McIlroy í toppbaráttunni í Abu Dhabi Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. janúar 2014 19:30 Norður-Írinn Rory McIlroy er á meðal efstu manna eftir annan keppnisdag á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni í golfi. McIlroy er í fjórða sæti á samtals sjö höggum undir pari en hann lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello og Skotinn Lee Craig eru jafnir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Englendingurinn Danny Willett kemur höggi þar á eftir. Það gekk hvorki né rak hjá McIlroy í þessu móti á síðasta ári en þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn. „Þegar þú hefur sjálfstraust með drævernum þá tekur það mikla pressu af þér. Ég setti niður nokkur góð pútt á seinni níu holunum og tel mig eiga mjög góðan möguleika á sigri,“ sagði McIlroy.Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn í Abu Dhabi.Mynd/APMickelson örugglega áfram Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið á 70 höggum í dag. Hann er í 40. sæti þegar mótið er hálfnað. Spánverjinn Sergio Garcia gerði einnig vel með að komast áfram en hann lék á 68 höggum í dag og bætti sig um átta högg frá því í gær. Luke Donald og Martin Kaymer, sem báðir hafa náð efsta sætinu á heimslistanum, eru einnig komnir áfram. Svíinn Henrik Stenson er hins vegar úr leik eftir að hafa leikið á pari í dag. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Bein útsending frá þriðja hring hefst kl. 09:00 í fyrramálið. Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er á meðal efstu manna eftir annan keppnisdag á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni í golfi. McIlroy er í fjórða sæti á samtals sjö höggum undir pari en hann lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello og Skotinn Lee Craig eru jafnir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Englendingurinn Danny Willett kemur höggi þar á eftir. Það gekk hvorki né rak hjá McIlroy í þessu móti á síðasta ári en þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn. „Þegar þú hefur sjálfstraust með drævernum þá tekur það mikla pressu af þér. Ég setti niður nokkur góð pútt á seinni níu holunum og tel mig eiga mjög góðan möguleika á sigri,“ sagði McIlroy.Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn í Abu Dhabi.Mynd/APMickelson örugglega áfram Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið á 70 höggum í dag. Hann er í 40. sæti þegar mótið er hálfnað. Spánverjinn Sergio Garcia gerði einnig vel með að komast áfram en hann lék á 68 höggum í dag og bætti sig um átta högg frá því í gær. Luke Donald og Martin Kaymer, sem báðir hafa náð efsta sætinu á heimslistanum, eru einnig komnir áfram. Svíinn Henrik Stenson er hins vegar úr leik eftir að hafa leikið á pari í dag. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Bein útsending frá þriðja hring hefst kl. 09:00 í fyrramálið.
Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira