InukDesign á HönnunarMars Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 27. mars 2014 10:13 Ég fékk óvænt boð frá Hönnunarmiðstöð Íslands um að taka þátt í HönnunarMars. Ég hafði komið til Íslands nokkrum sinnum og féll strax fyrir landinu, fólkinu og sérstaklega íslenskri hönnun. Ég held að íslenskir og grænlenskir hönnuðir eigi það sameiginlegt að sækja innblástur í náttúruna og langa vetur. Mér líður eins og heima hjá mér hérna,“ segir LissStender, grænlenskur hönnuður, sem sýnir í Epal í Hörpu á HönnunarMars. LissStender hannar undir merkinu InukDesign en hún hefur starfað við grafíska hönnun á Grænlandi í yfir tuttugu og sex ár, meðal annars hjá KNR-sjónvarpsstöðinni og AG-dagblaði. Fyrir þremur árum færði hún sig yfir í vöruhönnun og er eini starfandi vöruhönnuðurinn á Grænlandi. Hönnun Liss hefur sterka skírskotun í grænlenska þjóðararfinn. „Ég fór að teikna myndir af krökkunum mínum þegar þeir fluttu til Danmerkur í nám og ég saknaði þeirra mikið. Ég fékk innblástur frá fígúrum sem höggnar voru út úr rekavið á Norðaustur-Grænlandi, fyrir meira en þúsund árum. Þessar fígúrur eru gegnumgangandi í minni hönnun,“ segir Liss. Henni er þó mikið í mun að sýna Grænland í nýju ljósi. „Ég held að það sé mikilvægt að festast ekki í fortíðarþrá heldur segja og sýna söguna á nýjan hátt. Við megum vera stolt af því hvaðan við komum en á sama tíma verðum við að þora að takast á við áskoranir og gera nýja hluti, eins og að hanna, og sýna umheiminum að Grænland er ekki bara fiskur og feldir. Ég hlakka til að sýna gestum HönnunarMars Grænland á minn hátt.“ Nánar má forvitnast um hönnun LissStender á www.inukdesign.com. HönnunarMars Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Ég fékk óvænt boð frá Hönnunarmiðstöð Íslands um að taka þátt í HönnunarMars. Ég hafði komið til Íslands nokkrum sinnum og féll strax fyrir landinu, fólkinu og sérstaklega íslenskri hönnun. Ég held að íslenskir og grænlenskir hönnuðir eigi það sameiginlegt að sækja innblástur í náttúruna og langa vetur. Mér líður eins og heima hjá mér hérna,“ segir LissStender, grænlenskur hönnuður, sem sýnir í Epal í Hörpu á HönnunarMars. LissStender hannar undir merkinu InukDesign en hún hefur starfað við grafíska hönnun á Grænlandi í yfir tuttugu og sex ár, meðal annars hjá KNR-sjónvarpsstöðinni og AG-dagblaði. Fyrir þremur árum færði hún sig yfir í vöruhönnun og er eini starfandi vöruhönnuðurinn á Grænlandi. Hönnun Liss hefur sterka skírskotun í grænlenska þjóðararfinn. „Ég fór að teikna myndir af krökkunum mínum þegar þeir fluttu til Danmerkur í nám og ég saknaði þeirra mikið. Ég fékk innblástur frá fígúrum sem höggnar voru út úr rekavið á Norðaustur-Grænlandi, fyrir meira en þúsund árum. Þessar fígúrur eru gegnumgangandi í minni hönnun,“ segir Liss. Henni er þó mikið í mun að sýna Grænland í nýju ljósi. „Ég held að það sé mikilvægt að festast ekki í fortíðarþrá heldur segja og sýna söguna á nýjan hátt. Við megum vera stolt af því hvaðan við komum en á sama tíma verðum við að þora að takast á við áskoranir og gera nýja hluti, eins og að hanna, og sýna umheiminum að Grænland er ekki bara fiskur og feldir. Ég hlakka til að sýna gestum HönnunarMars Grænland á minn hátt.“ Nánar má forvitnast um hönnun LissStender á www.inukdesign.com.
HönnunarMars Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira