Vinnur Audi R8 og tryllist Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 07:30 Í þættinum The Price Is Right í Bandaríkjunum vann heppin kona nýlega Audi R8 Spyder bíl sem kostar 157.300 dollara og að auki 10.000 dollara í peningum. Ekki er að spyrja að gleði hennar er hún vann þennan næst stærsta vinning í sögu þáttarins, en hún gersamlega gengur af göflunum í kjölfarið. Hún þurfti aðeins að geta sér til um hvað bíllinn kostar með því að taka út þá 4 verðmiða sem ranglega fóru með verð hans og í leiðinni vann hún sér inn 4.000, 3.000, 2.000 og 1.000 dollara vinninga í beinhörðum. Líklega telst vinningshafinn, Sheree Hail, ekki dæmigerður eigandi sportbílsins Audi R8 Spyder þar sem hún er húsfrú komin yfir miðjan aldur, en gleði hennar er engu að síður mjög ósvikin. Hægt er að gleðjast með vinningshafanum í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent
Í þættinum The Price Is Right í Bandaríkjunum vann heppin kona nýlega Audi R8 Spyder bíl sem kostar 157.300 dollara og að auki 10.000 dollara í peningum. Ekki er að spyrja að gleði hennar er hún vann þennan næst stærsta vinning í sögu þáttarins, en hún gersamlega gengur af göflunum í kjölfarið. Hún þurfti aðeins að geta sér til um hvað bíllinn kostar með því að taka út þá 4 verðmiða sem ranglega fóru með verð hans og í leiðinni vann hún sér inn 4.000, 3.000, 2.000 og 1.000 dollara vinninga í beinhörðum. Líklega telst vinningshafinn, Sheree Hail, ekki dæmigerður eigandi sportbílsins Audi R8 Spyder þar sem hún er húsfrú komin yfir miðjan aldur, en gleði hennar er engu að síður mjög ósvikin. Hægt er að gleðjast með vinningshafanum í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent