Nicklaus: Tiger Woods getur enn bætt metið mitt Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 16:15 Jack Nicklaus og Tiger Woods hafa unnið 32 risatitla samtals. Vísir/Getty Jack Nicklaus, af mörgum talinn besti kylfingur sögunnar, trúir því enn að Tiger Woods geti unnið fleiri risamót en hann áður en ferli Tigers lýkur. Nicklaus vann 18 risamót á sínum langa og farsæla ferli, þar af Masters-mótið sex sinnum en það hefst í dag. Nicklaus er rétt eins og Tiger einn af aðeins þremur mönnum sem unnið hefur Masters-mótið tvö ár í röð. Tiger fær ekki tækifæri til að bæta 15. risatitlinum í safnið um helgina því hann er fjarverandi vegna bakmeiðsla. Þetta er í fyrsta skiptið í 20 ár sem Tiger er ekki með á Mastersmótinu. „Ég held enn að hann geti bætt metið mitt. Svo lengi sem hann er heill heilsu. Ég finn til með Tiger. Hann hefur virkilega verið að stefna að því að ná metinu,“ sagði Nicklaus í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Tiger vann síðast risamót árið 2008 þegar hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu. Síðan þá hefur þessum 38 ára gamla kylfingi ekki tekist að bæta risatitli í safnið. Hann hefur aftur á móti verið sjóðheitur á PGA-mótaröðinni undanfarin misseri en hann er búin að vinna 79 slík mót og komst upp í annað sætið yfir fjölda sigra á mótaröðinni í fyrra. Nicklas vann 73 PGA-mót en á toppnum er Sam Snead sem vann 82 PGA-mót árin 1936–1965. Golf Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jack Nicklaus, af mörgum talinn besti kylfingur sögunnar, trúir því enn að Tiger Woods geti unnið fleiri risamót en hann áður en ferli Tigers lýkur. Nicklaus vann 18 risamót á sínum langa og farsæla ferli, þar af Masters-mótið sex sinnum en það hefst í dag. Nicklaus er rétt eins og Tiger einn af aðeins þremur mönnum sem unnið hefur Masters-mótið tvö ár í röð. Tiger fær ekki tækifæri til að bæta 15. risatitlinum í safnið um helgina því hann er fjarverandi vegna bakmeiðsla. Þetta er í fyrsta skiptið í 20 ár sem Tiger er ekki með á Mastersmótinu. „Ég held enn að hann geti bætt metið mitt. Svo lengi sem hann er heill heilsu. Ég finn til með Tiger. Hann hefur virkilega verið að stefna að því að ná metinu,“ sagði Nicklaus í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Tiger vann síðast risamót árið 2008 þegar hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu. Síðan þá hefur þessum 38 ára gamla kylfingi ekki tekist að bæta risatitli í safnið. Hann hefur aftur á móti verið sjóðheitur á PGA-mótaröðinni undanfarin misseri en hann er búin að vinna 79 slík mót og komst upp í annað sætið yfir fjölda sigra á mótaröðinni í fyrra. Nicklas vann 73 PGA-mót en á toppnum er Sam Snead sem vann 82 PGA-mót árin 1936–1965.
Golf Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira