Guardiola ber mikla virðingu fyrir Wenger Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2014 11:30 Pep Guardiola, þjálfari þýska liðsins Bayern München. Vísir/Getty Pep Guardiola, þjálfari þýska liðsins Bayern München, mætir með lærisveina sína á Emirates-leikvanginn í kvöld þar sem Arsenal og Bayern mætast í fyrri leik sínum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Þetta er uppgjör milli tveggja af virtustu þjálfurum fótboltaheimsins en ólíkt Wenger þá hefur Pep Guardiola verið duglegur að safna titlinum á undanförnum árum. Guardiola vann þrettán titla þrettán titla á fjórum tímabilum með þjálfari Barcelona og hefur þegar unnið tvo titla á fyrsta ári sínu með Bayern München. Að hans mati snýst þetta þó ekki bara um að vinna titla. „Stundum vinnur þú og stundum tapar þú. Arsenal er að keppa við stórlið eins og Chelsea, Manchester United og Manchester City. Arsenal er samt alltaf með gott lið og þetta er góður klúbbur," sagði Pep Guardiola. „Ég ber mikla virðingu fyrir kollega mínum Arsene. Hann er alltaf með góða fótboltamenn sem spila flottan fótbolta," sagði Pep Guardiola sem er sammála því að Bayern sé sigurstranglegra liðið í leikjunum. „Ef við látum þá hafa boltann þá verður þetta erfitt. Við verðum því að komast í boltann. Ég hef lært það að þú getur aldrei haft yfirhöndina á móti Arsenal í 90 mínútur. Arsenal er líka ekki nýtt lið í þessari keppni og ég er viss um að þeir spila til sigurs en ekki til að gera 0-0 jafntefli," sagði Guardiola og hann er ekki að hlaupast undan pressunni. „Ég veit að við erum sigurstranglegra liðið. Við verðum að vinna með þessa pressu, mæta tilbúnir í hvern leik og sætta okkur við það," sagði Guardiola. Leikur Arsenal og Bayern München hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport. Klukkan 19.10 hefst upphitun Hjartar Hjartarsonar fyrir leiki kvöldsins en þá mætast einnig AC Milan og Atlético Madrid. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Pep Guardiola, þjálfari þýska liðsins Bayern München, mætir með lærisveina sína á Emirates-leikvanginn í kvöld þar sem Arsenal og Bayern mætast í fyrri leik sínum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Þetta er uppgjör milli tveggja af virtustu þjálfurum fótboltaheimsins en ólíkt Wenger þá hefur Pep Guardiola verið duglegur að safna titlinum á undanförnum árum. Guardiola vann þrettán titla þrettán titla á fjórum tímabilum með þjálfari Barcelona og hefur þegar unnið tvo titla á fyrsta ári sínu með Bayern München. Að hans mati snýst þetta þó ekki bara um að vinna titla. „Stundum vinnur þú og stundum tapar þú. Arsenal er að keppa við stórlið eins og Chelsea, Manchester United og Manchester City. Arsenal er samt alltaf með gott lið og þetta er góður klúbbur," sagði Pep Guardiola. „Ég ber mikla virðingu fyrir kollega mínum Arsene. Hann er alltaf með góða fótboltamenn sem spila flottan fótbolta," sagði Pep Guardiola sem er sammála því að Bayern sé sigurstranglegra liðið í leikjunum. „Ef við látum þá hafa boltann þá verður þetta erfitt. Við verðum því að komast í boltann. Ég hef lært það að þú getur aldrei haft yfirhöndina á móti Arsenal í 90 mínútur. Arsenal er líka ekki nýtt lið í þessari keppni og ég er viss um að þeir spila til sigurs en ekki til að gera 0-0 jafntefli," sagði Guardiola og hann er ekki að hlaupast undan pressunni. „Ég veit að við erum sigurstranglegra liðið. Við verðum að vinna með þessa pressu, mæta tilbúnir í hvern leik og sætta okkur við það," sagði Guardiola. Leikur Arsenal og Bayern München hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport. Klukkan 19.10 hefst upphitun Hjartar Hjartarsonar fyrir leiki kvöldsins en þá mætast einnig AC Milan og Atlético Madrid.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira