Upptökur á Fast and Furious 7 í gangi Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2014 11:17 Svo virðist sem upptökur séu aftur hafnar á sjöundu myndinni af Fast and Furious en myndir náðust af upptökum í Abu Dhabi. Upptökum á myndinni frestuðust vegna sviplegs fráfalls eins helsta leikara myndanna, Paul Walker. Í myndskeiðinu sem hér sést elta lögreglubílar Ferrari 458 bíl á götum Abu Dhabi og hefur götunum greinilega verið lokað vegna upptakanna. Fréttir herma að Paul Walker muni sjást í nýju myndinni þar sem nokkrar senur með honum voru þegar uppteknar er hann lét lífið á Porsche Carrera GT bíl sem í ógætilegum akstri vafðist utanum staur. Breyta þurfti handriti myndarinnar eftir fráfall Paul Walker og einnig þurfti að breyta útgáfudegi nýju myndarinnar, sem nú er sett á 10. apríl á næsta ári. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent
Svo virðist sem upptökur séu aftur hafnar á sjöundu myndinni af Fast and Furious en myndir náðust af upptökum í Abu Dhabi. Upptökum á myndinni frestuðust vegna sviplegs fráfalls eins helsta leikara myndanna, Paul Walker. Í myndskeiðinu sem hér sést elta lögreglubílar Ferrari 458 bíl á götum Abu Dhabi og hefur götunum greinilega verið lokað vegna upptakanna. Fréttir herma að Paul Walker muni sjást í nýju myndinni þar sem nokkrar senur með honum voru þegar uppteknar er hann lét lífið á Porsche Carrera GT bíl sem í ógætilegum akstri vafðist utanum staur. Breyta þurfti handriti myndarinnar eftir fráfall Paul Walker og einnig þurfti að breyta útgáfudegi nýju myndarinnar, sem nú er sett á 10. apríl á næsta ári.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent