Nonni Mæju fær kveðjur á fésbókinni: Öðlingur, snillingur og (sk)geggjaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2014 13:05 Jón Ólafur Jónsson. Vísir/Daníel Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, tilkynnti eftir leikinn á móti KR í gær að það hafi verið hans síðasti leikur á körfuboltaferlinum en þessi 32 ára goðsögn úr Hólminum hefur sett skóna upp á hillu. KR-ingar unnu Snæfell 3-0 í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla og sendu Hólmara í sumarfrí en Jón Ólafur skoraði 16 stig í sínum síðasta leik. Jón Ólafur var með 14,0 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á sínu lokatímabili en gat ekki beitt sér að fullu vegna meiðsla. Jón Ólafur er vinsæll leikmaður og menn hafa líka verið duglegir að senda honum kveðjur á fésbókinni í morgun. Hann hefur unnið sér inn mikla virðingu fyrir frábæra framgöngu á vellinum auk þess að hafa fyrir löngu sannað sig sem einn allra skemmtilegasti karakterinn í íslenska körfuboltanum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur hlý og góð orð sem góðir menn hafa skrifað um Jón Ólaf Jónsson á fésbókinni í morgun.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells: „Það var sérstakt andrúmsloft eftir leikinn í gær gegn KR að Jón Ólafur Jónsson aka Nonni Mæju sem er eitt þekktasta vörumerkið hérna í Stykkishólmi hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Snæfell Karfa. Fyrir mig eru það forréttindi að vera samferða þessum öðlingi og snilling sem drengurinn er. Þín verður sárt saknað minn kæri, en minningar á ferðum okkar hingað og þangað með alvöru tónlist í gangi er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri KKÍ „Jón Ólafur Jónsson, ég segi bara takk fyrir þitt framlag á vellinum og utan hans, litríkur og skemmtilegur í hvívetna, (sk)geggjaður alveg hreint, upp um allt og út um allt, jafnt á andliti sem annars staðar.“Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fyrirliði Snæfells „Það verður leitt að sjá eftir öðlingnum honum Jón Ólafur en það er víst þannig að allir góðir hlutir taka enda. Nú muntu blómstra eins og vorið á öðrum vígstöðvum. Mikill heiður að hafa spilað með þér í öll þessi ár.“Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins: „Is it true? Is it over? Ég gat hreinlega ekki komið orði að þessu sjálfur og leitaði því til Yohönnu til að túlka tilfinningar mínar á þessari stundu. En djöfull var þetta gott og skemmtilegt run Nonni minn. Við tökum gott kvöld í sumar og rifjum þetta allt upp. En margir hætta við að hætta og við útilokum því ekkert í þeim efnum, það er allt í góðu.“Hrafn Kristjánsson, fyrrum þjálfari KR og verðandi þjálfari Stjörnunnar: „Þakka þér fyrir allar mögnuðu stundirnar sem þú leyfðir manni að fylgjast með gegnum þennan magnaða feril Jón Ólafur. Alla tíð hefur það verið þannig að langlengsti tími undirbúnings fyrir Snæfells leiki fór í hvernig átti að stoppa Nonna Mæju, ágætt að vera laus við það reyndar. Svo ertu líka svo góður gaur.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, tilkynnti eftir leikinn á móti KR í gær að það hafi verið hans síðasti leikur á körfuboltaferlinum en þessi 32 ára goðsögn úr Hólminum hefur sett skóna upp á hillu. KR-ingar unnu Snæfell 3-0 í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla og sendu Hólmara í sumarfrí en Jón Ólafur skoraði 16 stig í sínum síðasta leik. Jón Ólafur var með 14,0 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á sínu lokatímabili en gat ekki beitt sér að fullu vegna meiðsla. Jón Ólafur er vinsæll leikmaður og menn hafa líka verið duglegir að senda honum kveðjur á fésbókinni í morgun. Hann hefur unnið sér inn mikla virðingu fyrir frábæra framgöngu á vellinum auk þess að hafa fyrir löngu sannað sig sem einn allra skemmtilegasti karakterinn í íslenska körfuboltanum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur hlý og góð orð sem góðir menn hafa skrifað um Jón Ólaf Jónsson á fésbókinni í morgun.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells: „Það var sérstakt andrúmsloft eftir leikinn í gær gegn KR að Jón Ólafur Jónsson aka Nonni Mæju sem er eitt þekktasta vörumerkið hérna í Stykkishólmi hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Snæfell Karfa. Fyrir mig eru það forréttindi að vera samferða þessum öðlingi og snilling sem drengurinn er. Þín verður sárt saknað minn kæri, en minningar á ferðum okkar hingað og þangað með alvöru tónlist í gangi er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri KKÍ „Jón Ólafur Jónsson, ég segi bara takk fyrir þitt framlag á vellinum og utan hans, litríkur og skemmtilegur í hvívetna, (sk)geggjaður alveg hreint, upp um allt og út um allt, jafnt á andliti sem annars staðar.“Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fyrirliði Snæfells „Það verður leitt að sjá eftir öðlingnum honum Jón Ólafur en það er víst þannig að allir góðir hlutir taka enda. Nú muntu blómstra eins og vorið á öðrum vígstöðvum. Mikill heiður að hafa spilað með þér í öll þessi ár.“Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins: „Is it true? Is it over? Ég gat hreinlega ekki komið orði að þessu sjálfur og leitaði því til Yohönnu til að túlka tilfinningar mínar á þessari stundu. En djöfull var þetta gott og skemmtilegt run Nonni minn. Við tökum gott kvöld í sumar og rifjum þetta allt upp. En margir hætta við að hætta og við útilokum því ekkert í þeim efnum, það er allt í góðu.“Hrafn Kristjánsson, fyrrum þjálfari KR og verðandi þjálfari Stjörnunnar: „Þakka þér fyrir allar mögnuðu stundirnar sem þú leyfðir manni að fylgjast með gegnum þennan magnaða feril Jón Ólafur. Alla tíð hefur það verið þannig að langlengsti tími undirbúnings fyrir Snæfells leiki fór í hvernig átti að stoppa Nonna Mæju, ágætt að vera laus við það reyndar. Svo ertu líka svo góður gaur.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum