"Ég var búinn að safna skeggi í fjóra mánuði bara til að púlla týpuna“ Ellý Ármanns skrifar 11. febrúar 2014 11:00 Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Ingvar Örn Ákason 29 ára stuðningsfulltrúa frá Ísafirði sem komst áfram með stórskemmtilegt uppistand í sjónvarpsþættinum Ísland Got Talent á sunnudagskvöldið. Við heyrðum í Ingvari, fengum að fletta í gegnum myndaalbúmið hans og komumst að því að hann er bráðskemmtilegur.„Hér er ég á Aldrei fór ég suður með Söru Rut Snorradóttur vinkonu minni.“Hvað starfar þú við? „Ég er stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum á Ísafirði. Ég vinn þar frá klukkan 8 til 14. Ég er með strák í 10. bekk og ég aðstoða hann við námið en á daginn þjálfa ég hjá handknattleiksfélagi Harðar en það eru 70 iðkendur hjá mér. Þetta er fjórða árið mitt og mikil stemning og uppgangur,“ svarar Ingvar eða Byssi (stytting á Byssan) eins og hann er oft kallaður i daglegu lífi.Ómar Örn guðsonur Ingvars með frænda á jólunum. „Millinafnið Örn er tilvísun í millinafn mitt. Guðsonurinn er besti vinur minn í öllum heiminum,“ segir Ingvar.Hvernig er stuðningurinn fyrir vestan eftir frammistöðuna á sunnudaginn? „Hann er mjög góður. Það er mjög vel tekið í þetta. Krakkarnir í grunnskólanum sérstaklega og þeir sem ég er að þjálfa. Já, já allt að gerast. Systir mín var spennt og tveggja ára guðsonur minn líka hann öskrar á skjáinn þegar systir mín sýnir honum videoið. Hann kallar mig „Ididi“ en ekki Ingvar en hann þekkir sinn mann,“ svarar Ingvar.„Hann var fyndinn. Hann var bara of hraður,“ sagði Bubbi eftir að hann tók til baka X-ið.Spurður um undirbúning fyrir framhaldið í Ísland Got Talent svarar Ingvar: „Það gengur bara vel. Ég er alltaf með uppistandspælingar og pæli mikið í lífinu og tilverunni. Ég er alltaf viðbúinn og tilbúinn þegar kemur að uppistandi. Ég sinni veislustjórn og hef verið að skemmta á konukvöldum, verið kynnir á jólahlaðborði og Ungfrú Vestfirðir og fleira. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.“Hey góður Valdimarbrandarinn!Fannst þér tíminn ekkert of stuttur sem þú fékkst á sunnudaginn til að láta ljós þitt skína? „Jú en það voru bara sýndar 40 sekúndur úr sjálfu uppistandinu. Það var bara tæplega helmingurinn sýndur. Það var komið inn í mitt atriði og byrjað þar en svo var komið inn á fræga Valdimarkaflann en ég er búinn að fá mikil viðbrögð við honum. Margir hafa sagt við mig: „Hey góður Valdimarbrandarinn!“. Ég var búinn að safna skeggi í fjóra mánuði bara til að púlla týpuna,“ útskýrir Ingvar.Svo sá ég stálið í agunum hansÞú lagðir mikla áherslu á að kæta Bubba? „Já, ástæðan fyrir því að ég vildi fá hlátur eða bros frá honum var af því að ég keppti í Idolinu árið 2004 og tók þátt í gríni með lagið Vöðvastæltur með Landi og sonum með tilheyrandi dansi og stuði. Þar var ég með Gibbon-skopparabolta með mér í prufunni og Bubba fannst það alveg núll fyndið. Honum stökk ekki bros. Hann spurði: „Ætlarðu að skoppa þessum bolta eða syngja?“ - og ég svaraði brosandi: „Ég var að spá í að gera bæði.“ Svo sá ég stálið í augunum hans og varð skíthræddur, og sagði við hann skömmustulega: „Ætli ég syngi ekki bara.“Og komstu áfram í Idolinu? „Nei hann var alls ekki að fila strákinn.“Hér er Ingvar að skemmta á Hólmavík.Ertu lofaður? „Nei ég er laus og liðugur. Ég er einhleypur hress piltur,“ svarar hann kátur yfir spurningunni.„Hér er ég að sýna einn af uppáhalds kærleiksbjörnum mínum sem kynnir á söngkeppni Menntaskólans á Ísafirði sem fram fór í Torfnesi. Ég er mjög mikill kærleiksbjörn.“ Ísland Got Talent Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira
Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Ingvar Örn Ákason 29 ára stuðningsfulltrúa frá Ísafirði sem komst áfram með stórskemmtilegt uppistand í sjónvarpsþættinum Ísland Got Talent á sunnudagskvöldið. Við heyrðum í Ingvari, fengum að fletta í gegnum myndaalbúmið hans og komumst að því að hann er bráðskemmtilegur.„Hér er ég á Aldrei fór ég suður með Söru Rut Snorradóttur vinkonu minni.“Hvað starfar þú við? „Ég er stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum á Ísafirði. Ég vinn þar frá klukkan 8 til 14. Ég er með strák í 10. bekk og ég aðstoða hann við námið en á daginn þjálfa ég hjá handknattleiksfélagi Harðar en það eru 70 iðkendur hjá mér. Þetta er fjórða árið mitt og mikil stemning og uppgangur,“ svarar Ingvar eða Byssi (stytting á Byssan) eins og hann er oft kallaður i daglegu lífi.Ómar Örn guðsonur Ingvars með frænda á jólunum. „Millinafnið Örn er tilvísun í millinafn mitt. Guðsonurinn er besti vinur minn í öllum heiminum,“ segir Ingvar.Hvernig er stuðningurinn fyrir vestan eftir frammistöðuna á sunnudaginn? „Hann er mjög góður. Það er mjög vel tekið í þetta. Krakkarnir í grunnskólanum sérstaklega og þeir sem ég er að þjálfa. Já, já allt að gerast. Systir mín var spennt og tveggja ára guðsonur minn líka hann öskrar á skjáinn þegar systir mín sýnir honum videoið. Hann kallar mig „Ididi“ en ekki Ingvar en hann þekkir sinn mann,“ svarar Ingvar.„Hann var fyndinn. Hann var bara of hraður,“ sagði Bubbi eftir að hann tók til baka X-ið.Spurður um undirbúning fyrir framhaldið í Ísland Got Talent svarar Ingvar: „Það gengur bara vel. Ég er alltaf með uppistandspælingar og pæli mikið í lífinu og tilverunni. Ég er alltaf viðbúinn og tilbúinn þegar kemur að uppistandi. Ég sinni veislustjórn og hef verið að skemmta á konukvöldum, verið kynnir á jólahlaðborði og Ungfrú Vestfirðir og fleira. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.“Hey góður Valdimarbrandarinn!Fannst þér tíminn ekkert of stuttur sem þú fékkst á sunnudaginn til að láta ljós þitt skína? „Jú en það voru bara sýndar 40 sekúndur úr sjálfu uppistandinu. Það var bara tæplega helmingurinn sýndur. Það var komið inn í mitt atriði og byrjað þar en svo var komið inn á fræga Valdimarkaflann en ég er búinn að fá mikil viðbrögð við honum. Margir hafa sagt við mig: „Hey góður Valdimarbrandarinn!“. Ég var búinn að safna skeggi í fjóra mánuði bara til að púlla týpuna,“ útskýrir Ingvar.Svo sá ég stálið í agunum hansÞú lagðir mikla áherslu á að kæta Bubba? „Já, ástæðan fyrir því að ég vildi fá hlátur eða bros frá honum var af því að ég keppti í Idolinu árið 2004 og tók þátt í gríni með lagið Vöðvastæltur með Landi og sonum með tilheyrandi dansi og stuði. Þar var ég með Gibbon-skopparabolta með mér í prufunni og Bubba fannst það alveg núll fyndið. Honum stökk ekki bros. Hann spurði: „Ætlarðu að skoppa þessum bolta eða syngja?“ - og ég svaraði brosandi: „Ég var að spá í að gera bæði.“ Svo sá ég stálið í augunum hans og varð skíthræddur, og sagði við hann skömmustulega: „Ætli ég syngi ekki bara.“Og komstu áfram í Idolinu? „Nei hann var alls ekki að fila strákinn.“Hér er Ingvar að skemmta á Hólmavík.Ertu lofaður? „Nei ég er laus og liðugur. Ég er einhleypur hress piltur,“ svarar hann kátur yfir spurningunni.„Hér er ég að sýna einn af uppáhalds kærleiksbjörnum mínum sem kynnir á söngkeppni Menntaskólans á Ísafirði sem fram fór í Torfnesi. Ég er mjög mikill kærleiksbjörn.“
Ísland Got Talent Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira