Sá elsti fékk gull og sá yngsti brons | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. febrúar 2014 17:16 Austurríkismaðurinn Mario Matt tryggði sér gullverðlaun í svigi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag. Hann var með besta tímann eftir fyrri ferðina í morgun og sjötti besti tíminn í seinni ferðinni dugði honum til sigurs. Samanlagður tími Matts var 1:41,84 mínútur. Hann hafði betur í baráttunni við besta svigkappa heims, heimsmeistarann Marcel Hirscher frá Austurríki, sem margir veðjuðu á að myndi vinna gullið í dag. Henrik Kristoffersen, 19 ára gamall Norðmaður, fékk bronsið þrátt fyrir að vera bara með 15. besta tímann í fyrri ferðinni. Hann náði þeim þriðja besta í seinni ferðinni og kom í mark á samanlögðum tíma upp á 1:42,67 mínútur. Brautin var erfið og féllu margir frábærir keppendur úr leik sem hjálpaði Norðmanninum að hirða bronsið en hann gerði vel í að komast niður á eins góðum tíma og raun bar vitni. Kristoffersen er einn allra efnilegasti svigmaður heims en hann vann sitt fyrsta heimsbikarmót í Schladming í Austurríki á dögunum. Með gullinu í dag varð Matt, sem er 34 ára gamall, sá elsti í sögunni til að vinna gullverðlaun í alpagreinum á Vetrarólympíuleikum. Kristofferssen er sá yngsti í sögunni. Sögulegt svig í Sotsjí.Sigri fagnað í endamarkinu í dag.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 15 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en fimmtándi keppnisdagur leikanna er í dag. 22. febrúar 2014 09:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Austurríkismaðurinn Mario Matt tryggði sér gullverðlaun í svigi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag. Hann var með besta tímann eftir fyrri ferðina í morgun og sjötti besti tíminn í seinni ferðinni dugði honum til sigurs. Samanlagður tími Matts var 1:41,84 mínútur. Hann hafði betur í baráttunni við besta svigkappa heims, heimsmeistarann Marcel Hirscher frá Austurríki, sem margir veðjuðu á að myndi vinna gullið í dag. Henrik Kristoffersen, 19 ára gamall Norðmaður, fékk bronsið þrátt fyrir að vera bara með 15. besta tímann í fyrri ferðinni. Hann náði þeim þriðja besta í seinni ferðinni og kom í mark á samanlögðum tíma upp á 1:42,67 mínútur. Brautin var erfið og féllu margir frábærir keppendur úr leik sem hjálpaði Norðmanninum að hirða bronsið en hann gerði vel í að komast niður á eins góðum tíma og raun bar vitni. Kristoffersen er einn allra efnilegasti svigmaður heims en hann vann sitt fyrsta heimsbikarmót í Schladming í Austurríki á dögunum. Með gullinu í dag varð Matt, sem er 34 ára gamall, sá elsti í sögunni til að vinna gullverðlaun í alpagreinum á Vetrarólympíuleikum. Kristofferssen er sá yngsti í sögunni. Sögulegt svig í Sotsjí.Sigri fagnað í endamarkinu í dag.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 15 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en fimmtándi keppnisdagur leikanna er í dag. 22. febrúar 2014 09:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 15 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en fimmtándi keppnisdagur leikanna er í dag. 22. febrúar 2014 09:00