Kanada vann síðasta gullið í Sotsjí | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2014 14:02 Kanada vann síðasta gullið í boði á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag þegar karlalið landsins lagði Svíþjóð, 3-0, í úrslitaleiknum í íshokkí.Jonathan Toews kom Kanada yfir á 13. mínútu í fyrsta leikhluta en hann er fyrirliði NHL-meistara Chicago Blackhawks en kanadíska liðið, eins og það sænska, er skipað fjölmörgum stjörnum úr þessari langstærstu og bestu deild heims. Einn sá allra besti í heiminum, SidneyCrosby, leikmaður Pittsbrugh Penguins, bætti við öðru marki Kanada undir lok annars leikhluta og ChrisKunitz skoraði það þriðja í síðasta leikhlutanum, 3-0. Sænska liðið komst ekkert áleiðis gegn sterkri vörn Kanada og markverði þess, CareyPrice, sem ver mark Montreal Canadiens í NHL-deildinni. Lokatölur, 3-0, sanngjarn sigur Kanada. Þetta er í níunda skipti sem karlalið Kanada verður Ólympíumeistari en næstflest gull eiga Rússar, eða Sovétríkin, sem unnu Ólympíugull sjö sinnum. Kanadamenn eru nú búnir að vinna íshokkí karla á þremur af síðustu fjórum leikum. Kvennalið Kanada varð einnig Ólympíumeistari og því tvöfaldur sigur hjá þeim. Það var fjórði sigur kvennaliðs Kanada í röð. Enn fremur vann Kanada svo tvöfalt í krullu þannig Kandamönnum virðist líða afar vel á ísnum. Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí er nú lokið en íshokkí karla er jafnan síðasta greinin. Lokahátíðin hefst klukkan 16.00 og verður hún í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér á Vísi.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Video kassi sport íþróttir Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 16 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en sextándi og síðasti keppnisdagur leikanna er í dag. 23. febrúar 2014 06:30 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Sjá meira
Kanada vann síðasta gullið í boði á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag þegar karlalið landsins lagði Svíþjóð, 3-0, í úrslitaleiknum í íshokkí.Jonathan Toews kom Kanada yfir á 13. mínútu í fyrsta leikhluta en hann er fyrirliði NHL-meistara Chicago Blackhawks en kanadíska liðið, eins og það sænska, er skipað fjölmörgum stjörnum úr þessari langstærstu og bestu deild heims. Einn sá allra besti í heiminum, SidneyCrosby, leikmaður Pittsbrugh Penguins, bætti við öðru marki Kanada undir lok annars leikhluta og ChrisKunitz skoraði það þriðja í síðasta leikhlutanum, 3-0. Sænska liðið komst ekkert áleiðis gegn sterkri vörn Kanada og markverði þess, CareyPrice, sem ver mark Montreal Canadiens í NHL-deildinni. Lokatölur, 3-0, sanngjarn sigur Kanada. Þetta er í níunda skipti sem karlalið Kanada verður Ólympíumeistari en næstflest gull eiga Rússar, eða Sovétríkin, sem unnu Ólympíugull sjö sinnum. Kanadamenn eru nú búnir að vinna íshokkí karla á þremur af síðustu fjórum leikum. Kvennalið Kanada varð einnig Ólympíumeistari og því tvöfaldur sigur hjá þeim. Það var fjórði sigur kvennaliðs Kanada í röð. Enn fremur vann Kanada svo tvöfalt í krullu þannig Kandamönnum virðist líða afar vel á ísnum. Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí er nú lokið en íshokkí karla er jafnan síðasta greinin. Lokahátíðin hefst klukkan 16.00 og verður hún í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér á Vísi.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Video kassi sport íþróttir Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 16 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en sextándi og síðasti keppnisdagur leikanna er í dag. 23. febrúar 2014 06:30 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Sjá meira
Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 16 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en sextándi og síðasti keppnisdagur leikanna er í dag. 23. febrúar 2014 06:30