins: Bayern München 5-2 Werder Bremen Hertha Berlin 2-0 Braunschweig Mainz 05 2-0 Nürnberg Wolfsburg 2-2 Freiburg Hoffenheim 0-0 Eintracht Frankfurt Bayern Leverkusen 2-2 Borussia Dortmund.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Vilanova er látinn Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri. 25. apríl 2014 16:31 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Sjá meira
Vilanova er látinn Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri. 25. apríl 2014 16:31