Kaupir Mercedes Aston Martin? Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2014 12:30 Aston Martin Vantage. Jalopnik Á síðasta ári keypti Mercedes-Benz 5% í Aston Martin og ákveðið var að nýr Aston Martin Vantage myndi fá Mercedes-Benz AMG vél. Nú heyrast raddir þess efnis að Mercedes-Benz hafi í hyggju að kaupa breska fyrirtækið. Það er ekki auðvelt að vera lítill bílaframleiðandi og þróa alfarið bíla sína og vélar sjálfir og framleiða fá eintök af þeim. Þá verður hönnunarkostnaðurinn óhóflega hár, bílarnir of dýrir og salan eftir því. Þess vegna eru mörg af flottustu lúxusbílamerkjunum í eigu stóru bílaframleiðslurisanna. Aston Martin var á tímabili í eigu Ford, sem síðan seldi fyrirtækið aftur til sjálfstæðra eigenda. Síðan það gerðist hefur komið í ljós að Aston Martin þarf sárlega á samstarfi við stærri bílaframleiðanda að halda og því gæti eignarhald Mercedes-Benz á því verið lausnin. Auk þess að Mercedes-Benz vél fer í Vantage hafa fyrirtækin einnig áætlað sameiginlegan undirvagn fyrir kraftabíla sína. Það myndi gerast sjálfkrafa ef Mercedes-Benz kaupir Aston Martin með húð og hári. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið
Á síðasta ári keypti Mercedes-Benz 5% í Aston Martin og ákveðið var að nýr Aston Martin Vantage myndi fá Mercedes-Benz AMG vél. Nú heyrast raddir þess efnis að Mercedes-Benz hafi í hyggju að kaupa breska fyrirtækið. Það er ekki auðvelt að vera lítill bílaframleiðandi og þróa alfarið bíla sína og vélar sjálfir og framleiða fá eintök af þeim. Þá verður hönnunarkostnaðurinn óhóflega hár, bílarnir of dýrir og salan eftir því. Þess vegna eru mörg af flottustu lúxusbílamerkjunum í eigu stóru bílaframleiðslurisanna. Aston Martin var á tímabili í eigu Ford, sem síðan seldi fyrirtækið aftur til sjálfstæðra eigenda. Síðan það gerðist hefur komið í ljós að Aston Martin þarf sárlega á samstarfi við stærri bílaframleiðanda að halda og því gæti eignarhald Mercedes-Benz á því verið lausnin. Auk þess að Mercedes-Benz vél fer í Vantage hafa fyrirtækin einnig áætlað sameiginlegan undirvagn fyrir kraftabíla sína. Það myndi gerast sjálfkrafa ef Mercedes-Benz kaupir Aston Martin með húð og hári.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið