Mayweather launahæsti íþróttamaður heims | Ronaldo fær meira en Messi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2014 23:15 Hann er ekki kallaður Floyd "Money" Mayweather fyrir ekki neitt. Vísir/Getty Samkvæmt árlegri launakönnun ESPN The Magazine, tímarits íþróttasamsteypunnar ESPN, er hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. langlaunahæsti íþróttamaður heims. Þrátt fyrir að hnefaleikar hafi dalað mikið í vinsældum er Mayweather mjög eftirsóttur og fær ríkulega launað fyrir sín störf. Hann barðist tvívegis í fyrra og fékk fyrir það samtals 73,5 milljónir dala eða jafnvirði 8,2 milljarða króna. Í launakönnun ESPN The Magazine er ávallt aðeins litið til launa og/eða verðlaunafés íþróttamannanna og eru launatölur ekki hluti af því. Þetta eru sem sagt ekki heildartekjur íþróttamannanna heldur aðeins það sem þeir fá frá vinnuveitendum sínum.Ronaldo fær aðeins hærri laun en Messi.Vísir/GettyKnattspyrnukapparnir CristianoRonaldo og Lionel Messi eru í öðru og þriðja sæti. Portúgalinn fær 5,7 milljarða króna í laun frá Real Madrid, ögn meira en Messi fær frá Barcelona en Katalóníurisinn ætlar nú að kippa því í liðinn á næstunni.Zlatan Ibrahimovic er svo fimmti á listanum með 4 milljarða króna í laun frá Paris Saint-Germain en Wayne Rooney er svo síðasti knattspyrnumaðurinn sem kemst á topp 25 listann. Á meðal þeirra tíu efstu má finna fimm leikstjórnendur úr NFL-deildinni í amerískum fótbolta, þrjá knattspyrnumenn, einn körfuboltamann (KobeBryant) og einn hnefaleikakappa. Bandaríska hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers er það lið sem borgar hæstu launin og í öðru sæti er stórveldið New York Yankees. Manchester City, Barcelona og Real Madrid koma þar á eftir. Heildarlistann í uppsetningu ESPN The Magazine má sjá hér.Tíu launahæstu íþróttamenn heimsÍþróttamaður - íþróttagrein - laun í milljónum dala (íslenskra króna)1. Floyd Mayweather Jr., hnefaleikar - 73,5 (8,2 millj.)2. Cristiano Ronaldo, knattspyrna - 50,2 (5,7 mlja.)3. Lionel Messi, knattspyrna - 50,1 (5,6 mlja.)4. Aaron Rodgers, amerískur fótbolti - 40 (4,5 mlja.)5. Zlatan Ibrahimovic, knattspyrna - 35 (4 mlja.)6. Matthew Stafford, amerískur fótbolti - 31,5 (3,6 mlja.)7. Tom Brady, amerískur fótbolti - 31 (3,5 mlja.)8. Kobe Bryant, körfubolti - 30,5 (3,4 mlja.)9.-10. Matt Ryan, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.)9.-10. Joe Flacco, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.) Fyrir neðan topp tíu:12.-13. Fernando Alonso, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)12.-13. Lewis Hamilton, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)15. Wayne Rooney, knattspyrna - 26 (2,9 mlja.)Liðin sem borga mest:1. Los Angeles Dodgers, hafnabolti - 241 (27 mlja.)2. New York Yankees, hafnabolti - 209 (23,5 mlja.)3. Manchester City, knattspyrna - 202 (22,7 mlja.)4. Barcelona, knattspyrna - 194 (21,8 mlja.)5. Real Madrid, knattspyrna - 190 (21,4) Íþróttir Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Sjá meira
Samkvæmt árlegri launakönnun ESPN The Magazine, tímarits íþróttasamsteypunnar ESPN, er hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. langlaunahæsti íþróttamaður heims. Þrátt fyrir að hnefaleikar hafi dalað mikið í vinsældum er Mayweather mjög eftirsóttur og fær ríkulega launað fyrir sín störf. Hann barðist tvívegis í fyrra og fékk fyrir það samtals 73,5 milljónir dala eða jafnvirði 8,2 milljarða króna. Í launakönnun ESPN The Magazine er ávallt aðeins litið til launa og/eða verðlaunafés íþróttamannanna og eru launatölur ekki hluti af því. Þetta eru sem sagt ekki heildartekjur íþróttamannanna heldur aðeins það sem þeir fá frá vinnuveitendum sínum.Ronaldo fær aðeins hærri laun en Messi.Vísir/GettyKnattspyrnukapparnir CristianoRonaldo og Lionel Messi eru í öðru og þriðja sæti. Portúgalinn fær 5,7 milljarða króna í laun frá Real Madrid, ögn meira en Messi fær frá Barcelona en Katalóníurisinn ætlar nú að kippa því í liðinn á næstunni.Zlatan Ibrahimovic er svo fimmti á listanum með 4 milljarða króna í laun frá Paris Saint-Germain en Wayne Rooney er svo síðasti knattspyrnumaðurinn sem kemst á topp 25 listann. Á meðal þeirra tíu efstu má finna fimm leikstjórnendur úr NFL-deildinni í amerískum fótbolta, þrjá knattspyrnumenn, einn körfuboltamann (KobeBryant) og einn hnefaleikakappa. Bandaríska hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers er það lið sem borgar hæstu launin og í öðru sæti er stórveldið New York Yankees. Manchester City, Barcelona og Real Madrid koma þar á eftir. Heildarlistann í uppsetningu ESPN The Magazine má sjá hér.Tíu launahæstu íþróttamenn heimsÍþróttamaður - íþróttagrein - laun í milljónum dala (íslenskra króna)1. Floyd Mayweather Jr., hnefaleikar - 73,5 (8,2 millj.)2. Cristiano Ronaldo, knattspyrna - 50,2 (5,7 mlja.)3. Lionel Messi, knattspyrna - 50,1 (5,6 mlja.)4. Aaron Rodgers, amerískur fótbolti - 40 (4,5 mlja.)5. Zlatan Ibrahimovic, knattspyrna - 35 (4 mlja.)6. Matthew Stafford, amerískur fótbolti - 31,5 (3,6 mlja.)7. Tom Brady, amerískur fótbolti - 31 (3,5 mlja.)8. Kobe Bryant, körfubolti - 30,5 (3,4 mlja.)9.-10. Matt Ryan, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.)9.-10. Joe Flacco, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.) Fyrir neðan topp tíu:12.-13. Fernando Alonso, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)12.-13. Lewis Hamilton, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)15. Wayne Rooney, knattspyrna - 26 (2,9 mlja.)Liðin sem borga mest:1. Los Angeles Dodgers, hafnabolti - 241 (27 mlja.)2. New York Yankees, hafnabolti - 209 (23,5 mlja.)3. Manchester City, knattspyrna - 202 (22,7 mlja.)4. Barcelona, knattspyrna - 194 (21,8 mlja.)5. Real Madrid, knattspyrna - 190 (21,4)
Íþróttir Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Sjá meira