Hildur með þrefalda tvennu þegar Snæfell komst í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2014 11:13 Hildur Sigurðardóttir. vísir/Valli Snæfellskonur eru komnar í undanúrslit Powerade-bikars kvenna í körfubolta eftir fjórtán stiga sigur á Val, 86-72, í Vodfone-höllinni í gær. KR hafði áður komist í undanúrslitin en hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram í kvöld og á morgun. Snæfell var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-17, og með ellefu stiga forskot í hálfleik, 46-35. Valskonur minnkuðu muninn niður í eitt stig í tvígang um miðjan þriðja leikhluta en þá gaf Snæfellsliðið aftur í og tryggði sér sigur.Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, var með þrefalda tvennu í leiknum, 13 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar og það þrátt fyrir að fá sína fjórðu villu þegar enn voru fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Það voru fleiri að spila vel hjá Snæfellsliðinu, Chynna Unique Brown var með 26 stig og 10 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir var með 17 stig og 10 fráköst og hin unga Eva Margrét Kristjánsdóttir átti frábæra innkomu af bekknum en hún var með 16 stig, 8 fráköst og 3 varin skot á 25 mínútum.Anna Alys Martin var atkvæðamest hjá Val með 24 stig, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta og Hallveig Jónsdóttir (20 stig) átti einnig mjög góðan leik. Snæfellskonur eru þar með komnar í undanúrslitin þriðja árið í röð undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar en kvennalið Snæfells hefur aldrei orðið bikarmeistari. Snæfellsliðið hefur verið á mikilli sigurgöngu að undanförnu en þetta var áttundi sigur liðsins í röð í öllum keppnum. Valur-Snæfell 72-86 (17-27, 18-19, 23-17, 14-23)Valur: Anna Alys Martin 24/5 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 20, Kristrún Sigurjónsdóttir 10/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/6 fráköst/3 varin skot, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2, Rut Herner Konráðsdóttir 2. Snæfell: Chynna Unique Brown 26/10 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/10 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 16/8 fráköst/3 varin skot, Hildur Sigurðardóttir 13/11 fráköst/12 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/7 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2.Ingi Þór Steinþórsson er að gera góða hluti með Snæfellsliðið sem hefur unnið átta leiki í röð í öllum keppnum. Mynd/Valli Dominos-deild kvenna Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Snæfellskonur eru komnar í undanúrslit Powerade-bikars kvenna í körfubolta eftir fjórtán stiga sigur á Val, 86-72, í Vodfone-höllinni í gær. KR hafði áður komist í undanúrslitin en hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram í kvöld og á morgun. Snæfell var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-17, og með ellefu stiga forskot í hálfleik, 46-35. Valskonur minnkuðu muninn niður í eitt stig í tvígang um miðjan þriðja leikhluta en þá gaf Snæfellsliðið aftur í og tryggði sér sigur.Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, var með þrefalda tvennu í leiknum, 13 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar og það þrátt fyrir að fá sína fjórðu villu þegar enn voru fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Það voru fleiri að spila vel hjá Snæfellsliðinu, Chynna Unique Brown var með 26 stig og 10 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir var með 17 stig og 10 fráköst og hin unga Eva Margrét Kristjánsdóttir átti frábæra innkomu af bekknum en hún var með 16 stig, 8 fráköst og 3 varin skot á 25 mínútum.Anna Alys Martin var atkvæðamest hjá Val með 24 stig, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta og Hallveig Jónsdóttir (20 stig) átti einnig mjög góðan leik. Snæfellskonur eru þar með komnar í undanúrslitin þriðja árið í röð undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar en kvennalið Snæfells hefur aldrei orðið bikarmeistari. Snæfellsliðið hefur verið á mikilli sigurgöngu að undanförnu en þetta var áttundi sigur liðsins í röð í öllum keppnum. Valur-Snæfell 72-86 (17-27, 18-19, 23-17, 14-23)Valur: Anna Alys Martin 24/5 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 20, Kristrún Sigurjónsdóttir 10/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/6 fráköst/3 varin skot, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2, Rut Herner Konráðsdóttir 2. Snæfell: Chynna Unique Brown 26/10 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/10 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 16/8 fráköst/3 varin skot, Hildur Sigurðardóttir 13/11 fráköst/12 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/7 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2.Ingi Þór Steinþórsson er að gera góða hluti með Snæfellsliðið sem hefur unnið átta leiki í röð í öllum keppnum. Mynd/Valli
Dominos-deild kvenna Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira