Góð dorgveiði fyrir norðan Karl Lúðvíksson skrifar 11. janúar 2014 20:28 Ástralskur ferðamaður með flottann urriða úr Langavatni Mynd: Matti Þeir sem eru óþreyjufullir og geta ekki beðið eftir vorkomu og fyrsta veiðitúrnum þurfa ekkert að bíða eftir neinu því það er alveg hægt að veiða þrátt fyrir vetrarríki um allt land. Félagarnir Mattías og Jónas sem reka verslanirnar Veiðivörur í Reykjavík og Akureyri hafa boðið upp á dorgferðir frá Aureyri í vötnin þar í nágrenninu og þar sem vötnin eru öll frosin og ísinn mannheldur er fullt af spennandi veiðitækifærum í þessum vötnum. Þeir skruppu nýlega í Langavatn í Reykjahverfi með Ástralska ferðamenn og veiðin í þessari ferð var í alla staði virkilega góð. Alls veiddust 16 fiskar og þar af 3 bleikjur. Þeir félagar hafa verið sérstaklega hjálplegir og leiðbeina þeim sem eru að fara í dorgveiðina með staði og búnað þannig að það er óhætt að mæla með því að veiðimenn setji sig í samband við þá áður en lagt er í veiðiferðina.Það styttist í árlega dorgveiðimótið á norðurlandi og geta þeir sem ætla að taka þátt haft samband við þá og skráð sig til þáttöku og haft samband í gegnum netfangið matti@icelandfishingguide.com. Stangveiði Mest lesið Gott í Víðidalnum Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Enn einn stórlaxinn úr Nessvæðinu Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Kaldakvísl í Sporðaköstum kvöldsins á Stöð 2 Veiði Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli Veiði Væntanlegar breytingar á veiðisvæðum SVFR sumarið 2017 Veiði Veiðistaðavefurinn væntanlegur 15. janúar Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði
Þeir sem eru óþreyjufullir og geta ekki beðið eftir vorkomu og fyrsta veiðitúrnum þurfa ekkert að bíða eftir neinu því það er alveg hægt að veiða þrátt fyrir vetrarríki um allt land. Félagarnir Mattías og Jónas sem reka verslanirnar Veiðivörur í Reykjavík og Akureyri hafa boðið upp á dorgferðir frá Aureyri í vötnin þar í nágrenninu og þar sem vötnin eru öll frosin og ísinn mannheldur er fullt af spennandi veiðitækifærum í þessum vötnum. Þeir skruppu nýlega í Langavatn í Reykjahverfi með Ástralska ferðamenn og veiðin í þessari ferð var í alla staði virkilega góð. Alls veiddust 16 fiskar og þar af 3 bleikjur. Þeir félagar hafa verið sérstaklega hjálplegir og leiðbeina þeim sem eru að fara í dorgveiðina með staði og búnað þannig að það er óhætt að mæla með því að veiðimenn setji sig í samband við þá áður en lagt er í veiðiferðina.Það styttist í árlega dorgveiðimótið á norðurlandi og geta þeir sem ætla að taka þátt haft samband við þá og skráð sig til þáttöku og haft samband í gegnum netfangið matti@icelandfishingguide.com.
Stangveiði Mest lesið Gott í Víðidalnum Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Enn einn stórlaxinn úr Nessvæðinu Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Kaldakvísl í Sporðaköstum kvöldsins á Stöð 2 Veiði Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli Veiði Væntanlegar breytingar á veiðisvæðum SVFR sumarið 2017 Veiði Veiðistaðavefurinn væntanlegur 15. janúar Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði