NBA í nótt: Houston í úrslitakeppnina en Durant jafnaði Jordan | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. apríl 2014 11:02 Houston Rockets tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni annað árið í röð með góðum sigri á sterku liði Oklahoma City, 111-107, en alls fóru fjórtán leikir fram í NBA-deildinni í nótt.James Harden skoraði 39 stig gegn sínu gömlu félögum og kom sínum mönnum aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð. Leikurinn var þrátt fyrir tapið sögulegur fyrir Kevin Durant hjá Oklahoma City en hann skoraði 28 stig í nótt. Þetta var 40. leikurinn í röð þar sem Durant skorar minnst 25 stig en þar með jafnaði hann 27 ára gamalt met sem var í eigu Michael Jordan.Dwight Howard og Patrick Bereley eru enn frá vegna meiðsla í liði Houston en það kom ekki að sök í nótt. Houston er í fjórða sæti vesturdeildarinnar en Portland er næst á eftir og þarf bara einn sigur til að tryggja sitt sæti í úrslitakeppninni.Portland tapaði þó fyrir Phoenix, 109-93, en sigurinn var afar mikilvægur fyrir síðarnefnda liðið. Gerald Green skoraði 32 stig fyrir Phoenix, þar af átján í síðari hálfleik. Phoenix er í harðri baráttu við Dallas og Memphis um 7.-8. sætið í vestrinu en síðarnefndu tvö liðin unnu þó bæði leiki sína í nótt. Phoenix er því enn í níunda sætinu sem stendur. Í austrinu tapaði topplið Miami fyrir Minnesota í tvíframlengdum leik, 122-121. Minnesota er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en hafði þó sigur gegn ríkjandi meisturum.Corey Brewer setti niður annað vítakastið sitt þegar 1,8 sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni og dugði það til. Kevin Love skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Minnesota.LeBron James skoraði 34 stig fyrir Miami og Mario Chalmers og Chris Bosh voru með 24 stig hvor.Indiana fékk þar með gullið tækifæri að jafna Miami á toppnum en tapaði fyrir Toronto á útivelli, 102-94. Þetta var fimmti sigur Toronto í síðustu sex leikjum liðsins. Toronto og Chicago eru hnífjöfn í 3.-4. sæti í austurinu og komin áfram í úrslitakeppnina ásamt Brooklyn og Washington sem koma næst á eftir. Þrjú síðastnefndu liðin unnu öll leikina sína í nótt.Charlotte er í sjöunda sætinu og svo gott sem öruggt áfram. Liðið vann Orlando í nótt, 91-80, þar sem Al Jefferson var með 29 stig og sextán fráköst. Atlanta og New York eiga svo í harðri baráttu um áttunda og síðasta sætið í austrinu sem veitir þáttökurétt í úrslitakeppninni.Atlanta vann afar mikilvægan sigur á Cleveland í nótt, 117-98, en Knicks gaf eftir í baráttunni með því að tapa fyrir Washington á lokasekúndunum, 90-89. Bradley Beal var hetja Wizards í þeim leik.Úrslit næturinnar: Memphis - Denver 100-92 Charlotte - Orlando 91-80 Toronto - Indiana 102-94 Atlanta - Cleveland 117-98 Boston - Philadelphia 102-111 Brooklyn - Detroit 116-104 Miami - Minnesota 121-122 New York - Washington 89-90 Chicago - Milwaukee 102-90 Utah - New Orleans 100-96 Houston - Oklahoma City 111-107 Portland - Phoenix 93-109 Golden State - Sacramento 102-69 LA Lakers - Dallas 95-107Staðan í deildinni NBA Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Houston Rockets tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni annað árið í röð með góðum sigri á sterku liði Oklahoma City, 111-107, en alls fóru fjórtán leikir fram í NBA-deildinni í nótt.James Harden skoraði 39 stig gegn sínu gömlu félögum og kom sínum mönnum aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð. Leikurinn var þrátt fyrir tapið sögulegur fyrir Kevin Durant hjá Oklahoma City en hann skoraði 28 stig í nótt. Þetta var 40. leikurinn í röð þar sem Durant skorar minnst 25 stig en þar með jafnaði hann 27 ára gamalt met sem var í eigu Michael Jordan.Dwight Howard og Patrick Bereley eru enn frá vegna meiðsla í liði Houston en það kom ekki að sök í nótt. Houston er í fjórða sæti vesturdeildarinnar en Portland er næst á eftir og þarf bara einn sigur til að tryggja sitt sæti í úrslitakeppninni.Portland tapaði þó fyrir Phoenix, 109-93, en sigurinn var afar mikilvægur fyrir síðarnefnda liðið. Gerald Green skoraði 32 stig fyrir Phoenix, þar af átján í síðari hálfleik. Phoenix er í harðri baráttu við Dallas og Memphis um 7.-8. sætið í vestrinu en síðarnefndu tvö liðin unnu þó bæði leiki sína í nótt. Phoenix er því enn í níunda sætinu sem stendur. Í austrinu tapaði topplið Miami fyrir Minnesota í tvíframlengdum leik, 122-121. Minnesota er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en hafði þó sigur gegn ríkjandi meisturum.Corey Brewer setti niður annað vítakastið sitt þegar 1,8 sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni og dugði það til. Kevin Love skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Minnesota.LeBron James skoraði 34 stig fyrir Miami og Mario Chalmers og Chris Bosh voru með 24 stig hvor.Indiana fékk þar með gullið tækifæri að jafna Miami á toppnum en tapaði fyrir Toronto á útivelli, 102-94. Þetta var fimmti sigur Toronto í síðustu sex leikjum liðsins. Toronto og Chicago eru hnífjöfn í 3.-4. sæti í austurinu og komin áfram í úrslitakeppnina ásamt Brooklyn og Washington sem koma næst á eftir. Þrjú síðastnefndu liðin unnu öll leikina sína í nótt.Charlotte er í sjöunda sætinu og svo gott sem öruggt áfram. Liðið vann Orlando í nótt, 91-80, þar sem Al Jefferson var með 29 stig og sextán fráköst. Atlanta og New York eiga svo í harðri baráttu um áttunda og síðasta sætið í austrinu sem veitir þáttökurétt í úrslitakeppninni.Atlanta vann afar mikilvægan sigur á Cleveland í nótt, 117-98, en Knicks gaf eftir í baráttunni með því að tapa fyrir Washington á lokasekúndunum, 90-89. Bradley Beal var hetja Wizards í þeim leik.Úrslit næturinnar: Memphis - Denver 100-92 Charlotte - Orlando 91-80 Toronto - Indiana 102-94 Atlanta - Cleveland 117-98 Boston - Philadelphia 102-111 Brooklyn - Detroit 116-104 Miami - Minnesota 121-122 New York - Washington 89-90 Chicago - Milwaukee 102-90 Utah - New Orleans 100-96 Houston - Oklahoma City 111-107 Portland - Phoenix 93-109 Golden State - Sacramento 102-69 LA Lakers - Dallas 95-107Staðan í deildinni
NBA Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira