Hart sótt að Adam Scott á þriðja hring 23. mars 2014 11:04 Keegan Bradley spilaði sig inn í toppbaráttuna í gær. AP/Vísir Þriðji hringur á Arnold Palmer Invitational golfmótinu sem fram fer á Bay Hill vellinum í Flórída fór fram í gær en fyrir hringinn hafði ástralski kylfingurinn Adam Scott sjö högga forystu á næstu menn og mótið virtist nánast vera búið. Það var þó hart sótt að Scott á þriðja hring en hann byrjaði hann mjög illa og fékk tvo skolla á fyrstu fimm holunum. Það nýttu nokkrir kylfingar sér í toppbaráttunni en um tíma var forysta hans komin niður í eitt högg. Hann tók sig þó saman í andlitinu á seinni níu holunum og kláraði hringinn á 71 höggi eða einu undir pari en hann er 15 höggum undir pari í mótinu. Þrátt fyrir að Scott hafi tekist að bjarga þriðja hringnum sínum þá unnu margir keppendur á hann, meðal annars fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley sem kom inn á 66 höggum í gær eða sex undir. Hann er í öðru sæti, þremur höggum á eftir Adam Scott á samtals 13 höggum undir. Bandaríkjamennirnir Matt Every og Jason Kokrak eru jafnir í þriðja sæti á 12 undir pari en Chesson Hadley og Ítalinn Francesco Molinari eru á 11 höggum undir pari í fimmta sæti. Það er því nóg af öflugum kylfingum sem gætu gert atlögu að Adam Scott í dag en hann hefur leitt mótið nánast frá byrjun. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 16:30 í dag. Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þriðji hringur á Arnold Palmer Invitational golfmótinu sem fram fer á Bay Hill vellinum í Flórída fór fram í gær en fyrir hringinn hafði ástralski kylfingurinn Adam Scott sjö högga forystu á næstu menn og mótið virtist nánast vera búið. Það var þó hart sótt að Scott á þriðja hring en hann byrjaði hann mjög illa og fékk tvo skolla á fyrstu fimm holunum. Það nýttu nokkrir kylfingar sér í toppbaráttunni en um tíma var forysta hans komin niður í eitt högg. Hann tók sig þó saman í andlitinu á seinni níu holunum og kláraði hringinn á 71 höggi eða einu undir pari en hann er 15 höggum undir pari í mótinu. Þrátt fyrir að Scott hafi tekist að bjarga þriðja hringnum sínum þá unnu margir keppendur á hann, meðal annars fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley sem kom inn á 66 höggum í gær eða sex undir. Hann er í öðru sæti, þremur höggum á eftir Adam Scott á samtals 13 höggum undir. Bandaríkjamennirnir Matt Every og Jason Kokrak eru jafnir í þriðja sæti á 12 undir pari en Chesson Hadley og Ítalinn Francesco Molinari eru á 11 höggum undir pari í fimmta sæti. Það er því nóg af öflugum kylfingum sem gætu gert atlögu að Adam Scott í dag en hann hefur leitt mótið nánast frá byrjun. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 16:30 í dag.
Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira