Ole Einar orðinn sá sigursælasti á ÓL - bætti met Dæhlie | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2014 15:52 Hinn fertugi Norðmaður Ole Einar Björndalen varð í dag sigursælasti íþróttamaður vetrarólympíuleikanna frá upphafi þegar hann hjálpaði boðsveit Norðmanna að vinna gull í blandaðri boðgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi. Björn Dæhlie vann tólf verðlaun (átta gull) á Vetrarólympíuleikum frá 1992 til 1998 en Björndalen er nú kominn með þrettán verðlaun þar af tvö gull á leikunum í Sotsjí. Ole Einar Björndalen vann fyrstu grein sína á leikunum en var ekki búinn að vera alltof sannfærandi í síðustu þremur greinum sínum. Verðlaunin langþráðu duttu hinsvegar í hús í dag. Norska sveitin, skipuð þeim Ole Einar Björndalen, Emil Hegle Svendsen, Toru Berger og Tiril Eckhoff, kom í mark 32.6 sekúndum á undan tékknesku sveitinni en ítalska sveitin tók síðan bronsið. Ole Einar Björndalen gekk þriðja sprettinn og Norðmenn voru í öðru sæti þegar hann tók við af Tiril Eckhoff. Hann gekk vel og klikkaði ekki á skoti ekki frekar en Emil Hegle Svendsen sem gekk síðasta sprettinn og tryggði norska liðinu gullið. Svendsen var að vinna sitt annað gull á tveimur dögum en hann kom fyrstur í mark í 15 km göngunni í gær. Það er hægt að sjá myndband frá göngunni hér fyrir ofan.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Hinn fertugi Norðmaður Ole Einar Björndalen varð í dag sigursælasti íþróttamaður vetrarólympíuleikanna frá upphafi þegar hann hjálpaði boðsveit Norðmanna að vinna gull í blandaðri boðgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi. Björn Dæhlie vann tólf verðlaun (átta gull) á Vetrarólympíuleikum frá 1992 til 1998 en Björndalen er nú kominn með þrettán verðlaun þar af tvö gull á leikunum í Sotsjí. Ole Einar Björndalen vann fyrstu grein sína á leikunum en var ekki búinn að vera alltof sannfærandi í síðustu þremur greinum sínum. Verðlaunin langþráðu duttu hinsvegar í hús í dag. Norska sveitin, skipuð þeim Ole Einar Björndalen, Emil Hegle Svendsen, Toru Berger og Tiril Eckhoff, kom í mark 32.6 sekúndum á undan tékknesku sveitinni en ítalska sveitin tók síðan bronsið. Ole Einar Björndalen gekk þriðja sprettinn og Norðmenn voru í öðru sæti þegar hann tók við af Tiril Eckhoff. Hann gekk vel og klikkaði ekki á skoti ekki frekar en Emil Hegle Svendsen sem gekk síðasta sprettinn og tryggði norska liðinu gullið. Svendsen var að vinna sitt annað gull á tveimur dögum en hann kom fyrstur í mark í 15 km göngunni í gær. Það er hægt að sjá myndband frá göngunni hér fyrir ofan.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira